Leita í fréttum mbl.is

11 júlí, sá 10 var glataður og hans óþarfi að geta frekar.

Í dag héldum við af stað í ferðalag. Stefnt var norður á bóginn og ætlunin að fara á úlfaldareið með Samburu-mönnum í Maralal. Þetta er talsvert ferðalag og er það tekið í áföngum. Í dag héldum við að Thompsons Fall. Við tókum dvergrútu troðna fólki og sátum í henni góða þrjá tíma eftir hinum gríðarvinsælu vegum Kenya. Það eru holur í holunum á vegunum í Kenya. Vorum stoppuð sex sinnum á leiðinni af hinni spilltu lögreglu landsins. Í hvert skiptið þurfti að múta þeim blessuðum. Það stóð í kenysku dagblaði að löggan í Kenya gæti fengið verðlaun fyrir spillingu. Það þyrfti hinsvegar að múta lögreglumönnum til að taka við þeim. Á leiðinni spjölluðum við við predikara sem hló að þrengslunum og sagði að guð hefði blessað hann með löngum löppum. Lappirnar fóru ekki frá höku hans alla leiðina. Loks komum við að Thompsons Fall. Þetta er staður sem er eins og klipptur út úr nýlendutímabilinu. Allt voða lekkert og evrópskt innan girðingar en utan hennar standa glorhungraðar túristabúðirnar í von um seðilbita til að seðja það sárasta. Náttúra staðarins er þó dýrðleg. Staðurinn ber nafn sitt af gríðar fossi í bakgarðinum. Hægt er að klífa niður að honum og ganga niður með ánni. Við og gerðum. Fossinn er á að giska hundrað metra hár og áin sjálf liðast niður hitabeltisfrumskóginn. Við tipluðum á steinum árinnar í dágóða stund uns ég féll í ána og þrumuveðrið skall á. Þetta tókum við sem tákn og héldum til baka. Þegar við loks komum upp aftur fórum við í flóðhestaleit. "Flóðhestar valda fleiri dauðsföllum í Afríku en nokkur önnur spendýr. Þótt flóðhestar virðist silalegir eru þeir afar árásargjarnir og þola mjög illa óviðkomandi einstaklinga nærri hjörðinni" (Tekið af Vísindavef Háskóla Íslands). Þessar ljúfu skepnur áttu víst að leynast rétt fyrir ofan fossinn. Flóðhestarnir virtust vera feimnir við hvíta manninn því ekki lét hann á sér kræla. Að leitinni lokinni lögðumst við til svefns

Staðreynd um Kenya: Löggum þarf að múta við allar kringumstæður óháð eigin gjörðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband