Leita í fréttum mbl.is

26 júlí

Sváfum út og skelltum okkur síðan á Bella vista og báðum um það sama og vanalega. Fátt eðlilegra en að fá sér piparsteik í morgunmat. Eftir matinn fór Magnús í sólarbað en ég röti um gamla bæinn og markaði hans. Þar hitti ég gamlan mann sem tók mig upp á sína arma og gerðist leiðsögumaður minn. Með honum rölti ég um allt og hann fræddi mig um staðarhætti. Flottar búðir með arabísku ívafi voru á hverju strái og fékk ég græðgisglampa í augað, það hægra. Ég hélt heim og tældi Magnús með mér í búðarráp. Við versluðum klæði eins og enginn væri morgundagurinn og földum síðan fenginn upp á hótelherbergi. Að því loknu píndum við okkur á Bela vista og pöntuðum skammtinn okkar. Að áti loknu fórum við upp á hótelherbergi og fórum í slag undir moskítónetum. Eftir að hafa tekist hraustlega á og rifið bæði netin rotuðumst við. Ég með glóðarauga og sprungna vör, Magnús með auman úlnlið og tár á kinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1160

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband