Leita í fréttum mbl.is

Verður maður ekki að byrja á þessu? Ég meina, allir eru að gera það nema ég....

núnú, er maður bara ekki búinn að stofna bloggsíðu. átti að vera að gera eitthvað ógeðisverkefni fyrir skólann en fór í stað þess á netið. aldrei þessu vant ákvað ég að fara ekki að fara rannsakandi augum um erótískar síður heldur varð úr að stofna bloggsíðuna gleðigjafinn. Sé ég strax eftir þeim tíma sem hefði getað farið í klámleit.
Nú er ég náttúrulega hinn eini og sanni gleðigjafi og því ekki úr vegi að tryggja sér nafnið. Ég er nú búinn að vera kallaður gleðigjafi í tvo áratugi og enn í dag, tuttuguogfjögurraáragamall, skrifa ég siggi litli gleðigjafi á alla mætingarlista og á öll prófblöð í háskólanum. Gælunafnið fékk ég aðeis fjögurra ára er ég var óþolandi krakkaskrípi sem allir kunnu að sögn ákaflega illa við. Einhverjum þótti það þá vel við hæfi að kalla gerpið gleðigjafa en það öfugmæli átti að draga úr þeim tilfinningum sem ættingjar tengdu við sigga nafnið.
En nú er öldin önnur og nýr og breyttur ungur maður hefur vaxið úr krakkaóberminu og ber nú nafnið með rentu enda ljós í húsi og hugum manna.
Þið haldið kannski að einhvert áframhald verði á skrifum mínum á þessa síðu í bráð en þar skjátlast ykkur hrapalega því mér dettur það ekki í hug. Hef nóg annað við minn tíma að gera, meiriháttar skemmtilegi próflesturinn fer að hefjast og þá er helvíti líklegt að maður setjist alltaf við tölvuna eitthvað að reyna að grína. ónei, ég ætla ekkert að blogga á þessa síðu fyrr en í sumar en mikið verður nú gaman að lesa færslur mínar þá þvi þær eiga eftir að verða hver annarri skemmtilegri og fólk mun eiga erfitt með sig af eftirvæntingu milli færslna. En nú dreg ég mig í hlé, fullviss um að ég sé búinn að stofna eina af áhugaverðustu síðum netsins og í leiðinni búinn að tryggja nafninu gleðigjafinn brautargengi í náinni framtíð.

lifið heil.
siggi litli gleðigjafi


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hó hó! Gott að geta rætt við þig á opinberum vettvangi í framtíðinni. Það var kominn tími til að samskipti okkar yrðu í vitna viðurvist. Myndin af þér er ákaflega látlaus og eðlileg sem og þessi fyrstu skrif þín þó að þar sé að finna nokkrar staðreyndarvillur um æsku þína.
Móðir jörð.

Móðir Jörð (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 22:36

2 identicon

Hó hó! Gott að geta rætt vð þig á opinberum vettvangi. Það var kominn tími til að samskipti okkar færu fram í vitna viðurvist. Myndin af þér er ákaflega látlaus og eðlileg sem og skrif þín þótt þar beri á nokkrum staðreyndarvillum um uppvöxt þinn.
Kveðja, Móðir jörð.

Móðir jörð (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1311

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband