Leita í fréttum mbl.is

23 júlí

Vöknuðum tussulegir eftir erfiða nótt. Magnús sá og heyrði í moskítóflugum allt í kringum sig og barðist á hæl og hnakka alla nóttina. Katana þurfti að koma inn og klappa Magga á kollinn. Í dagrenningu kom í ljós að ofsóknarbrjálæði Magnúsar átti fullan rétt á sér því við vorum þaktir bitförum um allan skrokk. Eftir morgunmat forðuðum við okkur inn í miðbæinn af ótta við afrískan hádegismat. Þar eyddum við mestum parti dagsins í búðarrölt í rigningu Malindi. Við mættum aftur upp í þorp um fimm leytið því bróðir Katana og félagar hans ætluðu að halda okkur sýningu. Hálfgerð blanda sirkusatriða og fimleikaatriða var á boðstólunum og skemmtum við okkur hið besta líkt og restin af þorpinu sem þarna var samankomin. Að lokinni sýningunni voru öll börnin í þorpinu eftir að horfa á aðra sýningu, tvo hvíta menn. Börnin fóru að sýna einhver trix sem þau gátu gert og ég reyndi mitt besta að apa það eftir þeim. Hvort sem það var að blístra, bretta upp á augun, ganga á höndumeða herma eftir hana, allt var gilt í þessum leik. Ég vakti mikla lukku með íþróttaálfs-fimleikaatriðum sem og með hinu klassíska gelti. Allir fengu tækifæri til að flagga hæfileikum sýnum og brunnurinn var óþrjótandi. Það er erfitt að lýsa þessum tveimur tímum með þrjátíu börnum í þorpi í Kenya en þetta var ein af stundum ferðarinnar að mínu mati. Magnús hinsvegar las úr ritningunni og bar á bit sín á meðan þessu stóð. Eftir að hafa kvatt börnin fórum við með Katana út í snæðing. Að honum loknum svalaði Magnús spilafíkn sinni á meðan við Katana ræddum heimsmálin við hórur. Að því loknu fórum við í billiard og ég vann fyrsta leik minn gegn Magnúsi í ferðinni með yfirburðum. Magnús kenndi slæmu borði um tapið en öll þekkjum við málsháttinn sem á hér við. Eftir að hafa afþakkað fjölda góðra tilboða um "nudd og með því" héldum við heim í þorp. Minnugir slæmrar útreiðar um síðustu nótt sváfum við í fötum með hettu og buxurnar girta ofan í sokkana. Óhræddir lokuðum við augunum og svifum fulklæddir inn í draumalandið. Fötin og netið dugðu þó skammt þessa nóttu. Þær finna sér alltaf leið til að sjúga mann bannsettar, flugurnar þar að segja, ekki hórurnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband