Leita í fréttum mbl.is

Afríka, komudagur, 8 júlí.

Dagur
Þann 8 júlí lentum við Magnús í Nairobi, höfuðborg Kenya. Okkar kæri Rufus sótti okkur á flugvöllinn og keyrði okkur út í nóttina. Á leiðinni vorum við stöðvaðir af löggunni með sína vinalegu hríðskotariffla sem brostu góðlega framan í okkur. Eftir tveggja tíma ferð á misjöfnum vegum beygðum við inn afleggjara sem lá um þorp Rufusar. Það væri stórmóðgandi fyrir vegi almennt að kalla þenan afleggjara veg. Bílinn tók ótal oft uppundir þrátt fyrir að vera keyrður talsvert undir gönguhraða. Loks komumst við þó á leiðarenda, hús fjölskyldu Rufusar blasti við. Okkur létti stórum að sjá svona líka reisulegt hús eftir að hafa mjakast framhjá ótal bárujárnshúshræjum sem jafnvel sóðalegustu geitum biði við. Húsið var fullkomið, ekki aðeins var það á gullfallegum stað heldur var það stórt og búið öllu því er við þurftum á að halda. Klósett og hvað eina, lifestyle of the rich and the famous. Kvöldmaturinn beið okkar og olli engum vonbrigðum. Kjúlli og belja plús slatti af einhverju öðru. Bragðaðist svona líka ljómandi og urðum við okkur til eilífrar skammar sökum áts. Lögðumst við eftir kvöldmatinn til hvílu undir moskítóneti og féllum í dá.
Nótt
Nóttinni verður best lýst í orðinu erfiðri. Það tók auðvitað á taugarnar að sofa undir moskítóeti sem hafði þann hressandi eiginleika að í hvert skipti er ég rumska hefur myndast stórt op sem býður flugur dauðans velkomnar. En það var ekki til að bæta nætursvefninn að um leið og ljósin voru sklökkt kveiknaði á hundunum. Út í garði, undir glugganum mínum, hafast við þrír hundar og virðist sú tala vera lenskan á bæjum í kring miðað við óhljóðin um nóttina. Er hundarnir gengu til náða skiptu þeir bróðurlega við vini sína hanana sem tóku við með fullri raust. Það er nefnilega þannig hér um slóðir að klukkan fjögur að nóttu upphefst keppni milla allra hananna í þorpinu um hver getur myndað sem mestan hávaða. Okkar hani vann. Meðan á þessum skemmtiatriðum hunda og hana stóð reyndi ég að festa svefn í rúmi sem hefði verið hneppt í gæsluvarðhald vegna almennra óþæginda. Rúmið var þó skömminni skárra en bannsettur kuldinn. Já kuldinn! Hér er nefnilega alveg skítkalt á nóttunni og húsin vel opin til að flugurnar komist sem inn. Ég skalf því alla nóttina í einhverju sem kenndi sig við rúm undir fögrum dúett hunda og hana, vafinn í opið moskítónet. Magnús rumskaði hins vegar ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband