10.3.2008 | 16:11
26 ára! Down hill héðan í frá....
25 sleppur alveg, ungur maður á uppleið gæti fólk hugsað. En 26! Á maður ekki að vera búinn að barna einhverja dömuna og kúldrast með henni og afstyrminu í einhverri kjallaraholunni? Ef það er takmarkið á ég langt í land. Mér líður ekki eins og 26 ára gömlum manni, ég lít ekki út fyrir að vera 26 ára gamall maður og ég haga mér ekki eins og 26 ára gamall maður en einhverra hluta vegna má lesa það út úr kennitölu minni að hér sé þrátt fyrir allt um að ræða mann sem nálgast fertugsaldurinn eins og óð fluga. Gott ef það er það er ekki farið að grilla í grá hár, nýjar hrukkur mynduðust í morgunn og þær sem fyrir voru dýpkuðu, frostið er farið að bíta í liðina og fjarsýnin er allsráðandi. Stutt er í að ég fari að tuða í stórmörkuðum og hræðast tækninýjungar. Ég stóð á toppi fjallsins en skrikaði fótur og er á hraðri niðurleið.
Ég vil samt að fólk muni hvernig ég var, ekki hvernig ég er.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeta er góð mynd af þér. Hamingjan geislar af þér. Myndin sýnir að þú hefur náð sáttum við guð og menn. Mér sýnist líka að þú getir nú farið að líta yfir farinn veg. Þá fyrst verður fólk spennandi.
Doris the dominator (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:40
Siggi minn, ekki taka því illa þó ég kýli þig í öxlina, (FAST!) næst þegar ég hitti þig! Ég er núna á mínu síðasta ári sem tuttugu og eitthvað, og ekki komin með afstyrmi, hvort sem það er í formi afkvæmis eða maka, og er því ekki að kúldrast með því (afstyrminu) í kjallaraholu!!
Ef 26 ára er þröskuldurinn á leiðinni að elli þá er ég næstum því komin niður fjallið á bakaleiðinni (þessu sem þú varst á toppnum á fyrir nokkrum dögum) og ég þarf ekki á þínum líkum til að minna mig á það!! Annars er ég bara hress sko
Bjarney Bjarnadóttir, 12.3.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.