Leita í fréttum mbl.is

14 júlí

Svaf lítið sökum bakverkjar og vætu. Átum morgunmat og fórum að ríða. Ekki höfðum við lengi riðið er við komum að fyrsta býlinu. Sá klukkutími er fór í hönd var eins og sífellt de sja vu. Við komum að býli, út þusti krakkaskari sem veifaði og hrópaði í kór bye bye. Fjöldi býla, enn fleiri börn og ávallt það sama. Við komum um hádegið aftur til Yare og skelltum okkur í mat. Það var bara til kjúklingur og grjón svo við átum það. Eftir át eyddum við dágóðum tíma við billiardborðið þar sem ég vann alltaf Rufus, Rufus Magga og Maggi mig. Aðfæddur rastamaður samkjaftaði ekki allt kvödið og grunur um freðleika gerði vart um sig hjá okkur. Um sex leytið kom hópur fólks á svæðið, alltaf gaman að fá smá kompaní. Fjöldi barna var í hópnum og fóru þau öll, að einu undanskildu, að hágráta þegar þau sáu mig. Eina barnið sem hélt aftur af tarunum tók titrandi í höndina á mér og gaf mér hálft kex. Ég át það.
Í hópnum voru tvær systur sem gerðu sér dælt við mig og spjallaði ég í dágóðan tíma við þær og frændur þeirra um guð. Hvorugt sannfærði hitt en spjallið gladdi alla. Restina af kvödinu var okkur pakkað saman í biliard af kenyskum prestum. Lögðumst undir net um tíu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Issss!  Ég hélt að ég væri að fara að lesa einhvern krassandi pistil í anda Femínasna-ráðskonu með gleraugu og skegg og afleiðingar Baggalútsmannasönglagsins sem hvetur fók til að gera ljótt - þú veist eitthvað dóno.  Svo bara þetta!   Issssss!

Kveðja Björn bóndi   ïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 2.8.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband