Leita í fréttum mbl.is

Þvagmenn í Móðurleit; Ítalía

Hér er kominn síðasti pistill Fagmanna. Búnir að gera grein fyrir matsölustöðum á Laugaveginum, búnir að vekja umtal og athygli, búnir að fá Fálkaorðuna og búið að reka þá, tvisvar. Hver veit nema það birtast hin bráðfjörugu bréf sem milli Fagmenna og Fréttablaðsins fóru og jafnvel þau er milli lögmanns Fagmanna og lögmanna Fréttablaðsins fóru í því máli sem fjölmiðlar hafa síðar nefnt "Stóra Fóðurmálið". 


Untitled

 

lionel richie sculpture

 

Ítalía

 

 

-Þvagmenn í Móðurleit-

-hádegisverður í boði herra Richie- 

 

Borðað: Ciociaria ( pizza með pepperoni, paprika og sveppum).Penne All'arrabbiata ( Pasta með ólífum, beikoni, chili og parmesan-osti í mildri tómatssósu).

 

Verð: 1900 karl. Verðið er það eina sem sviptir hulunni af þeirri tálsýn að maður sé í raun staddur á Ítalíu.

 

Gæði fæðis: Hvað getur maður sagt......

Það er svona sem matur á að bragðast.

 

Þjónusta: Einstaklega ítölsk, æst, hröð og glöð. Við vorum drifnir í sætin, sagt hvað við skildum snæða og maturinn var í munninum fjórum mínútum síðar. Þennan mikla hraða má skýra með þeirri framandi staðreynd að Ítalir telja aðeins 40 mínútur í klukkutíma.

 

Stemning: Stemningin náði þegar í stað hámarki við innkomu er eigandinn sjálfur tók á móti oss og ítalskur hreimurinn hreif mann með honum í huganum í suðræna sveiflu. Manni er farið að líða vel áður en sest er niður til snæðings (öryggisatriði). Stuttu eftir komu fagmanna fylltist staðurinn fólki (eðlilega) og rómantíkin í loftinu greip mann "by the balls".

 

Dollan: Lítil dolla fyrir litla menn. Afar smekkleg dolla,góð lykt og geðsleg aðstaða þar sem myndir af Sophiu Loren áttu hug manns allan. Dollan var þó greinilega gerð með dvergmenni í huga því allar græjur voru nánast í hnéhæð. Svo skemmtilega vildi til að tvö sett voru á einni dollu, þvagskál við hlið klósetts og býður það upp á möguleikann að hæfileikaríkir menn geta gert bæði nr.1&2 samtímis í sitthvort settið. Mælt er með því að setið sé á hlið áklósettinu ef reyna á þetta sívinsæla partítrix.

 

Kennaraeinkunn: Sjálfur Baggio skorar ekki jafn hátt og Ítalía. 35 fiskar.  

Fagmenn þakka fóðrið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg er ekki að fíla þetta "fagmenn i fóðurleit" en annars fersk!!

kv.aðdaðandinn

AntonRúnars (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:21

2 identicon

Blessuð sé minning þvagmannanna

Eiður Smári (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband