12.8.2008 | 23:32
22 júlí-Malindi
Vöknuðum, tékkuðum okkur út, hittum Katana og af stað. Katana býr í Malindi og hjá honum munum við dvelja þann tíma er við verjum í Malindi. Ferðina tók fljótt af og Malindi blasti við. Katana býr í yndislegu þorpi rétt fyrir utan þungamiðju Malindi. Þorpið er hálfgerð sveit, mikið um gróður og hús úr drullu. Þar er gott að vera, fólki virtist líða bærilega og viðmótið er vingjarnlegt. Malindi borginni má hinsvegar skipta í tvennt. Annarsvegar venjulegri afrískri borg,og hinsvegar ítalska hluta Malindi. Í ítalska hlutanum sitja gamlir mafíósarnir, hama í sig rándýrar pizzur og plotta. Við snæddum eingöngu á ítölsku stöðunum eftir fyrstu og einu máltíðina sem okkur var boðið upp á hjá Katana.
Við mættum til Malindi um hádegið og eftir máltíð tókum við rölt um heimahaga Katana. Yndisstaður í einu orði. Við vöktum óskipta athygli barna þorpsins sem eltu okkur á röndum. En í stað gamla góða "how are you" fengum við kveðjuna "ciao" og í kjölfarið fylgdu ítalskar setningar sem við botnuðum ekkert í. Svo vön eru þau orðin mafíósunum ítölsku. Ítalskra áhrifa gætti hvarvetna, eftir nokkra stund á labbinu um gróðri vaxið þorpið breytti gróðurinn um mynd. Í stað banana- og kókostrjánna komu rósatré. Múrveggir, rafgirðingar, öryggisljós og myndavélar. Við vorum greinilega að nálgast ströndina, landsvæði Ítalana. Þar voru risa villur girtar af svo svartir karlmenn héldu sig víðsfjarri. Aðra sögu var að segja af svörtu konunum sem Ítalirnir boðu guðvelkomnar enda í erindagjörðum þóknanlegum mafíósunum. Allar stúlkurnar á svæðinu er ekki bera hring eru falar. Þetta sáum við ekki einungis með eigin augum heldur sagði Katana okkur þetta líka. Svo mikill er fjármunurinn á venjulegri vinnu og "óvenjulegri" að jafnvel hin eðlilegasta húsmóðir er til í ítalskt til að rétta af fjárhaginn.
Við gengum um fallega strönd Malindi og svo um miðborgina. Að langri göngu lokinni átum við með Toni Sopranos og félögum hans. Um kvöldið fór fíkn Magnúsar að láta á sér kræla og var henni svalað með stórtapi á spilavítinu. Að tapinu loknu héldum við á diskó sem eingöngu virtist vera sótt að hórum og mafíósum. Við girntumst hvorugan félagsskapinn og héldum heim á leið. Við skriðum saman upp í lítið rúm og vorum stungnir í svefn.
Við mættum til Malindi um hádegið og eftir máltíð tókum við rölt um heimahaga Katana. Yndisstaður í einu orði. Við vöktum óskipta athygli barna þorpsins sem eltu okkur á röndum. En í stað gamla góða "how are you" fengum við kveðjuna "ciao" og í kjölfarið fylgdu ítalskar setningar sem við botnuðum ekkert í. Svo vön eru þau orðin mafíósunum ítölsku. Ítalskra áhrifa gætti hvarvetna, eftir nokkra stund á labbinu um gróðri vaxið þorpið breytti gróðurinn um mynd. Í stað banana- og kókostrjánna komu rósatré. Múrveggir, rafgirðingar, öryggisljós og myndavélar. Við vorum greinilega að nálgast ströndina, landsvæði Ítalana. Þar voru risa villur girtar af svo svartir karlmenn héldu sig víðsfjarri. Aðra sögu var að segja af svörtu konunum sem Ítalirnir boðu guðvelkomnar enda í erindagjörðum þóknanlegum mafíósunum. Allar stúlkurnar á svæðinu er ekki bera hring eru falar. Þetta sáum við ekki einungis með eigin augum heldur sagði Katana okkur þetta líka. Svo mikill er fjármunurinn á venjulegri vinnu og "óvenjulegri" að jafnvel hin eðlilegasta húsmóðir er til í ítalskt til að rétta af fjárhaginn.
Við gengum um fallega strönd Malindi og svo um miðborgina. Að langri göngu lokinni átum við með Toni Sopranos og félögum hans. Um kvöldið fór fíkn Magnúsar að láta á sér kræla og var henni svalað með stórtapi á spilavítinu. Að tapinu loknu héldum við á diskó sem eingöngu virtist vera sótt að hórum og mafíósum. Við girntumst hvorugan félagsskapinn og héldum heim á leið. Við skriðum saman upp í lítið rúm og vorum stungnir í svefn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.