Leita í fréttum mbl.is

20 júlí

Í dag flugum við til Mombasa á austurströnd Kenya við Indlandshaf. Flugið var stutt og þægilegt og innan stundar lentum við í Mombasa. Mombasa er annar heimur en Nairobi og aðrir staðir hingað til. Hér er mun heitara og rakara loftslag enda höfum við hingað til mestmegnis haldið til á hálendinu. Mombasa er hinsvegar hafnarborg. Hér er annar fílingur í loftinu. Fyrir það fyrsta eru um helmingur íbúa múslimar hér um slóðir og kyrja moskurnar bænaköll frá morgni til kvölds. Hér virðist ekki ríkja eins mikil fátækt og í Nairobi og borgin er hreinni og fallegri. Hér er samt allt mun ódýrara en í höfuðborginni og munum við Magnús láta reyna á verslunareiginleika okkar sem allra fyrst. Frá flugvellinum fórum við í hótelleit og hótelið sem við fundum var happafengur. Ekki nóg með að nóttin kosti aðeins þússara á kjaft með mat þá er internet café á móti, sem og hraðbanki, gamli bærinn við hliðina og labbfæri í miðbæinn. Eftir að hafa teygt úr okkur á hótelinu gengum við í gamla bæinn. Áður en þangað var komið slóst í för með okkur Samúel (Örn?) og tók hann sér óumbeðinn leiðsögumannshlutverk. Síðar kom þó í ljós að hann er í raun leiðsögumaður hótelsins. Gamli bærinn er magnaður. Íslömsk áhrif í byggingarstíl. þröngar götur og hræódýrar búðir. Eftir að hafa gengið bæinn á enda og lofað mörgum búðareigandanum blómlegum viðskiptum á morgunn var haldið á ströndina. Við tókum leigara og hlupum naktir um sandinn skömmu síðar. Við stungum okkur síðan til sunds og nutum við Ránar, Báru og Unnar. Við vöktum óskipta athygli strandverja sökum hörundslits og nektar en það má skjóta því að að hér um slóðir er vetur og er fólki í úlpum á ströndinni, eðlilegt í 30 gráðum. Við vorum stoppaðir á mínútufresti af fólki sem vildi verða vinur okkar, bróðir eða ástkona. Við tókum vel í allar þessar tillögur. Eftir strönd fórum við heim í sturtu og svo út að borða. Í millitíðinni hafði Samúel (Örn?) planað höfrungasundferð fyrir okkur í fyrramálið sem hljómaði bara svona líka vel. Yfir matnum spjölluðum við um hvernig við gætum orðið betri menn og fundum svarið. Að því loknu fórum við í skoðunarferð um borgina í hinum stórhættulega túktúk og gengum svo heim úr bænum. Lögðumst í næturdvala við róandi viftuhljóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Siggi minn það var frábært að fá að skoða myndirnar og lesa dagbókina. Þakka þér kærlega fyrir mig. Svo fæ ég seinna meira að heyra, ég hlakka til

þín

Bauja frænka

Bauja (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1222

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband