Færsluflokkur: Menning og listir
20.8.2007 | 22:02
Þetta gleður...
Sjaldan hef ég verið talinn til velunnara Eggerts nokkurs föður míns og því síður aðdáenda en þetta vakti þó hjá mér nokkra kátína. Mæli endilega með þessari stuttu klippu með pabba að ræða um nýjustu mynd sína.
http://youtube.com/watch?v=z-7SQyRfzy4
þ.t.n. fokk off
s.l.g.
20.8.2007 | 21:22
Leiðist mér að lifa, langar til að deyja...
Þennan upplífgandi fyrripart setti Jón móðurbróðir minn saman hérna um árið og hefur engum tekist að botna svo vel þyki. Ég hvet hagmælta lesendur endilega að reyna sig. Mér fannst þessi fyrripartur vel við hæfi hæfi nú þó ég geti ekki sökum glaðlegs eðlisfars tekið alveg undir hann. Það vill nefnilega svo til að ég finn mér ekki mikið til dundurs hér í Skanderborg annað en að tölvu og matvæli. Hvorutveggja brúka ég í töluverðu óhófi. Sökum líkamsleiða get ég ekki gert mikið, nei annars, get ég ekki gert neitt aukalega til að bæta mig boltalega séð og um leið andlega séð og því líður tíminn virkilega hægt hér um slóðir.
En ég ætlaði ekki að nota þennan pistil í að barma mér, ekki eingöngu. Ég ætla líka að segja að ég sakna vina minna alveg ótúlega mikið, nema kannski Sveppa. Og fjölskyldu ekki síður, hvað þá kærustu. Maður veit nefnilega ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur og sjaldan er ein báran stök í þeim efnum. En á móti kemur að betri er utanför en útför, betra er að standa á eigin fótum en annarra, betra er að sofa hjá en sitja hjá og ekki dugir að drepast. En síðan má ennfremur segja að illu er best ólokið. Af þessu má skynja að ég er ekki alveg sjor með mál mín. En það reddast. Ég meina, það er betra að fara á kostum en að fara á taugum og vonast ég eftir að hið fyrrnefnda verði raunin hjá mér að lokum. Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.
Djöfulsins rugl er þetta orðið, svona er þetta þegar enginn er til staðar að stöðva mig. Enginn sem tekur í hönd mína og mælir; hættu þessu rugli Siggi minn, það skilur enginn hvert þú ert að fara með þessu.
þangað til næst, fokk off
siggilitligledigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2007 | 10:04
Ungur drengur í háöldruðum líkama
Hef ekki verið meðhöndlaður af sjúkraþjálfara, nuddara, hnykkjara né trylltum nálastungukínverja í núna tvær vikur og skrokkurinn þegar farinn að kvarta hástöfum. Ég var hálfónýtur í bakinu áður en ég fór út en blessað bakið hefur ekki gert mikið annað en að ná áður ókunnum hæðum í ónotalegheitum síðan ég kom hingað. Ég hef nú þegar þurft að sleppa einum æfingaleik sökum þess en ef, ó bara ef það væri það eina væri ég sæll maður. En nei. Þar sem ég spilaði ekki mjög mikið á móti Aarhus þá fannst þjálfaranum það heillaráð að láta mig spila tvo leiki með b-liðinu sem voru með fjögurra mínútna millibili. Ekki nóg með að spila tvo leiki í röð þá fór ég í leikina alveg úrvinda eftir erfiða æfingu þá um morguninn. Sem sagt, tæpir fjórir tímar af handbolta og þriggja tíma seta í bíl á, ja átta tímum. Þetta gerði það að verkum að vinstra hné mitt, sem hefur ekki verið að vinna titla sem vinsælasti líkamshlutinn síðaustu tvö ár, varð virkilega tussulegt. Hnéð fylltist af vökva og viti menn, líka það hægra! Hægra hnéð hefur nú látið friðsamlega í þau fimm ár sem liðin eru frá síðasta uppskurði á því en svo bregðast krosshné sem önnur...
Gaman að þessu.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
19.8.2007 | 10:45
Lífið í D.K. só far
Þar sem ég tími ekki að hringja heim og enn síður tímir neinn frá Íslandi að hringja í mig þá eru fáir sem vita hvernig komið er fyrir mér í þessum töluðu orðum. Viti menn, lagði ég upp í þessa heimsreisu á Sunnudagsmorgunn eftir Jón Ólafs. Ég fékk að gista hjá þjálfara Skanderborg og konu hans fyrstu nóttina. Daginn eftir var ég í Aarhus að skoða mig um, klassabær, pakkað af kaffihúsum, verslunum og smukke piger. Í Aarhus gæti ég vel unað mér. Köben finnst mér of stór borg, maður týnist bara, og eins og flestir vita var Reykjavík orðin helst til of lítil fyrir svona fáránlega frægan gaur, eins og Jón Ólafs. Aarhus er þarna mitt á milli og lýst mér vel á að stofna þar lítið heimili með frúnni og börnum þeim sem við getum platað með okkur heim af götunni.
Eftir daginn í Aarhus var fyrsta æfing sem gekk bara bærilega. Eftir æfinguna fór ég heim með einum gaurnum sem býr í Skanderborg og fékk að deila með honum húsnæði, fæði og barnshafandi konu. Það var vel. Þau bjuggu vel að mér og sýndu mér hlýju og ástúð í alla staði og munu þau ávallt eiga stað í hjarta mínu. Bjó ég hjá þeim í fjóra daga. Á þessum fjórum dögum spiluðum við tvo æfingarleiki, fyrst gegn einhverju skítaliði úr annarri deild og síðan gegn Aarhus sem er eitt af bestu liðum D.K. Skemmst er frá því að segja að við töpuðum fyrir skítaliðinu en unnum Aarhus. Mjög eðlilegt. Spiluðum eins og selir í fyrri leiknum og leist mér satt að segja alls ekkert á liðið, var kominn með bakþanka aftan á Fréttablaðinu. En eftir Aarhus leikinn þá lifnaði aðeins yfir mér. Skanderborg liðið spilar 3-3 vörn því enginn er yfir einn og ekkert þarna. Á annarri æfingu var ég settur á miðjuna í 6-0 vörn. Fyrir þá sem ekkert vita um boltaleik þann er ég iðka þá er sá staður einungis ætlaður tröllum og öðrum minna þroskuðum mönnum eins og aðdáendur Nýrrar danskrar vita.
Viti menn, er ég nú kominn í eigið húsnæði og mun búa hér í viku uns við höldum til Spánar í æfingarferð. Þetta húsnæði er 160 fermetrar, með fimm herbergjum og af svölunum horfir maður yfir vatnið. Þetta var eitt af því sem ég saknaði frá Val. að koma til mót við kröfur leikmanna. Hér bý ég semsagt og hef ekkert að gera nema vafra um í villunni minni og reyni að fullvissa mig um að svona stórt hús komi í stað þeirrar hamingju sem ég átti svo greiðan aðgang að á heimaslóðum. Svona hlýtur alvöru millum að líða.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
18.8.2007 | 18:58
Núnú, Danmörk!
Helsta ástæða veru minnar hér er að stelpan mín er að fara að læra eitthvað (hún er oft búin að segja mér það) og ekki gat ég bara setið heima með hendur í skauti. Enn sannast hið fornkveðna; Ást til einnar stúlku gefur manni meir en tíu klámmyndir til samans. Ekki skal ég deila um sannleika þessa.
Ég ætla mér nú líka að gutla í boltaleik og hver veit nema ég vinni eitthvað til að borga fyrir allar Debenhams-ferðir mínar. En stærsta skrefið er án efa að fara að búa, aleinn og án fjölskyldu og vina. (Tinna verður nú samt á staðnum geri ég ráð fyrir)
Ég mun babla eitthvað um hvernig gengur og soleis og hver veit nema inn á milli leyniast færslur með nokkurri kímni vel falinni. Einnig ætla ég að birta alla pistla Fagmanna í Fóðurleit sem ég og Þorbjörn Sigurbjörnsson skrifuðum fyrir Fréttablaðið síðastliðinn vetur og var vel fagnað af öllum, ja nema forsvarsmönnum Fréttablaðsins sem ráku okkur, tvisvar!
Þar til næst, fokk off
siggilitligledigjafi
12.9.2006 | 17:56
Björgum Róberti Óla Skúlasyni frá glötun!
Sæl öll. Nú er svo komið að einn af mínum albestu vinum er á góðri leið til glötunar. Róbert Óli er drengur sem á stað í hjarta okkar allra og það er því vissulega sárt að sjá manninn dauðadrukkinn hverja einustu helgi, báða dagana! Það eru greinileg merki alkahólisma þegar menn drekka sig ofurölvi í hvert einasta sinn, muna ekkert en geta þó ekki sleppt úr helgi.
Þó vissulega hafi flestir mikla ánægju af því að djamma með Robba, sem er manna skemmtilegastur áður en hann dettur út af blindur af drykkju, en þó er það skilda okkar allra sem teljast vinir hans að grípa í taumana áður en það verður of seint.
Róbert vantar allan sjálfsaga og því ómögulegt fyrir hann að temja sér nýja og betri siði upp á eigin spýtur. Hann þarf hjálp og ég legg það til að við leggjumst öll á eitt og finnum honum góða ástæðu til að snúa við blaðinu. Og með snúa við blaðinu á ég ekki eingöngu við drykkju heldur þann ólifnað allan sem hann hefur tamið sér, vill vera án en getur ekki breytt.
Ég vil biðja alla þá sem þykir vænt um Robba og vilja hjálpa honum að ná upp sjálfsaga og sjálfsvirðingu að leggja á hann áheit. En þau áheit eru háð skilyrðum sem Róbert verður að uppfylla:
1. Róbert má ekki drekka áfengi í 3. mánuði.
2. Róbert má ekki reykja eða taka í vörina í 3. mánuði.
3. Róbert verður að taka sig á í matarmálum, hann má ekki borða skyndibita eða nammi og ekki drekka gos nema um helgar.
Þetta eru 3. skilyrði sem Róbert verður að uppfylla til að fá þau áheit sem á hann eru lögð. Ef hann nær eingöngu að standa við áfengisbindindið fær hann helming.
Ég ætla að koma með fyrsta áheitið á Robba og lofa að ég mun leggja inn á hann 25.000kr ef hann stendur við þennan samning. Vissulega ágætissumma en það verður að taka það með í reikninginn að ég hef þekkt manninn frá sex ára aldri. Ég reikna með að fólk heiti á Robba fyrir um 1000.kr til svona 5000kr.
Ef þið viljið heita á Robba þá commentiði við þessari færslu og setjið inn nafn og upphæð.
Endilega látið vini hans vita þar sem ég er þeim ekki öllum kunnugur.
( Og að sjálfsögðu ef allir vinir hans vita af þessu þá er erfitt fyrir hann að svindla, njósnarar á hverju strái)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar