Leita í fréttum mbl.is

Lofuð mey og leigjandi

Æfingaferðin til Spánar var flott í alla staði en því miður er ég bundinn þagnareið hvað varðar einstaka atburði. Ekki sást ský á lofti allan tíman og hitinn og svitinn var allsráðandi. Skýrt dæmi um hvorutveggja sást er góðvinur minn Ægir Hrafn lauk æfingu. Upp úr skónum hans svampaðist svitinn svo stór blaut spor mynduðust og vísuðu leiðina til hans. Auk þess myndaðist stærðarpollur af svita sem lak úr stuttbuxunum hans sem nota bene voru seinni stuttbuxurnar sem hann brúkaði á æfingunni. Þær fyrri eru ónýtar. Allir voru svo sveittir eftir æfingar að Hjalta Pálmasyni, er svitnar líkt og honum væri borgað fyrir það hér á Íslandi, leið bara eins og hann væri nokkuð eðlilegur þarna úti.

Gróttumenn sem voru okkur samferða í æfingarferðinni urðu sér algjörlega til skammar og táragas og lögregluna þurfti til að leggja þá til svefns síðasta kvöldið á hótelinu. Við vorum hins vegar allir til mikils sóma og höguðum okkur á besta veg. Óskatengdasynir hverrar móður.

Eins og kom fram í síðasta pistli þá var helsti tilgangur ferðarinnar meyjarleit. Hún fannst en til allrar óhamingju var hún lofuð. Þar var illt í efni því slíkan kvenkost hef ég sjaldan litið.

Nú er hann Brendan nokkur að fara að búa hjá mér. Þeir sem til hans þekkja vita hvað bíður mín. Til hinna er ekki kenna manninn, þá er hægt að skrifa bók um þennan dreng. Sögurnar um hann munu lifa líkamsdauða hans og eru þær jafn mismunand og þær eru margar.

Fæstar þeirra eru prenthæfar. 

Hand Brendan

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband