Leita í fréttum mbl.is

24 júlí

Þessi dagur var hálfgerð spegilmynd fyrsta dagsins í Malindi. Hófum daginn á morgunmat, héldum svo í labbitúr í gegnum þorpið, öll börn hlupu út, veifuðu og æptu "ciao" og aðra vel valda ítalska frasa. Eftir að hafa gengið í gegnum þorpið fagra og síðan framhjá mafíósavillunum komum við niður á strönd. Magnús breytti ekki út af vananum heldur stökk útí en ég hélt hinsvegar kúlinu, óblautur á bakkanum. Við gengum ströndina á enda og tókum túktúk frá strandarenda beinustu leið á ítalskan veitingastað. Sami matur en nýjir mafíósar með nýjar fylgdarmeyjar. Um fjögur , eftir að Magnús hafði sótt sérsniðna ítalska leðurskó gerða úr fórnarlambi mafíósana, héldum við sem leið lá aftur til Mombasa. Kvöddum Katana með seðlum og þökkum og tékkuðum okkur inn á sama hótel og áður. Fórum fínt út að éta um kvöldið á Bella vista og það ekki í síðasta sinn. Fórum snemma aftur upp á hótel og Magnús flutti húslestur. Sofnaði um leið og lestur Magnúsar hófst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1198

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband