23.6.2008 | 14:03
Afar öruggt...
Þurfti að finna mér leigenda frá byrjun júní og þar til ég kem heim frá afríkunni, sem sagt í 2 mánuði. Ekki margir sem sætta sig við það að flytja allt sitt hafurtask inn í íbúð og vera þar aðeins í 2 mánuði, onei. Því þurfti ég að ljúga því að íbúðin væri full af húsgögnum og hverskyns þægindum og viti menn, bitið var á agnið.
Fólkið sem beit á agnið er í alla staði stórundarlegt. Fyrir utan að vera tékkneskt par þá finnst þeim ótrúlega spennandi að klæða sig upp sem víkinga og berjast. Þau voru hæstánægð með íbúðina,þrátt fyrir skort á húsgögnum, neti, ísskáp.... öllu! Þetta var draumaíbúð. Í hvert sinn er ég kem með eitthvað í búið dásama þau þann happafeng er þau hlutu í formi leigusala. Þau eiga reyndar ekki fyrir leigunni en það er algjört aukaatriði. Þau segjast munu borga, um leið og þau finna einhvern til að leigja með sér. Svo þegar ég hringi svarar stelpan alltaf með orðunum; hi sweetie, nú eða hi honey. Mjög eðlilegt. Ég vil meina að ég gæti ekki leigt öruggari leigendum. Ef tékkneskir víkingar borga ekki skuldir sínar, hver þá?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
No comment!
Hjalti P (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.