Leita í fréttum mbl.is

9. júlí

Við Magnús vöknuðum misferskir og hófum át. Við skeltum okkur síðan í afríska sturtu sem samanstenur af fötu og vatninu úr henni. Við fórum á röltið með Rufusi og kíktum á þorpið hans. Bananatré út um allt svo maís og annað óæti sé látið ótalið. Húsin eru afar misjöfn að burðum, garður og steypa eru munaður sem er á fárra færi. Börn eltu okkur á röndum og stúlkur áttu erfitt með sig. Ekkert sem kemur á óvart á þeim bænum. Um tíu leytið komum við heim af röltinu og þar beið okkar bílstjóri sem þráði það af öllu hjarta að vera notaður. Við urðum að ósk hans og hófum daginn fyrir alvöru. Við héldum í fílagarð. Þar er barnungum fílum klappað fyrir fé, sem við og gerðum. Að fílaklappi loknu héldum við á fund gíraffana. Þeir voru afar fágaðir í fasi. Við fengum að fæða þá og strjúka að vild og eftir þann forleik skellti ég mér í sleik við einn gíraffann. Hann fílaði það mun betur en ég. Eftir túristatrippið fórum við á matsölustað. Ég átti erfitt með að gera upp við mig hvort ég ætti að fá mér soðinn fílsrana eða gíraffaháls á teini. Hvorugt var til og auðveldaði það piparsteikarvalið töuvert. Það var því afar ánægjulegt þegar að sjá stoltan þjóninn bera mér grillaðan kjúkling eins og ekkert væri eðlilegra. Það var margt eðlilegra, til dæmis að fá bara piparsteikina. Ég át kjúlla og sparaði rækilega þjórféð. Þessu næst skellti ég mér í klippingu og bað um "local style" Hann fékk ég ekki. Að því búnu tók við hápunktur dagsins. Við keyrðum í þorp fyrir utan Nairobi þar sem slatti af Masai-um hafast við og þar skelltum við okkur í göngu um markaði og fátækrahverfi. Við gengum með innfæddum svo við urðum ekki fyrir miklu aðkasti en eitt er víst að þau þúsund sem höfðust við á svæðinu störðu í forundran á hvítu drengina í hlýrabolunum. Vegna fílings í loftinu á svæðinu var þegjandi samkomuleg um að taka engar myndir. Þar af leiðandi eigum við enga sönnun fyrir veru okkar á þessum magnaða stað. Eftir að hafa fullvissað okkur um að við hefðum komist óblóðgaðir aftur að bílnum héldum við heim a leið þar sem okkar beið herramannsmatur og gláp á hið heimsfræga Kenyan Idol. Eftir T-próf og margskonar skekkjumælingarkomumst við að því að það er nákvæmlega jafn slæmt og það íslenska. Við lögðumst uppgefnir í kör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, get ekki beðið eftir næsta degi! p.s. velkominn heim, þurfum að htitast.

Bergdís (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:26

2 identicon

hittast

Bergdís (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Sigurður Eggertsson

Það eru fáir sem ég elska eins og þig Bergdís mín. Hittumst sem allra fyrst

Sigurður Eggertsson, 31.7.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband