11.12.2008 | 17:44
ljóð á dag kemur skapinu í lag
Er að pæla í að henda inn einu ljóði á dag (kannski viku ef ég finn ekki fyrir miklum stuðningi). Ljóðin eru bæði gömul og ný og hafa sum birst áður hér á síðunni. Með þeim fylgja ef til vill skýringar á tilefni ljóðsins hverju sinni. Flest ljóðin standast ströngustu kröfur, þ.e. atkvæðafjölda, stuðla, höfuðstafi og rím en einstaka fara flatt á því.
Það fyrsta í röðinni var ort til Ívars vinar Þorbjörns. Átti hann þrítugsafmæli og það eina persónulega sem ég fékk að vita um drenginn áður en ég byrjaði var að hann væri mikill kvennaljómi en ætti erfitt að haldast á þeim blessuðum.
Ívar hann er engum líkur,
Allir kunna vel við hann
Hefur legið hundrað tíkur
Handbragðið á konum kann
Ívars skaufi skapar hita
Skellir sér í blómin bleik
Því að eins og allir vita
alvanur í ástarleik
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe Keep it up Siggi!!
Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:16
Þú ert nú meiri kallinn Siggi
Þorbjörn, vinur Ívars (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.