2.7.2008 | 17:50
Með títiprjón sem tippaling-Náraaðgerð nálgast
Nú er það semsé komið á hreint að æðar mínar munu fyllast svefnlyfjum enn á ný. Tíunda aðgerðin er handan við hornið og bíður í ofnæmi eftir að steypast yfir helsjúkt klof mitt. Mörgu ber að fagna með tilkomu blaðsins beitta. Ég ætti að geta farið að að sprikla í boltanum svona tveimur mánuðum eftir lögun klofs míns. Munu íþróttaáhugamenn fagna þín víðsvegar um bæinn. Hátíðarhöldin verða þó langtum háværari frá kvenpeningnum. Honum blessuðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi í fjóra mánuði. Þurrkatíðin er ekki eingöngu bundin við hitabeltislöndin sjáiði til.
Þrauka meyjar þurran heim,
þorrið hefur kraftur
En Sigginn til að sinna þeim,
sáttur mættur aftur
Bráðum kemur bleytutíð,
blómin opnast honum
Sinnir síðan hann um hríð
sveinaþyrstum konum.
Sigurður í sumarfíling, sést hérna á mynd
Með títiprjón sem tippaling, talsverð þykir synd.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:50 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.