Færsluflokkur: Menning og listir
11.9.2007 | 12:38
11. sept. Hefnd sem hefnt var.
Ég, eins og flestir aðrir, man vel eftir flugvélunum og öllu fjörinu sem fylgdi þeim á þessum umtalaða degi. Þó fæstir segðu það upphátt var þetta ótrúlega magnað sjónarspil.
Ég man að ég sat við sjónvarpið með manni mér fróðari sem sagði um þennan atburð; "Fyrst þetta þurfti að gerast þá er þetta sanngjarnasti staðurinn í heiminum til að gerast á. En staðsetningin er þó jafnframt sú versta staðsetning sem fundist getur í heiminum sé miðað við afleiðingarnar. "
Þetta reyndist rétt. Þessari hefndarárás á BNA fyrir yfirgang og óréttláta hegðun þeirra í utanríkismálum fylgdu svo sannarlega afleiðingar. Hefndin var ýkt eins og flest sem kemur að frá Heimsveldinu og enn er ekki hægt að sjá fyrir endan á henni. En sé aðeins talið í mannslífum, en ekki ómetanlegri arfleifð og upplausn heillra ríkja, þá er meir en hundrað-faldur munur á milli hefndanna tveggja. Og munurinn stækkar með degi hverjum.
En þau hundruð þúsunda sem fallin eru sökum síðari hefndarinnar bögga okkur ekki mikið. Það er eins og mannslíf telji minna séu þau annarrar trúar eða tilheyri annarri menningu.
Allavega fer það meira í taugarnar á okkur að fá ekki lengur að taka diet-kókið með í flugvélina.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt 13.9.2007 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2007 | 20:11
siggalög-ferskur blær á annars ferskt blogg
Ákvað að skella inn lögum sem ég hef samið í gegnum tíðina. Byrja reyndar á lagi sem ég á aðeins textann að en hva... það gleður engu að síður.
Lagið heitir Valsstúlkur léttar í lund og fjallar um stelpurnar í meistaraflokk kvenna. Lagið lýsir samskiptum mínum við þær í gegnum tíðina og er engu skotið undan.
Þetta lag var frumflutt á jólahlaðborði Vals fyrir einu og hálfu ári síðan og vakti mikla lukku, sér í lagi hjá þeim stúlkum sem fengu þann heiður að vera getið í textanum.
Endilega kommentið á hvernig ykkur lýst á.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
6.9.2007 | 15:27
Svefnvana nótt í boði jaxls. (Skemmtilega óþjált orð; jaxls.)
Hef ég farið mikinn í sjálfsvorkunn undanfarið og ekki er á það bætandi. En það mun ég engu að síður reyna. Ég svaf sem sagt ágætlega í nótt, frá fimm til sjö. Annars svaf ég ekki. Hví? Það er löng saga að segja frá því. Hún hefst svo...
Nú hef ég látið það fara algjörlega framhjá mér að svo mikið sem hugsa um að tannlækningar séu yfir höfuð til sem starfsgrein í sex ár. Fór nefnilega fyrir sex árum til tannsa og hann sagði að það væri slatti af holum og þær myndu kosta mig enn meiri slatta af seðlum. Jáhá! Svo mikið! sagði ég og þakkaði pent fyrir mig og lét mig hverfa inn í land áts og trausts á tannburstann. Þar lifði ég í vellystingum í sex ár eða þangað til bróðir Þorbjörn sagðist vera sammæðra ( og samfeðra ef út í það er farið) tannlækni nokkrum. Hans skyldi ég halda til áður en til syndaflóðs kæmi í kjafti mínum.
Viti menn, hélt ég af stað með nesti og nýja..... á fund tannsans með angur og ótta í huga. Þegar þangað var komið kom í ljós að allar mínar áhyggjur voru byggðar í Tyrklandi með von um að jarðskjálftar væri löngu liðið fyrirbrigði. Tannlæknirinn uppfylldi allar mínar leyndustu þarfir og ekki bað hann um mikið í staðinn. Fór ég frá honum veltenntur og vænn í lund og vel í stakk búinn til að takast á við máltíðir dagsins. Áður en ég fór hvíslaði Tannsinn að mér; "Það gæti verið að tönnin með stóru skemmdinni yrði þér til trafala vegna hve nálægt rót var farið. En vér vonum ei. Mundu svo að nota tannþráð." Með þessi viðvörunarorð á bak við eyrað hélt ég af stað út í heim.
Nú á mínum síðustu og verstu tímum, þegar allt sem úrskeiðis gæti farið er lagt af stað fyrir löngu, fæ ég tannpínu í þokkabót. Ég hef aldrei með allar mínar skemmdir fengið tannpínu en um leið og ég geri við tennurnar þá ákveður hún að láta á sér kræla. Nóttin var alveg meiriháttar, stanslaus vanlíðan og skemmtilegheit og verulega vandaður tveggja tíma svefn.
Ákvað ég því í morgunn að hringja á DansTans og vita hvort það væri breik á lagfæringu á þessari kvöl minni og viti menn, klukkan tre var einmitt laus tími. Þá laust mig sú hræðilega staðreynd að ég er ekki enn kominn með danska kennitölu og verð því að borga allt heila klabbið án þess að fá aðstoð frá þeim Anders Fogh Rasmussen og félögum. Danska kennitalan mín er reddý eftir viku en ekki get ég beðið svo lengi í því ástandi sem ég er í. Svo ég skunneði mig af stað til DansTans með þá von í brjósti að einhversstaðar í Danaveldi (og þá sér í lagi á tannlæknastofunni) finndist sá Dani sem gæti farið á sveig í kringum reglur.
Núú, mætti á tannlæknastofuna og þeir tjáðu mér þar til ómældrar mæði að þar sem ég væri ekki með kennitölu yrði ég að borga alveg hreint endalaust. 5000 danskar heyrði ég nefnt og féll þá nærri í ómegin. En kraftaverkin gera ekki boð á undan sér. Niður af himnum steig engill (ólafsson) og mælti á hinu ylhýra; Sigurður, gjörðu svo vel. Var þar barasta ekki kominn Íslendingur sem var aðstoðarkona tannlæknisins, tannlæknis sem ég hafði valið af meira handahófi en góðuhófi gegnir. Engillinn hlustaði á harmsögu mína og útskýrði fyrir DanTansanum hvernig fyrir mér var komið. Og ekki stóð þá á almennilegheitunum. Ég á bara að koma þegar ég er kominn með kennitölu og þá skrifa þeir reikninginn. Þeir hinkra bara með að skrifa hann, mjög danskt, einmitt!
Þannig að nú er búið að taka rótina úr tönninni og ég er alheill. Einnig erum við Tinni búin að versla dýnu sem gælir við mann eins og tælensk nuddkona á meðan svefni stendur. Allt er farið að reddast þó enn vanti talsvert upp á að vel sé. En batnandi manni er best að lifa.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
4.9.2007 | 09:37
Aleinn í Afríku eða lúin á leigumarkaði
Þó það hafi vissulega verið notalegt að komast í kæfandi hitann tók ferðin nokkuð á taugarnar. Það var nefnilega mjög mikill frítími og ekkert hægt að fara. ekkert hægt að gera. Danirnir voru mest í því að sötra öl og kjafta og reyndi ég eftir megni að þreyja með þeim en það verður afar lýjandi með tímanum að reyna að skilja hvað fer fram. Þar af leiðandi var ég mikið einn á röltinu, einn á rölti í Afríku eins og segir í laginu Einn á rölti í Afríku. Það hefði svosem verið ágætt hefði verið eitthvað áhugavert á staðnum en svo var ei. Einnig fyrirfórst það hjá mér að koma með bækur og tónlist svo ég var allslaus á flakki mínu um auðnina.
En það dugar ekki að gráta það, nú er ég kominn aftur til D.K. og það sem meira er, kominn aftur til hennar Tinnu Stinnu. En það er þó ekki tekið út með sældinnni einni að verja tíma með stúlkunni því við húkum hér á heimili vinkonu hennar og deyjum hægt og hægt innra með okkur. Ekki svo að skilja að gestrisninni sé ekki fyrir að fara heldur er þetta frekar lítil íbúð og ég og Tinni sofum í stofunni á ógeðisloftdýnu sem skemmtir sér allar nætur við að þrýsta lúnum bökum nær sársaukaþolmörkum sínum. Maður sefur illa og vaknar ver og vakir með þá hugsun að geta sofið á ný. Þetta er ekki tilvera sem ég þrái til lengdar. Og vonandi verður bæting á högum okkar sem fyrst.
Við fáum stúdentaíbúð þann 14. okt. og þangað til eigum við bara að lifa á guði og gaddinum. Við vonumst til að geta leigt íbúð í þessar rúmu fimm vikur og ég vona að liðið geti hjálpað eitthvað í þeim málum. Og ef það gengur upp sjáum við fram á bjarta tíma. Við getum verslað okkur rúm og sófa, tekið upp úr töskum og migið í eldhússkápana án þess að pæla nokkuð í því. En þangað til verða einungis skrifaðir þunglyndispistlar í uppgjafartón.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
3.9.2007 | 13:00
Ég var ekkert á Spáni, ég var í Afríku. Vitlaus ég!
Eftir fjóra daga á La Santa fór ég að spyrjast fyrir hvar nákvæmlega á Spáni ég væri. Nálægt Benidorm eða Barcelona? O nei, var ég bara ekki í Afríku, eins og ekkert væri eðlilegra. Allavega vil ég meina það. Það voru nú einhverjir Danir sem voru á því að við værum á Spáni því þetta er spænsk eyja en það vita jú allir hvernig Danir eru. Alltaf aðeins of korrekt. Ríkjalega séð var ég á spænskri grund en landfræðilega var ég klárlega í Afríku. Kíkjum aðeins betur á þetta. Ef ég væri staddur á Falklandseyjum, sem er breskt landsvæði, þá væri ég samt ekki í Bretlandi. Ég væri í Suður-Ameríku á bresku landsvæði. Sama gildir með La Santa.
Ég var sem sagt í Afríku að spila handbolta, nokkuð sem ég hef ekki prófað áður. Þetta var svosem ágætt, æfðum tvisvar á dag og þess á milli var legið við laugina og sólin sleikt. Heppinn ég að vera í heilbrigðu sambandi við hina yndislegu stúlku Tinnu því annars hefði verið erfiður tími að þurfa að horfa á endalaust af dönskum píum bera sólarolíu á hver aðra. Margir af drengjunum áttu bágt með sig, en ég, ég tók ekki eftir neinu (mér var bara sagt frá þessu seinna) því eins og maður í góðu sambandi hef ég ekki áhuga á öðrum hálfnöktum kvenmönnum.
Þetta er stórskrítinn staður, þarna eru bara Danir og allir matseðlar og þjónustustúlkur eru á dönsku. Þetta er svona risahótel in the middle of nowhere með allri hugsanlegri íþróttaaðstöðu en engu öðru. Ekki mikið að gera ef maður hefur ekki áhuga á að hreyfa sig, né ef maður er búinn að fara á æfingu og fer á aðra eftir 9 klukkutíma þá er ekki annað að gera nema hanga við laugina, sóla sig og éta, sem ég og gerði.
Sá tvær virkilega skemmtilegar týpur þarna á eynni. Annarsvegar var kínversk stelpa sem var ekki bara kínversk heldur líka albínói. Ég gat skemmt mér lungað úr deginum við að stara og benda á hana. Hinsvegar var það Henrik Hans, sjúkraþjálfarinn okkar sem ég var hvað mest með í ferðinni enda ungur maður í háöldruðum líkama. Hann hafði greinilega haft veður af því að ég væri Íslendingur því þegar ég mætti á bekkinn hjá honum sneri hann sér að mér og sagði; blessaður! Mér krossbrá en þó ekki vitund jafn mikið og þegar næsta gullkorn hrökk úr honum; eigum við að koma heim og horfa á sjónvarp og rúnka og ríða með tippi í rass! Ákaflega vönduð setning sem sló samstundis í gegn hjá mér, sem og öðrum í liðinu. Hann hafði sem sagt verið að ferðast um Ísland og einhver brandarakall hafði kennt honum þessi fleygu orð til að nota við sem flest tækifæri, sem hann og gerði. Hann var virkilega skemmtilegur gaur og hélt mér að mestu á fótum alla leiðina, sem er vel miðað við stund, stað og sjúkling.
jæja, næsta færsla kemur von bráðar því það er slatti af rugli í hausnum á mér sem hefur safnast upp í netleysinu og þráir að líta dagsins ljós.
Þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 20:16
sól og sumar, enn og aftur
Jæja, í fyrramálið verður lagt upp í Spánarferð með liðinu. Það er ekki leiðinlegt að þurfa að pína sig úr að ofan og liggja við sundlaugarbakkann, aldrei ofaní, alltaf við bakkann, í sjónmáli. Reyndar er ég ekki nándarnærri eins spenntur og danskurinn hér því hér hefur ekki verið vart við sól í allt sumar. Annað en heima á fróni, þar þakkaði maður sínu sæla fyrir hvern þann skýabólstra sem vogaði sér að skyggja á sólina þó ekki væri nema örskotsstund. Maður var hálfpartinn orðinn leiður á sólinni en eftir viku hér eða hvað sem þetta er orðið langt (dagarnir renna saman í eitt hérna) þá langar mig hálfpartinn að liggja þó ekki væri nema viku í sól. Ég er þó eiginlega meira spenntur yfir því að það verður sjúkraþjálfari á staðnum sem maður getur alltaf leitað til. Þýðir það ekki að ég er að verða of gamall fyrir þetta?
Ótrúlega er veðrið eða loftið ætti ég frekar að segja skrýtið hérna í D.K. Það er ekki sól og það er kannski 17 stiga hiti úti og samt svitna ég eins og kvenmaður á yfirgangsaldri. Það er svo fjandi mikill raki í loftinu og það liggur bara ofaná manni eins og mara.
Nú, þannig að ég veit ekki hvort ég verð mikið við skriftir á Spáni svo það gæti orðið vikupjása á þessum ótrúlegu pistlum mínum. Ég bið lesendur að örvænta ekki heldur frekar hugsa til þeirra sem kannski aldrei hafa fengið að lesa pistlana mína og eiga því um sárt að binda. Þetta fólk er til þó að það beri ekki mikið á því og það hefur einnig væntingar til lífsins. Í stað þess að barma sér yfir pistlaleysi hugsið frekar um hvað þið höfðuð það gott meðan að pistlanna minna naut við og hvað ykkur mun aftur líða vel er þeir hefjast að nýju.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
23.8.2007 | 13:18
Það horfir enginn með fullu viti á Formúluna!
Fór inn á mbl.is og ætlaði að leita uppi nýjustu atburði á sviði íþróttanna. Þar biðu mín þrír íþróttadálkar, fótbolti, formúlan og aðrar íþrótti. Nú skil ég vel að fótbolti sé settur á þennan stall, bæði er þetta vinsælasta íþróttagrein heims og eins stunda flestir fótbolta á Íslandi. Og þeir sem stunda ekki fótbolta halda flestir með liði, bæði íslensku og ensku. Ég held að yfir helmingur landsmanna fylgist að einhverju ráði með fótbolta og þar af um 90% karlmanna.
En þá kemur að hinu, hvers vegna í ósköpunum er Formúlan sett á þennan stall meðal íþróttagreina???? Það horfir enginn heilvitamaður á Formúluna! Það eru tveir hópar sem horfa á Formúluna; Þeir örfáu sem hafa virkilega gaman að þessu og ræða um púströr og tímareimar í frítíma sínum. Þeir eru upp til hópa örvitar en sem betur fer fáir. Hinn hópurinn er nokkuð fjölmennari og lét ginnast á sínum tíma þegar Rúv, einhverra hluta vegna, fór að eyða þeim litla tíma og pening sem fer í íþróttaumfjöllun hjá þeim í að reyna með öllum tiltækum ráðum að gera þennan skrípaleik eftirsóknarverðan. Ég hef aldrei orðið vitni að öðrum eins heilaþvætti en þegar ósköpin dundu fyrst yfir og þessu er hvergi nærri lokið. Landsmönnum var upp úr engu sagt að hér væri komin íþróttagrein ( að keyra bíl er klárlega ekki íþrótt!!) sem enginn gæti látið fram hjá sér fara.
Þetta er eins og að nú í haust væri allt í einu kynnt að nú skyldu vera sýndar endalausar beinar útsendingar frá póló. Landsmenn; Póló er málið í dag. Fréttirnar væru álíka spennandi og fréttirnar af bílaleiknum. Er hestur John's Edmund haltur? Eru þeir komnir með nýjar kylfur í Alfons liðinu? Þetta væri hæpað upp og sagt frá því hvaða hestar skullu saman í hvaða leik í hverjum einasta fréttatíma. Þetta er bara nákvæmlega eins.
Það vissi enginn, nema örvitarnir sem ég kom að áðan, hvað formúla var áður en þeir byrjuðu að sýna þetta. Jújú, það voru svona kappakstursbílar sem keyra í hundrað hringi og svo vinnur alltaf sami gaurinn því hann er á besta bílnum. Og viti menn, nákvæmlega þannig er þetta. Það eru eitthvað tuttugu ökumenn tíu liðum og bara tvö af liðunum eiga séns því þau eiga bestu bílana. Þetta er eins og að fylgjast með fótbolta og liðið hans Hemma Gunn væri alltaf best í heimi því hann var í langbestu skónum og þar af leiðandi yfirburðarmaður á vellinum.
Þeir sem létu ginnast í upphafi og héldu að um íþrótt væri um að ræða og það spennandi ættu að staldra aðeins við. Þeir ættu að spyrja sig þeirrar einföldu spurningar; Er ég virkilega vanþroska sauðnaut? Ef svarið er já þá er pottþétt bein útsending frá tímatökunni snemma á laugardagsmorgun.
Það þurfti bara einhver að segja þetta, allir hafa verið að hugsa þetta allt of lengi.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 21:34
Óþolandi..... ríðandi óþolandi
Ég viðurkenni að það getur verið býsna pirrandi að troðið sé þvaglegg inn í óspjallaðan líkama manns en það jafnast þó alls ekki á við hvað það getur verið ótrúlega óþolandi að vera búinn að skrifa þessa fjandi löngu færslu og búinn að leggja í hana hjarta, hug, sál og alla sína vönduðustu brandara og svo verður bölvuð tölvan batteríslaus svona í miðju kafi og allt það sem að áður var er nú horfið veg allra vega. Hún var meira að segja í sambandi bölvuð skepnan!
Svona getur lífið farið með mann, eina stundina er maður á toppi tilverunnar; að leggja lokahönd á færslu sem var varla vankant á að finna og yrði án nokkurs vafa birt í morgunblaðinu og allir hefðu keppst við að mæra. En svo fellur maður ofan í hyldýpi rafmagnsleysisins og verður aftur nóbodý sem ekkert hefur að segja frá nema hvað maður er mikið nóbodý.
Ó bara ef þið hefðuð getað lesið þessa færslu, það færist bros yfir andlit mitt og ég ljóma allur bara við tilhugsunina um innihald hennar. Ykkur hefði liðið svo vel í sálinni og hjarta ykkar hefði tekið kipp. Þið hefðuð lært að elska upp á nýtt og upplifa hamingju sem þið hafið einungis lesið um. Þið trúið ef til vill ekki hversu góð þessi færsla var en sannleikurinn er nú samt sá að þessi færsla var sú besta sem rituð hefur verið á íslenska tungu frá upphafi ritmáls hér á landi.
Ég er ekki að segja að ég sé svona ótúlega góður penni, ég get ekki lofað að þetta komi fyrir aftur.
Ég bara hitti á góða færslu, leiðinlegt hvernig fór.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt 23.8.2007 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2007 | 12:49
Þvagleggsmálið og önnur gleðitíðindi frá Íslandi
Mikið finnst mér nú uppörfandi að þegar varla nokkur skapaður hlutur á sér stað hér í D.K. þá er allt vitavitlaust á litlu eyjunni minni og það út af pissi. Skemmtilegt. Fór að kíkja á fréttir og blogg, svona aðeins að athuga stöðuna á heimaslóðum og það sem virðist vera aðalmálið er pissið úr drukknum kvenmanni! Jahá, einhverri píu þótti það sniðugt að aka full og þegar hún var gómuð fannst henni það ennþá sniðugra að neita að pissa. Þá fannst einhverjum lögreglumanninum það mjög góð hugmynd að að halda dömunni fastri á meðan að einhverri mannvitsbrekkunni enn þótti það algjört möst að eiga pönslænið í öllu þessu djóki og stakk þvaglegg inn í skvísuna sem hafði víst sitthvað við það að athuga.
Nú eru allir alveg arfavitlausir út af þessu, hvort sem er út í lögguna, píuna eða bara þjóðfélagið.
En kommon, hefði þetta verðið karlmaður skil ég alveg að þetta hafi verið hræðileg aðför að manninum en þetta var stúlka. Og þetta inngrip er ekkert vesen fyrir stúlkur!
Pissa ekki allar konur með rassinum eða var þessi eitthvað frábrugðin??
Spyr sá sem ekkert veit.
P.s. Oft hef ég verið rassamældur og aldrei, ég endurtek aldrei hefur mér dottið í hug að kæra nokkur vegna þeirrar athafnar.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2007 | 20:41
Einn dag í einu....
Ég er búinn að taka upp svipaðan hugsunarhátt og fíklarnir, einn dag í einu. Í dag ætla ég að gera ekki neitt og ég vona að það gangi vonum framar.
En bráðum fer þessum stórskemmtilegu og viðburðarríku dögum mínum með tölvunni minni og matnum mínum að ljúka. Ég er nefnilega að fara í æfingaferð með liðinu til La Santa. Jólasveinaland!?? En þar verður ábyggilega hægt að finna sér eitthvað til dundurs, elta álfa eða pakka gjöfum.
Ég fer á föstudagsmorgunn og er satt að segja farinn að hlakka nokkuð til, öll tilbreyting er af hinu góða.
Dagurinn í dag var virkilega innihaldsríkur, át þrjár stórar máltíðir, át margar minni máltíðir á milli þeirra stóru og át svo nammi milli þeirra minni. Allt þetta gerði ég á meðan að ég horfði á tölvuskjáinn. Þarna liðu sjö tímar eins og hendi væri veifað. Að þessu loknu brá ég mér á æfingu og lék þar við hvurn minn fingur. Að henni lokinni settist ég við tölvuna og hóf át.
Já það eru kannski margir sem öfunda mig af þessu dýrðarlífi en það hefur sínar skuggahliðar. Til dæmis þær að ég er einn af þeim sem kann ekki að vafra á netinu. Ég fer bara inn á fimm síður, oftast í sömu röð en ég er nú farinn að taka upp á því að flippa smá og bíða kannski með að tékka á póstinum eftir að ég hef farið inn á valur.is. Það er samt örsjaldan sem ég bregð svona út af vananum.
Það kom einhver kírópraktor með kýr og traktor og kíkti á bakið mitt fyrir æfingu í dag. Hann fitlaði við mig í dágóðastund og mikið var það notalegt. Hann var svona 70cm á hæð, (35cm lægri en Robbi og er hann nú lítill!) en hann bætti það upp með kunnáttu á við langskólagenginn mann upp á einn og áttatíu. Hann bæði hnykkti mig og stakk með nálum og var ég allur á nálum eftir meðferðina. (Ég vil biðjast afsökunar á þessum síðasta brandara, hann var hvorki vandaður né á nokkurn hátt hnyttinn. Hann bara lá þarna í loftinu og ég greip hann og dauðsé eftir því. Ef svo lengi lærir sem lifir.)
Allavega, ég var bara býsna góður í bakinu eftir þetta og gat verið með á æfingu. Var bara nokkuð öflugur á henni get ég sagt, sér í lagi í vörninni. Já nú kíma ef til vill margir en þetta er dagsatt.
Eftir æfingu var ég orðinn slæmur aftur í bakinu en það er bara eðlilegt, er það ekki? Ég er líka hálf tussulegur í hnénu en usssss..... það mega þeir ekki vita fyr en eftir að ég skrifa undir.
Gaman að þessu. Endilega kommentið því bæði finnst mér gaman að lesa það og einnig líður mér ekki eins og fífli þegar ég tékka svona níutíu sinnum hvort einhver hafi kommentað og áttatíu og sjö sinnum fer ég algera tékkleysu.
þangað til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar