Leita í fréttum mbl.is

Fagmenn í Fóðurleit; Indókína

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

 

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opinn hug, þandar nasir og smurt vélinda. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

 

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.

 

-Fagmenn í Fóðurleit-

-út að borða með Lionel-

 

Indókína 

Þorbjörn


Lionel_Richie_


 

 

 

 

 

 

 

Borðað: Hádegishlaðborð sem samanstendur af réttum dagsins. Við völdum okkur kjúkling, lambakjöt, súrsætt svínakjöt, nautakjöt, kjötbollur, egg, núðlur með kjúklingi, grænmeti og grjón.

 

Gæði fæðis: Engu máli skipti í hvað prjónunum var stungið, allir réttir voru himneskir. Ekki ósvipað því að snæða engil. Þeir þekkja sem reynt hafa.

 

Verð: 940 karl. Þar sem maturinn er metinn á rúmlega 2000 karl þá græðir maður klárlega á því að borða þarna.    

 

Þjónusta: Meiriháttar! Yfirmaðurinn öskrar réttina sem í boði eru, velur þá fyrir þig og afgreiðir þig svo fljótt að að þú varst varla var við að hafa pantað. Þú réttir fram kortið, ringlaður og ráðvilltur, yfirmaðurinn tekur á móti, hlær hrossahlátri og straujar það. 

 

Stemning: Tryllt austurlandastemning með dulitlu ópíum ívafi. Mikil lykt og massíft umhverfi heltekur mann á því andartaki sem stigið er yfir þröskuldinn. Þröskuldinum má líkja við tímagöng sem flytur menn í einni svipan til ársins 4074, inn í lítið kínverskt hof þar sem andi hundsins svífur yfir vötnum.

 

Dollan: Því miður stóð dollan staðnum sjálfum langt að baki hvað varðar gæði og glæsileik. Fremur flatneskjuleg dolla sem sprettur upp eins og skrattinn úr sauðalæknum á þessum annars fágaða stað.

 

 Kennaraeinkunn: Mokveiði var hjá Indókína í þessum túr. 35 fiskar af 37.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skiptir ekki máli hversu mikið þú skítur á mig í kommentakerfinu á blogginu, ég hlæ alltaf jafn mikið!!! Sannkallaður gleðigjafi.

Gunnur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband