26.5.2009 | 19:09
Að hjóla í vinnuna- mótljóð við slíkri vitleysu.
Nú er í gangi hið æsispennandi prógramm Hjólað í vinnuna og keppast samkennarar mínir um að ausa hjólaferðir lofi. Nú er ég raunsýnn maður og vil ég veita þeim örlitla innsýn í þann harmleik sem í raun býr á bak við þá ákvörðun að stíga á hjólfákinn.
Á Ísalandi enginn fer
út með réttu ráði að hjóla
Það fólk sem hjóli fögnuð ber
fylgdist ekki með í skóla
Að detta þvílík della í hug
að drattast út og upp á hjólið
Því veðrið á þér vinnur bug
og vondur hnakkur skaðar tólið.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.