Leita í fréttum mbl.is

18 júlí

Lögðum af stað snemma morguns til að taka í spaðann á flóðhestum og krókódílum. Fórum niður að á og sáum flóðhestana baða sig og krókódílana sóla sig. Sældarlíf hjá þessum tveimur kumpánum. Mynduðum þá frá öllum hliðum og fenguð fræðslu frá hinum magnaða Jackson (Mickael?) um allan andskotann. Við stöldruðum lengi við hjá fljótabúum enda ekki síður merkilegar skepnur en okkar kæri Jackson. Að því loknu héldum við í hádegismat. Á tjaldsvæðinu beið okkar Kasoi. Sá er sko merkilegur andskoti. Opinn maður sem talar mikið og við alla og er tilfinningalega hástemmdur. Hann hefur drepið ljón og þrjá menn og kann hann ótal aðrar frægðarsögur af sjálfum sér og öðrum. Með honum fórum við á stóran markað þarna í grendinni og jafn mikla litadýrð hef ég aldrei áður litið. Kasoi heilsaði öllum á markaðnum og leiddist hreint ekki að fræða okkur í þaula um markaðinn og allt honum ótengt. Hann gerði mikið grín að mér fyrir að óttast býflugur og spann upp ótal sögur sem enduðu flestar á því að hann hefði týnt eigum sínum á flótta undan býflugu. Við þræddum markaðinn í nokkra stund og sóttum síðan vatn í vatnsból. Þar þurftum við þó að bíða í röð því beljugengi svalaði einnig þorsta sínum þar og þær komu víst á undan. Eftir markaðinn var étið. Að næringu lokinni var vikuskammtur af hægðum í líkama mínum sem þverneitaði að endurfæðast. Eftir að hafa fyllt á áður yfirfullt forðabúr mitt var haldið á ný að fljótinu í þeirri von að verða vitni að drápi á vegum krókódíla. Hjörð dýra gerði sig líklega að halda yfir fljótið og hjörð krókódíla gerði sig líklega til að gæða sér á fyrrnefndu hjörðinni. Á meðan við biðum áts eltum við bavíana sem forðuðu sér öskrandi. Magnús sýndi síðan karlmennsku sína með því að klífa tré og meiða sig við það. Hann fór ekki að gráta þótt það kæmi blóð. Svo fór að hjörðin kærði sig ekkert um það að halda yfir ána og skildi okkur eftir í ósedda í blóð. Við keyrðum heim í sólarlaginu. Mættum beint í mat og átum yfir eldi. Að því loknu gengum við til hvílu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband