24.8.2008 | 10:55
SKANDALL!!
Handboltalandsliðið er Íslendingum til skammar. Það er krafa þjóðarinnar að Guðmundi landsliðsþjálfa verði vikið frá störfum hið fyrsta. Eftir þessa háðulegu útreið gegn Frökkum er ljóst að það þarf duglega stokka upp í liðinu. Ólafur er greinilega kominn langt fram yfir síðasta söludag og má muna sinn fífil fegri. Þessir menn þarna í varnarmiðjunni eiga það sameiginlegt að vera töluvert yfir kjörþyngd og hefð mátt að sjá sóma sinn í því að koma sér í stand áður en á leikana er komið. Ofvirkniskeis og vanvirkniskeis skiptast á í markinu og ekki er það til framdráttar eins og glögglega mátti sjá í leiknum. Og þessi Alexander, er þetta Íslendingur? Og hver er þessi Sturla? Veit það einhver?
Ég legg til að handbolti verði lagður niður á Íslandi eftir þessa niðurlægingu og nota þá fjármuni og mannskap sem er sólundað í handboltann til að efla knattspyrnuna enn frekar hér á landi. Þar liggur þjóðarstoltið, í fótboltanum. Þar gerðum við til dæmis jafntefli við Aserbaídsjan! Ég hefði vel sætt mig við jafntefli við Frakka en því var ekki að skipta.
Nei, mikið er ég stoltur af Strákunum Okkar og stoltur af því að vera Íslendingur á svona merkisstundu. Þetta afrek íslenska landsliðsins er stærsta afrek íslenskrar íþróttasögu og ég er þakklátur að hafa upplifað það með landsmönnum öllum. Áfram Ísland!
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður,
Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:02
HAHAHAHAHAHA Þú ert með snilldarhúmor Sigurður eins og þú átt kyn til!
Hvað um það, þá stóðu strákarnir sig frábærlega og þakkir skildar fyrir að bjóða landanum upp á skemmtilega og spennandi keppni undanfarnar tvær vikur, sem endaði með ólympíumedalíu!!! MAGNAÐ!!
ÁFRAM ÍSLAND!!
Jón Birgir Valsson, 24.8.2008 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.