5.11.2008 | 23:11
Margt er manns gaman
Var á reunioni um helgina og allt hið ágætasta um það að segja. Fólk hafði lítið breyst og sama stéttskipting ríki og gerði í Austurbæjarskólanum fyrir 10 árum. Rifjuð voru upp fjöldi atvika og sagna sem glöddu viðstadda. Ein sagan vakti þó sérstaka hrifningu og reyni ég að koma henni klakklaust hér til skila;
Þannig var mál með vexti að íslenskutímar voru kenndir í bíósalnum og sátu báðir bekkirnir þá tíma. Bíósalurinn var hallandi og fremst var stórt svið. Á sviðinu var púlt þar sem kennarinn athafnaði sig en til hliðar við púltið var flygill. Eitt sinn sátum við í tíma og hlustuðum á Kjartan íslenskukennara þylja upp eitthvað íslenskutengt. (Kjartan þessi er faðir Sigurjóns Kjartanssonar Tvíhöfða og ágætiskennari í alla staði þrátt fyrir að hafa haft tilhneigingar til að vera nokkuð fýlugjarn.) Núnú, í miðum tíma vill svo til að kókdós rúllaði niður salinn á mili sætaraðanna og myndaði töluverðan skarkala sem varði lengi því það tók dósina ágætistíma að komast alla leið niður. Vakti þetta einstaka kátínu nemenda og eftir tímann var sammælst um að allir skildu mæta með kókdósir í næsta tíma. Liðu nú dagar og komið var aftur að íslenskukennslunni í bíósalnum. Ótrúleg samstaða hafði náðst um kók-kaup þennan dag og flestir nemandanna mættir með dósir í tösku. Ekki var liðið langt á kennslustundina er fyrsta dósin tók að rúlla niður salinn. Henni fylgdu tylftir dósa og hávaðinn eftir því. Nemendu á fyrsta bekk tóku svo að sér að færa þær dósir sem komnar voru alla leið niður aftur upp í efstu sætaröð. Þetta gekk í smá tíma og reyndi Kjartan að hafa hemil á nemendum sínum. En allt kom fyrir ekki því hlaupið var æði á nemendur sem nutu nýfengis frelsis frá hefðbundinni kennslu til hins ítrasta. Tók þá Kjartan, sem var fyrrverandi orgelspilari, til þess þjóðráðs að hætta að reyna að kenna eða halda uppi aga og þess í stað spila lag á flygilinn. (Hvaða lag það var get enginn rifjað upp.) Upphófust þá súríalískar aðstæður sem ég á bágt með að trúa að eigi sér hliðstæðu í skólasögu landsins. Í stað þess að rúlla dósunum niður salinn fóru nemendur að henda dósunum í Kjartan sem sat sem fastast við flygilinn og hélt ótrauður áfram að spila. Eftir að dósunum hafði rignt yfir gamla manninn í dágóða stund við undirleik hans sáu nemendur smám saman að sér og létu sig hverfa úr salnum.
Eftirmálar þessa máls voru þær að Kjartan sagði starfi sínu lausu og það þurfti undirskrift allra nemenda beggja bekkjanna til þess að fá hann til kennslu að nýju. Ég skrifaði nafn mitt og bætti því við í einskærri góðvild að hann ætti svo sannarlega að mæta aftur því ég elskaði hann af öllu mínu hjarta. Þetta var túlkað sem hæðni og ég kallaður á fund með skólastjórnendum vegna ummæla minna. Ég, sem hafði haft mig hve minnst frammi í dósagleðinni góðu. Að sjálfsögðu mætti ég með mína dós en sver það af mér að hafa fleygt henni í íslenskukennara minn hann Kjartan. Ég bíð þess í ofnæmi að lenda í svipuðu nú þegar ég starfa sem kennari í Hagaskóla.
Þannig var mál með vexti að íslenskutímar voru kenndir í bíósalnum og sátu báðir bekkirnir þá tíma. Bíósalurinn var hallandi og fremst var stórt svið. Á sviðinu var púlt þar sem kennarinn athafnaði sig en til hliðar við púltið var flygill. Eitt sinn sátum við í tíma og hlustuðum á Kjartan íslenskukennara þylja upp eitthvað íslenskutengt. (Kjartan þessi er faðir Sigurjóns Kjartanssonar Tvíhöfða og ágætiskennari í alla staði þrátt fyrir að hafa haft tilhneigingar til að vera nokkuð fýlugjarn.) Núnú, í miðum tíma vill svo til að kókdós rúllaði niður salinn á mili sætaraðanna og myndaði töluverðan skarkala sem varði lengi því það tók dósina ágætistíma að komast alla leið niður. Vakti þetta einstaka kátínu nemenda og eftir tímann var sammælst um að allir skildu mæta með kókdósir í næsta tíma. Liðu nú dagar og komið var aftur að íslenskukennslunni í bíósalnum. Ótrúleg samstaða hafði náðst um kók-kaup þennan dag og flestir nemandanna mættir með dósir í tösku. Ekki var liðið langt á kennslustundina er fyrsta dósin tók að rúlla niður salinn. Henni fylgdu tylftir dósa og hávaðinn eftir því. Nemendu á fyrsta bekk tóku svo að sér að færa þær dósir sem komnar voru alla leið niður aftur upp í efstu sætaröð. Þetta gekk í smá tíma og reyndi Kjartan að hafa hemil á nemendum sínum. En allt kom fyrir ekki því hlaupið var æði á nemendur sem nutu nýfengis frelsis frá hefðbundinni kennslu til hins ítrasta. Tók þá Kjartan, sem var fyrrverandi orgelspilari, til þess þjóðráðs að hætta að reyna að kenna eða halda uppi aga og þess í stað spila lag á flygilinn. (Hvaða lag það var get enginn rifjað upp.) Upphófust þá súríalískar aðstæður sem ég á bágt með að trúa að eigi sér hliðstæðu í skólasögu landsins. Í stað þess að rúlla dósunum niður salinn fóru nemendur að henda dósunum í Kjartan sem sat sem fastast við flygilinn og hélt ótrauður áfram að spila. Eftir að dósunum hafði rignt yfir gamla manninn í dágóða stund við undirleik hans sáu nemendur smám saman að sér og létu sig hverfa úr salnum.
Eftirmálar þessa máls voru þær að Kjartan sagði starfi sínu lausu og það þurfti undirskrift allra nemenda beggja bekkjanna til þess að fá hann til kennslu að nýju. Ég skrifaði nafn mitt og bætti því við í einskærri góðvild að hann ætti svo sannarlega að mæta aftur því ég elskaði hann af öllu mínu hjarta. Þetta var túlkað sem hæðni og ég kallaður á fund með skólastjórnendum vegna ummæla minna. Ég, sem hafði haft mig hve minnst frammi í dósagleðinni góðu. Að sjálfsögðu mætti ég með mína dós en sver það af mér að hafa fleygt henni í íslenskukennara minn hann Kjartan. Ég bíð þess í ofnæmi að lenda í svipuðu nú þegar ég starfa sem kennari í Hagaskóla.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, þetta er góð saga! Þetta myndi sóma sér vel sem atriði í bíómynd. Skrýtnasta staða sem ég man eftir var þegar bekkurinn minn (í 9. bekk minnir mig) ákvað að fela sig inn á klósetti sem var inni í kennslustofunni, þegar kennarinn skrapp aðeins út úr stofunni. Það var frekar súrt að vera 25 krakkar inn á einu klósetti. Nema hvað að kennarinn kom ekki aftur fyrr en 10-15 mínútum seinna þ.a. það var orðið frekar loftlaust undir lokinn! :)
Hlynur (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.