Leita í fréttum mbl.is

Stutt í betra líf....

Talið er að allt að tvö hundruð hafi getað látið lífið í flóðinu mikla í kjallaranum okkar. Þessar tvöhundruð manneskjur hefðu einungis þurft að taka strætó frá Arhus, banka uppá í kjallaranum, leggjast flöt á gólfið með andlitið í steypunni og bíða þess sem verða vildi. Til allrar hamingju tóku allir rangan strætó og enginn fórst í þessum skelfilegu hamförum. En þar með er ekki sagt að við getum snúið arftur til eðlilegs lífs, ónei. Öll gólfteppi eru ónýt og einhver ógeðislykt hefur hreiðrað um sig í kjallaranum svo hvítu millistéttarfólki er þar allsólíft. Við erum því aftur komin til Bjargar (skemmtilegt nafn með tilliti til þess að hún kemur okkur alltaf til bjargar). Hér verðum við þar til á föstudaginn þegar við flytjum okkur upp um fjórar hæðir í nýja slotið. Það er merkilegt nokk bara nokkuð fínt skal ég segja ykkur. Ég er samt komin með magasár af kvíða vegna flutninganna, nógu erfitt er að ganga upp þennan fimm hæða þrönga gang en að hafa sófasett á bakinu að auki er ekki jafn spennandi viðbót við þetta ferðalag og hún hljómar.

Við kepptum á móti Skjern um helgina og gerðum jafntefli 13-13. Þetta jafntefli átti sér þó aðeins stað í fyrri hálfleik og er það samkvæmt reglum ógilt jafntefli. Það telur víst aðeins ef allur leikurinn er uppurinn. Sú var ekki reyndin í þessu jafntefli. Við töpuðum sem sagt. Ég var fínn í fyrri en ekkert spes í seinni.

Svo að endingu vil ég óska Valsmönnum til lukku með einstakt tækifæri á að verða þrefaldir Íslandsmeistarar á einu ári. Ekki amalegt ef raunin verður sú.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Þú hefur of mikinn frítíma!! Sem er reyndar fínt, þá hef ég eitthvað að gera á meðan ég sit í leiðinlegum tímum í skólanum!!  

Bjarney Bjarnadóttir, 24.9.2007 kl. 13:04

2 identicon

Gúbbí gúbbí

Hjalti (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:01

3 identicon

Sæll Siggi minn, hvað er símanúmerið hjá þér þarna úti? Símanum mínum var stolið.

 koss og knús

Magnús Björn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:32

4 identicon

Hver er summan af einum og þremur?.... létt þennan morguninn!

En að öðru, við Valsmenn virðumst sakna þín ógurlega...

...bara svona ef þú hefur ekkert að gera.

 Kv.

Hjalti pussa

Hjalti (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Sigurður Eggertsson

sæll maggi, númerið mitt þessa stundina er 50458839 en ég fer bráðum að skipta um númer. Set það á síðuna er það tekur við.

Hjalti, það er verið að tala um það að fljúga með mig í leiki til að koma skútunni aftur á flot. Ég er enn að hugsa málið.

Sigurður Eggertsson, 27.9.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1214

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband