Leita í fréttum mbl.is

19 júlí

Átumst, pökkuðumst og af stað heim. Kvöddum Masai Mara og við tók langt ferðalag á hræðilegum vegum. Varla þarf að minna á að í dag var áttundi dagur án hægða og gerði það ferðalagið meira spennandi fyrir vikið. Eftir tvo tíma bilaði bíllinn og við stoppuðum afar lengi á verkstæði. Þar drápum við Magnús tímann með sælgætisáti, pókerspili og spjali við innfædda. Eftir allt of langt stopp var á aftur af stað heim. Ekki höfðum við lengi ekið uns við stoppuðum á ný og nú hjá konum sem seldu kol við veginn. Ég beið í bílnum en Magnús meig eins og enginn væri morgundagurinn. Kolakerlingarnar vildu gera sér dælt við Magnús inn í runna en hann afþakkaði þetta heillandi tilboð eins og sönnum sveitapilti sæmir. Þá hlógu þær bara tannlausum hátri og tóku til við kol á ný. Við Magnús tókum í spil í bílnum og eins og í öllum leikjum ferðarinnar hingað til grísaði hann á sigur og eins og ávallt átti hann erfitt með að hemja montið. Ég sagði að það væri leitun að verri sigurvegara og hann sannaði orð mín með því að svar drjúgur; "ef þú tapar áttu bara að halda kjafti!" og svo skellihló hann. Þetta dusilmenni þarf ég að draga með mér um svörtustu Afríku. Leiðin loks enda tók og við kvöddum Wilson bílstjóra, Dickson kokk og Ester konu með tárin í munninum. Okkur var vel fagnað heima hjá Rúfusi og okkur færðar dýrindis krásir sem við slátruðum á fáheyrðum tíma. Að loknu áti lögðumst við uppgefnir í poka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband