Leita í fréttum mbl.is

Gróft einelti viðgengst í garð Hjalta Pálma

Nú get ég ekki setið lengur á mér. Þögnina þarf að rjúfa og sannleikann draga fram í dagsljósið. Einhverra hluta vegna hefur íþróttafréttamönnum þjóðarinnar verið meinilla við þann ljúfa dreng Hjalta Pálmason. Nú er svo komið að þetta nær engri átt lengur og er farið að hafa áhrif á drenginn góða. Hefur hann jafnvel íhugað að hætta handknattleiksiðkun sökum þessa. 

Sumir handknattleiksmenn fá mikla athygli og sumir fá minni skerf af henni. En fyrir fáum er þannig ástatt að árangur þeirra er þaggaður niður eða það sem verra er, úr honum er dregið eins og hægt er. Hjalti Pálmason er, eins og þeir vita sem honum hafa mætt í leik, þrælgóður leikmaður. Íslandsmeistari í fyrra, bikarmeistari í ár og kosinn besti leikmaður Vals fyrir tveimur árum svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur verið meðal bestu varnarmanna deildarinnar nú í mörg ár og er einnig ein albesta skytta deildarinnar. En það veit enginn! 

Það er nefnilega þannig að árangri hans er jafnan haldið utan kastljósi fjölmiðla og sætir það furðu. Það er sama hvar er borið niður, ef Hjalti nokkur Pálmason hefur átt góðan leik finnst hvergi umfjöllun um leikinn, hvað þá frammistöðu Hjalta. Nú hefur Hjalti spilað aðalhlutverk í Valsliðinu undanfarna mánuði og skorar varla undir 8 mörkum í leik auk fjölda stoðsendinga og góðrar varnarvinnu. En aldrei, ég endurtek aldrei er þess getið neinstaðar. Þetta einelti var kannski fyndið til að byrja með en er nú ekkert nema sorgleg staðreynd. 

Ekki nóg með markvissa þöggun fjölmiðla á árangri Hjalta þá gætir einnig lítilsvirðingar í hans garð frá fréttamönnum í beinum útsendingum. Ef fréttamönnum verður á að hrósa honum er það snarlega dregið til baka eða dregið úr því. Fjöldamörg dæmi eru um slíkt og mun ég láta nokkur ummæli fylgja hér að neðan.

"Þvílíkt mark hjá Hjalta... stekkur reyndar ekki hátt..."

"Hjalti hefur komið mjög sterkur inn í seinni hálfleik.... hann er nú ekki 60 mínútna maður"

"Hjalti Pálmason skorar hér" "Nei það var Markús" "Það hlaut að vera"

"Og það er, hahaha, Hjalti Pálmason sem er hér fyrstur í hraðupphlaupi... fer reyndar ekki mjög hratt yfir" 

"Hjalti skorar enn... Hann hefur nú verið þekktari fyrir varnarleik hingað til"

"Hjalti Pálmason hleypur hér inn á... hleypur kannski ekki, labbar frekar enda hokinn af reynslu. Einn af þessum gömlu reynsluboltum" (Hjalti var 24 ára á þeim tíma)

"Hjalti neglir honum hérna inn, þvílíkt mark.... hann hlýtur að hafa misst hann"

Þetta er ekkert annað en gróft einelti og á ekki að líðast í þjóðfélagi okkar. Ég vil hvetja ykkur til að taka undir með mér og mótmæla þessarri hneisu. Ég legg til að við stöðvum alla umferð að bílastæðum fjölmiðlanna til að sýna stuðning við Hjalta í verki. 

Hjalti - ÍR

 

002

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá hann fer þetta bara á skriðþunganum!

GH (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 20:52

2 identicon

Maður liggur í kastinu, því er ekki neitandi.

Hver var það aftur sem lýsti Haukar-Valur í fyrra þegar Hjalti fékk það óþvegið lon og don.

Það var einelti af dýrustu gerð.

Óli Gísla (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:00

3 identicon

Hahaha, nei Sigurður Eggertsson, hættu nú alveg!

HP (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:42

4 Smámynd: Sigurður Eggertsson

"Hann fer þetta á skriðþunganum"

Gleymdi aðal setningunni sem er nánast orðin trademark á Hjalta Pálma.

Sigurður Eggertsson, 6.5.2008 kl. 15:21

5 identicon

Virkilega leiðinlegt mál. Það er nú ansi fáir sem ráða við skriðþungann.

Ingvar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Sigurður Eggertsson

"Vottar fyrir gömlu brosi" - þessa setningu misheyrðu ófáir sem "Vottar fyrir gömlu hrossi"

Sigurður Eggertsson, 8.5.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband