1.8.2008 | 16:58
12 júlí
Þessi dagur fór í ferðalag og barsetu. Við keyrðum í fjóra tíma á leið til Yare Safari Cluc. Bílstjórinn ók afar greitt á tæpum vegum og rússíbani kom oft upp í hugann. Á leiðinni sáum við fíla, stork, buffala, bavíana, antilópur, sebrahesta, úlfalda og svona þúsund geitur og það bara í vegkantinum. Loks eftir eina eftirminnilegustu bílferð síðari ára lentum við í Yare klúbbnum. Um leið og við stigum inn fyrir skall á þrumuveður með tilheyrandi rigningu og leiðindum. Við vorum því fastir innandyra og þar var lítið við að vera utan billjardleikja. Yfir leikjunum glumdi síðan afrísk popptónlist. Gallinn var einungis sá að aðeins einn diskur var til og hann þótti það góður að hann var spilaður allt kvöldið. Vert er að geta þess að einungis fjögur lög voru á disknum. Læt jafnvel uppáhaldslag mitt inn á tónlistarsplarann við tækifæri. Við fengum loks frið frá tónlistinni er rafmagnið fór af staðnum. Við fórum því snemma í háttinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim! Fylgist með.
Gunnur, frænka þín, ekki hin. (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:47
Líka ég. Þín frænka, Ásdís
Ásdís Thoroddsen (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.