31.10.2008 | 14:34
Ógeðslega ríkur
Það kemur jafnvel upp á bestu bæjum að hugmyndaflugið virðist vera uppurið um stund. Sökum anna hef ég hvorki tíma né þrek til að hugsa upp ný og skemmtileg skrif handa alþýðu Íslands. Þykir mér það synd en lítið annað hægt að gera en að viðurkenna vandann og takast á við hann. Það er ég viss um að skáldskapargyðjan fari aftur að reyna við mig í fyllingu tímans og nýjar og spennandi færslur líti dagsins ljós. En þar sem hún liggur nú undir öðrum pennum hef ég úr litlu að moða og set því video af mér meir spennandi fólki á síðuna. Hér er til dæmis eitt afar skemmtilegt video, ég er þó kannski ekki dómbær sökum tengsla við flytjanda en hva...
http://www.tonlist.is/Video/MusicVideo/1319/eggert_thorleifsson/ogedslega_rikur/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.