28.10.2008 | 22:09
tvístruð athygli skilar litlu
Ég hef komist að þeirri leiðu niðurstöðu að það er ógjörningur að vera með fókusinn á mörgum stöðum í einu. Það þarf að einbeita sér að einhverju ákveðnu til að verða algjört æði í því. Þetta eru gömul vísindi fyrir flesta en ný fyrir mig. Ég hef alltaf talið mig geta púllað að hafa athyglina út um allar trissur og allt reddist að lokum. En nú loksins skil ég að það er bara ekki breik. Maður verður svona semi í öllu, í besta falli. Oft er maður í skítnum í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Ég er tildæmis búinn að vera frekar glataður á flestum vígstöðum, vinnu, skóla og bolta. Það er helst að ég hafi staðið mig á dansgólfinu niðrí bæ. En ég vona það innilega að þegar þessari blessuðu gráðu minni líkur um áramótin taki við betri tíð. Ég trúi ekki öðru en að bolti og vinna ætti að sleppa. Nema blessuð kreppan fari að spila eitthvað inn í reikningsdæmið. Oohh hvað ég er annars skotinn í þessari kreppu. Syndaflóð. Vonandi breytir ástandið þeim hugsunargangi sem hefur verið ríkjandi um hríð í þessu þjóðfélagi og önnur gildi taka við af neyslugildunum. FJölskyldugildi og náungakærleikur er það sem koma skal.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt til að bæta við þá hef ég ekkert getað einbeitt mér að skapandi skrifum á Gleðigjafann og hefur hann ekki staðið undir nafni upp á síðkastið. Það er von okkar allra að honum takist að rétta úr kútnum og gleðja á ný. Það gengur náttúrulega ekki að það markverðasta í lífi mínu séu Brendan og bjúgun hans!
Sigurður Eggertsson, 28.10.2008 kl. 22:54
Er Brendan með mörg bjúgu?? Getur hann þá ekki sýnt af sér tvöfaldan náungakærleik þessi elska eða er ég að misskilja "inntakið" hjá þér??
Þórður kollegi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.