Leita í fréttum mbl.is

17 júlí

Eftir morgunmat lögðum við af stað í dýraleit. Og viti menn, heppnin var með okkur. Rákumst við ekki á hlébarða, það dýr sem erfiðast er að finna á svæðinu. Lá hann í makindum upp í tré og gæddi sér á antilópulíki. Við drituðum á hann myndum í dágóða stund eins og sönnum túristum sæmir og héldum okkar leið. Ekki sáum við önnur merkileg dýr fyrir hádegi. Að loknum hádegismat kom hunangsfugl nokkur í tjaldbúðirnar og sagðist hafa fundið hunang. Við trúðum honum og fylgdum út í skóg. Fuglinn flaug skammt undan okkur og hrópaði á okkur og innfæddu vinir okkar svöruðu honum. Ekki leið á löngu þar til býflugnabú varð á leið okkar. Leiðsögumaður okkar fór ránshendi um búið við litla hrifningu íbúanna sem flugu yfir höfði hans. Við átum hunangið með bestu lyst og gáfum fuglinum með okkur. Að þessu litla kraftaverki loknu héldum við í þorp Masaia til að klappa og taka af þeim myndir. Við mættum í þorpið og þeir tóku höfðinglega á móti okkur. Þeir tóku okkur í túristarúntinn sinn og fóru svo að hoppa eins og þeir eru alkunnir fyrir. Ég hoppaði með þeim og sýndi þeim hvernig á að gera þetta. Úr augum þeirra aðdáun skein. Loks fórum við á einhvern örmarkað sem kvensur þorpsins efndu til. Þar var keypt frekar af vorkunnsemi en löngun og kvöddum við síðan náttúrubörnin. Aftur héldum við í dýraleit og ókum fram á sjakala sem elti dauðvona gný. Í stað þess að seðja blóðþorsta okkar leituðum við ljóna. Fundum þau og mynduðum í gríð og líka í erg enda merkisgripir. Okkur stóð ekki á sama þegar eitt ljónið vippaði sér á lappir og gekk til okkar. Við sátum upp a bíl á meðan ljónið gekk fram hjá honum, settist því næst á hækjur sér, girti niður um sig og gerði þarfir sínar blygðunarlaust fyrir allra augum. Eftir nokkra stund komu fimm ljón út úr hreiðri sínu ásamt mömmu með ungana sína. Kallinn varð eftir í koti sínu enda lætur hann ekki bjóða sér annað en að ríða, sofa og éta. Ljónin héldu á veiðar og við héldum heim til að bjarga dótinu okkar frá þrumuveðri sem lá í loftinu. Rétt náðum í tjald í tíð og regnið átti sviðið restina af kvöldinu. Skriðum upp í blauta svefnpoka og hlustuðum á gnýi elskast innilega og hýenur hlæja að þeim.

Staðreynd um Kenya: Allir bílstjórar eru með baksýnisspegilinn stilltan á sjálfa sig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband