Leita í fréttum mbl.is

Hversu mikla menningu er hægt að innbyrða á einum degi?

Menning hverskonar hefur löngum spilað stóra rullu í minni skömmu ævi en sjaldan þó jafn ríka og sunnudaginn 25. mæ. Hófst innbyrðing menningar um leið er dagurinn hófst, þ.e. á miðnætti. Ég hafðist við hjá vinafólki mínu og andskotaðist yfir evróvisjón úrslitum eins og aðrir Íslendingar. Andskotaðist yfir þessum austantjaldsþjóðum gefandi hvor annarri stig en lét sem ég tæki ekki eftir því að nákvæmlega það sama átti sér stað á norðurlöndunum. Eftir að ég hristi af mér sjokkið að Barbí og móðir hans hamsturinn höfðu ekki borið sigur úr bítum hélt ég út á galeyðuna í leit að konu með góða grind til að bera mér börn. Á öldurhúsum bæjarins var þá konu hvergi að finna þó leitin hafi staðið lengi yfir og verið ítarleg. 

Er ég vaknaði morguninn eftir brann íslenska sólin líkt og aðra daga en að þessu sinni dró ylurinn og birtan alla leið til mín. Í einskærri þrá eftir  afleiðingum bruna sólarinnar settist ég upp á býfluguna mína og rann af stað niðrá Vegamót. Þar hitti ég fyrir Sverri og Rósu hans og snæddum við dýrindis hádegisverð. Að loknum snæðingi undir hádegissólinni kvöddumst við og ég steig á ný upp á fluguna og tók einn Laugarveg til að sjá og sjást. Ég renndi niður á Listasafn Reykjavíkur en þar voru statt fólkið er ól mig upp. Í fylgd með fullorðnum fór ég um sýningarsalina og saug menninguna í gegnum skynfærin.  

Ég kvaddi fólkið mitt og gekk yfir götuna inn í Kolaportið. Það er alltaf þessi lykt, sem heillar mann og fyllir viðbjóði bæði í senn, sem býður mann velkominn í Kolaportið. Ég gekk um Portið endalangt og reyndi á leifturhraða hins kapitalíska vöruþyrsta smáborgara að greina dýrgripina frá draslinu. Greiningin gekk vonum framar því ég verslaði ég mér þar tvær peysur og greiddi fyrir 700 krónur. Þar gerði ég afar góð kaup eins og mér er einum lagið. Eg unnandi hluta, eins og Megas myndi orða það, yfirgaf Kolaportið með unaðs hlutafýsnarfullnægjuna kraumandi í mér og ákvað að halda á ný á fund foreldra minna. Listasafn Íslands var fundarstaðurinn og nutum við þar sköpunarverka ýmissa listamanna auk ofgnóttar súkkulaðis sem þar var til gjafar. 

Ég kvaddi hyskið mitt og hélt á hjólið og stefndi á Hlíðarenda þar sem spánýr Valsvöllur var vígður. Þar hlýddi ég á bandið b.sig og svo einhvern gaur frá Bahama. Ég svindlaði mér inn á einhvern hátíðarmálsverð fyrir fólk sem finnst það vera betra en við hin. Eftir að inn var komið og eftir að hafa  étið það mikið að eftir var tekið af nautakjöti og öðru fínerí komst ég á sömu skoðun, við erum svo sannarlega betri en þið hin. Að loknum snobbverð fór ég út til almenningsins sem slafraði í sig pulsur og blandaði geði uns leikur hófst. Valsmenn sigruðu og gerði það stundina á vellinum enn bærilegri. Að leik loknum vespaði ég Sverri heim og fór heim í faðm Magnúsar sem ruggaði mér í svefn eftir vidjógláp. 

Sunnudagurinn 25. mæ verður lengi í minnum hafður sem menningardagurinn mikli. 

Vespa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo yndislegur

Bergdís (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1159

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband