16.5.2008 | 19:28
Hversu leiðinlegt er íslenskt blogg
Þegar maður skimar yfir hið íslenska blogg er ekki margt sem fangar athygli manns, öðru nær. Íslenskt blogg sýnir nefnilega þjóðarsálina í hnotskurn. Og ekki er mikið varið í þá sjón.
Hrútleiðinlegir bloggarar eru meðal þeirra vinsælustu í dag og eru þvílíkur óbjóður að skömm er af.
Af mörgu er að taka en ég nefni fyrstan Stefán Friðrik Stefánsson. Þeim leiða bloggara þykir það aðalsportið að tengja allar bloggfærslur fréttum og endurrita svo sjálfa fréttina. Hversu ófrjór getur maður verið? Stefán vill þó engum illt en er leiðinlegri en frunsa.
Annar hópur sem sér ástæðu til að blogga og fær mikla lesningu að launum er rasistapakkið sem skrifar vart um annað en hve mikið óyndi er af innflytjendum. Þarna má finna þröngsýna rasista eins og Halla Rut og Viðar Helgi Guðjohnsen. Marir fleiri koma til greina og vekur það furðu mína hversu margir samlandar mínir glíma við þann löst að aðhyllast rasisma.
Þriðji og jafnframt leiðinlegasti hópurinn er ofsatrúarhópurinn. Þar fer fremstur Jón Valur Jensson en margir fylgja honum að máli og gera lítið annað en að tala um guð sinn og verja illvirki ísraelsríki.
Verst er þó þegar tveir síðustu hóparnir sameinast og er besta dæmið um það Skúli Skúlason sem ég reit um hér um daginn. Sá maður er annálað ógeð og undir þá skilgreiningu falla einnig þeir er fylgja honum að máli.
En þarf maður ekki að lesa þetta til að skilja þjóð sína til hlítar?
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta blogg þitt er hefðbundið íslenskt bloggblaður og hundleiðinlegt.
LS (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:51
Ég er nú algerlega ósammála síðasta ræðumanni. Þetta blogg er eitt af fáum bloogum sem hefur húmor og er þar af leiðandi mjög skemmtileg lesning :=)
Björk (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:08
hahahah eins gott að þú ert að blogga svo að það séu ekki BARA til leiðinleg blogg!!
Bjarney Bjarnadóttir, 18.5.2008 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.