Leita í fréttum mbl.is

Alfie Eggerts í sumar?

Er þetta málið? Hef pælt í þessu í nokkurn tíma... Hef velt fyrir mér kostum og göllum (svona snjógöllum) og er engu nær.

Kostir svona grips eru margir; a)Fáránlega töff (þó ekki allir sem bera það, ég og Alfie)- b)sýpur bensín úr dropateljara, eyðir svona lítra á hundraðið sem er vel með bensínlítrann í ruuuglinu- c)fínt í skreppið þegar maður býr í siðmenningunni(101), stutt á æfingar, háskóla og miðbæinn- d)ódýrara en bíll. 

 Gallarnir eru engu færri; a)móðir mín bannar mér að ferðast á svona grip vegna ótta við sonarmissi- b)maður ekur kannski ekki á þessu um hávetur eins og gefur að skilja- c)gæti svosem notað peninginn í nammikaup í staðin- d)ég hef allatíð átt erfitt með kulda, get til dæmis ekki farið í sund án þess að verða blár

 

Endilega hjálpið mér að komast að niðurstöðu með því að greiða atkvæði í skoðanakönnuninni. 


 

UntitledSiggi.Vespa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega fáðu þér svona hjól. Þið Maggi getið ferðast saman á þessu og ef ykkur er kalt getið þið bara tekið dumb and dumberinn á þetta!

http://www.exit171.com/wp-content/d&d.jpg

Hjalti (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:36

2 identicon

Mitt atkvæði fór á sleikinn, það var bara til að láta þig vita að mig langar í einn slíkan, blautan og mjúkan

Óli Gísla (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:20

3 identicon

Skelltu þér á eina.. hiklaust.

Ingvar Guðmunds.. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:17

4 identicon

Ég ætlaði að fá mér vespupróf fimmtán í stað bílprófs um sautján. Mamma þín kom svo miklum ótta inn hjá mér, að ég veit ekki hvort ég muni þora nokkurntíman að stíga á vespu. Ég segi pass, því ég er á báðum áttum (það var alveg til í því sem mamma þín sagði).

Gunnur (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:35

5 identicon

Ég er á móti þessu. Gæti ekki horft framan í Dóru ef eitthvað kæmi fyrir. Kemur ekki til mála.

Magnús Björn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1231

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband