22.10.2008 | 16:50
Kaupþing og kreppuráð
Sæll Hreiðar Már minn. Nú blasir við þér bláköld kreppan og þá eru góð ráð dýr. Hér eru ráð sem ég og Brendan sambýlismaður minn höfum notast við og er það einlæg ósk mín að ráðin nýtist þér sem best.
Brendan keypti nefnilega 2 kíló af bjúgum sem hann eldaði í hvert mál en nú nýlega fékk ég nóg og verslaði mér hest okkur til góða. Það er nefnilega ekki bragðið sem telur á þessum tímum heldur aurarnir.
Brendan svöngum býður mér,
bjúgu alla daga.
Byrlar hann þau, brytjar, sker,
brjóskið þarf að saga.
Bölvuð mig nú bjúgun trylla,
er boðin eru oss.
Betur myndi belginn fylla,
ef borðað væri hross.
Hér er hagráð fyrir þig
ef hafa skuldir vaxið
Hestana má hakka í sig
hófa, tagl og faxið.
Ef fjárhagurinn farinn er
fjandans til á skeri
Þá fullnægir og fróar þér
falleg lítil meri
Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel af sér vikið
Sólrún (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 23:46
Flottur,
vildi bara kvitta þar sem þú varst eitthvað að kvarta í gær
Davíð Ólafs (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.