Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Er glasið hálffullt eða bara rétt í því.

Mikið hefur verið vælt á bloggi þessu frá fæðingu þess enda ástæður til. En þrátt fyrir ófáar hindranir og Dani á vegi mínum til hamingju í Baunaveldinu þá eru ávallt allavega tvær hliðar á hverju máli, stundum fleiri ef málið snýst til dæmis um jafnarma þríhyrning. Það á þó ekki við nú. Tvær hliðar duga mér að sinni.
Ég get léttilega, og hef, bent á það sem betur mætti fara hérna megin á hnettinum. Handboltinn mætti ganga betur, gaman væra að finna sér eitthvað að gera á daginn annað en að kvíða fyrir æfingu, það væri meiriháttar ef einhver skildi mig þegar ég stilli upp í leikkerfi á æfingu, að finna sig og áhugasvið væri draumurinn, Danir mættu vera minna danskir og svo framvegis.
En þó það hafi kannski ekki hvarflað að mér hingað til þá er nú margt sem hægt er snúa upp í andstæðu sína og líta á sem kost, jafnvel ost þó það eigi alls ekki við nú. Ég ætla einungis að einbeita mér að því að telja upp kostina. Ég er atvinnumaður í handbolta í einni af sterkustu deild í heiminum, ég bý í geggjaðri penthouseíbúð í miðbæ Arhus sem næstum stórborg í Evrópu, ég hef allan frítíma í heiminum til að pæla, lesa og göfga sálina, ég bý með stúlku upp á 9,5 með barm uppá ég veit ekki hvað, ég er að læra tvö tungumál (les á ensku og babbla á dönsku) og ég bý í útlandinu sem mér hefur verið sagt að allir þurfi að prófa.
Þannig að þetta er einungis spurning um sjónarhorn, ég hef nú hingað til smælað framan í heiminn þó svo að á því hafi orðið nokkur hnignun hér í DK(NY). Spurning um að breyta aftur um taktík.

Smásagan okkar gengur eins og í sögu, stíllinn er mismunandi og sjónarsviðið tekur stöðugum breytingum, kannski á kostnað atburðarrásarinnar. En hún heldur ótrauð áfram þar til sá tuttugasti tekur í gikkinn og bindur enda á hana. Verð að hrósa þeim sem lagt hafa sitt af mörkum, jafnvel Bjarna Ólafi háskólastúdent sem opnaði þetta á frumlegan hátt.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


Smá saga - Smásaga

Vil endilega prófa eitt hérna á blogginu mínu. Vil að smásaga verði búin til af ykkur, kæru lesendur. Svona förum við að; Ég starta þessu og síðan bætið þið við söguna. Þið sendið komment, 2-4 setningar til viðbótar við söguna og sá tuttugasti endar hana. Stíll má vel breytast milli sögumanna þó svo að sagan haldi áfram.  

Þið sem kallið ykkur vini mína, ykkur er hollast að taka þátt. Þau ykkar sem ekki eruð þeirrar gæfu njótandi að teljast til vinafólks míns hafið afsökun fyrir þátttökuleysi en eruð engu að síður hvött til þátttöku.

 Vegna sjálfselskublindu er ég söguhetjan en einnig er það hugsað til að einfalda ykkur skrifin vegna tengsla ykkar við söguhetjuna. Hefst þá sagan.

 

Það tók hann nokkra stund að losna úr svefnrofunum. Þegar hann hafði náð fullri rænu leit hann í kringum sig en kannaðist hvorki við aðstæður né hvurnig stóð á veru hans hér. Sigurður mundi glöggt að hér hafði hann ekki lagst til hvílu kvöldið áður. Hann var staddur í herbergi, herbergi sem var ekki stærra en svo að hér rúmuðust engin húsgögn önnur en dýnan sem hann vaknaði á. Hann reis á fætur, gekk að hurðinni og opnaði hana........

koma svo!

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


Loksins eitthvað

Spiluðum í gær við Aarhus. Mér gekk bara heint ágætlega þó svo að skotin mín séu enn fyrir neðan allar hellur. En ég hef þó alltaf fæturnar sem bera mig hálfa leið. Og það gerðu þeir sko í gær. Setti fimm stykki en spilaði þó bara 40 mínútur. Hefði getað sett á góðum degi átta-níu stykki en eins og ég minntist réttilega á áðan þá eru skotin mín alls ekki að gera sig. Enda ekki nema von þar sem við æfum aldrei skot á æfingu, stórskrítið miðað við að við æfum handbolta. En allavega, leikstjórnandi liðsins sleit liðband í hné í gær og ég fékk því að prufa smá. Fintaði þessa Aarhusgæja sundur og saman en vantaði upp á the finish tuch. Klikkaði þrisvar þegar ég var kominn alveg í gegn og eitt undirskot úr vinstri skyttunni fór skeytin-hausinn á markmanninum og yfir. Það hefði ekki verið leiðinlegt að sjá hann inni. En setti þó fimm sem er bæting. Fimmfaldaði markaskorunina frá síðasta leik. Ef slíkt heldur áfram verð ég farinn að skora yfir þrjúþúsund mörk í leik eftir aðeins fjóra leiki.

 En talandi um liðið mitt þá er þetta ekki eðlilegt með meiðsl leikmanna. Tveir með slitið krossband, tveir með slitið liðband í hné, einn ökklabrotinn, einn með slitið liðband í ökkla, einn með slitið liðband í öxl, einn fór úr þumalputtalið í gær og einn með kviðslit. Ég er heili gaurinn í liðinu, staða sem ég hef ekki verið í áður en er ákaflega sáttur við. Þetta er sérstaklega slæmt því með alla þessa gaura innanborðs erum við þokkalega slakir en án þeirra erum við jafnvel enn slakari.

Steiktir þessir Danir. Við semsagt töpuðum í gær með fjórum en eftir leikinn voru þeir bara þokkalega sáttir við sig, "tap með 4 í Aarhus, það eru ekki allir sem tapa bara með fjórum hér". Eftir leikinn var partý sem var einnig nokkuð steikt því partý hjá Dönum felst bara í því að spila póker.

Ég er búinn að vera alveg ótrúlega tussulegur síðustu daga og vonandi getur leikurinn í gær lyft mér aðeins upp úr þessu þunglyndi. Er þó byrjaður að lyfta og sæki um vinnu á mánudaginn. Og þá verður sko gaman. Til merkis um hve ég er tómur og tussulegur þessa dagana þá hef ég ekki skrifað skemmtilegan pistil í viku. Og ekki var þessi pistill til að bæta úr því, ónei.

Þeir eru þarna, skemmtilegu pistlarnir. Það þarf bara að hressa sig við og þá flæða þeir fram.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


Matur er manns gaman

Í upphafi vil ég hrósa fjölskyldu minni fyrir að hafa samband við mig. Spjallaði við foreldra og bróður á Skype í gær, hafði samt soldið á tilfinningunni að pabbi og mamma héldu að það kostaði að vera á Skype því mér fannst þau vera að reyna að kveðja mig allt samtalið. Virkilega gaman að eftir rúmlega 2 mánuði í útlandinu fannst þessari indælu fjölskyldu kominn tími til að heyra í mér hljóðið. (Til gamans má geta að þetta var eini dagurinn frá því að Tinna kom út sem enginn úr hennar fjölskyldu hringdi í hana.)

Núnú, ég er byrjaður að laga mat hérna úti. ( Tinna byrjar alltaf á því að elda einhvern viðbjóð sem ég þarf síðan að laga.) Byrjaði rólega, bauð upp á pizzu. Eftir að hafa tekið hana úr frystinum og skellt henni í ofninn hugsaði ég; Iss, ekkert mál að elda. Næst á dagskránni var grjónagrautur. Iss, lítið mál það. Nú var ég farinn að vera stórhuga í eldamennskunni og ákvað að reyna við stærri bráð. Ég hugsaði; aahhh... pasta. Og ekki bara pasta, nei, ó þið vantrúuðu. Í þetta pasta var skellt öllu steini léttara. Ég hugsaði bara eins og Joey úr Friends; sveppir=gott, egg=gott, kjúklingur=gott, peppironi=gott, hamborgarhryggur=gott og sturtaði því bara öllu ofaní pastað. Uss, þvílíkur matur, þvílíkur kokkur. Er samt að spá í að hætta á toppnum! Þetta er orðið gott í matbransanum, snúa sér að einhverju öðru verkefni sem getur ögrað manni.

Var að byrja í ræktinni í gær. Var orðinn rýr sem kýr. Skrokkurinn batnaði til muna eftir eitt skipti og skýrist það af tvennu. Hnén á mér eru fokked og fokked hné þurfa nauðsynlega á sterkum vöðvum í kringum þau að halda til að styðja þau yfir erfiðasta hjallann. Svo er ég kominn með einkasjúkraþjálfara í ræktinni sem er nuddgræja sem uppfyllir alla mína leyndustu drauma. Var á henni þar til allir sveittu Danirnir fóru að horfa á mig í vanþóknun. Þá fyrst fór ég að koma mér vel fyrir og njóta nuddsins.

Talandi um Dani. Virkilega gaman hve Fokking Danir pistillinn fór víða. Pistillinn var sem talaður út úr hjarta allra sem einhverntíman höfðu stigið fæti á danska grund.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


Fagmenn í Fóðurleit; Devitos

   

Fagmenn í fóðurleit

- Út að borða með Lionel -

 

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opna huga, þandar nasir og smurð vélindu. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Pizza Devitos

Borðað: 16" pizza með pepperoni, skinku og sveppum.Devitos

Gæði fæðis: Eins og alþjóð veit er pizza er eins og kynlíf, slæmt kynlíf er þó kynlíf. Þetta var fínt kynlíf. Pizzan var virkilega djúsí og anganin var engu lík. Lítill sviti var á bökunni sem einkennir þó oft íslenska pizzustaði.

Verð: 1800 karl. Pizza og kók. Nokkuð hátt en þó réttlætanlegt miðað við hátt fermetraverð í miðbæ Reykjavíkur.

Stemning: Á Devitos ríkir hress sjoppustemning þar sem komið er saman fólk á öllum aldri úr öllum stéttum. Fólkið starir tómum augum á sjónvarpið og bíður eins og illa gerðir hlutir eftir að vera kallað upp með sikileyskum hreim.

Þjónusta: Hröð og glöð, ákveðin og skipulögð. Upplifunin svipuð og að vera hlutur á færibandi í meðalstórri verksmiðju sem ferðast algerlega ósjálfstætt með hinum. Sá sem sker sig úr er gallaður og honum hent.

Dollan: Engin dolla á staðnum sem vissulega dregur úr nautn þess er snæðir. Við mælum því með að taka pizzuna með á Hlemm og snæða hana þar því á Hlemmi má pissa á gólfið.

Kennaraeinkunn: 23 fiskar.

Fagmenn þakka fóðrið


Fokking Danir

Er nú búinn að búa í Danmörku lengur en góðu hófi gegnir, alls 67 daga, og get með engu móti tekið undir þær rangfærslur að Danir séu fáránlega góðir á því. Því fer fjarri.

Þetta land er byggt upp af reglum um reglur og allt sem þig langar til að taka til bragðs er tafið út í hið óendanlega með pappírum um hversvegna þú fékkst alla þessa pappíra um ekki neitt.

Við sóttum til dæmis um dönsk greiðslukort fyrir mánuði og erum búin að fara fjórum sinnum upp í banka með einhverja ógeðispappíra. Pappírar sem eru jafn ónauðsynlegir og þeir eru margir. Fyrst fáum við pappíra um að við höfum sótt um kortin og verðum að skrifa undir það og senda til baka. Fáum við þá bara ekki pappíra um að við höfum skrifað undir pappíra um að hafa sótt um kortin. Svona hefur þetta gengið nokkra hríð en engin fáum við kortin, enginn skortur er þó á klósettpappír.

Var í Ikea um daginn. Já talandi um það, Danir skilja ekki ef maður segir Ikea með áherslu á I. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað átt er við þar til maður segir Ikea með áherslu á e-ið. Þá endurtaka þeir það sem maður sagði með enn meiri áherslu á e-ið til að sýna fram á hvað langt maður var frá því að bera þetta rétt fram. Eins þegar maður fer í leigubíl og segist vilja fara á Falstersgade og ber fram a-ið, neinei, það er ekki breik að þeir átti sig á við hvað er átt fyr en maður segir með ýktum hreim með áherslu á e-ið, Feeeeelstersgade. Þá að sjálfsögðu endurtaka þeir mann eins og til að árétta hið rétta í málinu.

Þetta er eins og maður væri staddur á Íslandi og einhver útlendingur stoppaði mann og segði: Afsakið, ég þarf að komast á Skólavurðustíg. Og ég myndi ekki hafa hugmynd um hvert maðurinn vildi fara. HA! Ég skil þig ekki, hvað ertu að reyna að segja??? Og eftir margar tilraunir myndi ég loks átta mig og segja; Já, þú meinar Skólavöööörðustíg! Skólavöööööörðustíg!!!

Já hvar var ég, Ikea já. Var í Ikea að skipta gallaðri vöru. Kom að afgreiðsluborðinu og gekk beint til konu sem stóð þar. "Sæl vertu, ég er hérna að skila gallaðri vöru" sagði ég. "Ertu búinn að taka miða" var svarið sem ég fékk. Til gamans má geta að enginn annar kúnni var í kallfæri við okkur. "Nei, afsakið, ég bara gleymdi því" sagði ég, brosti mínu blíðasta og hélt áfram; "er hérna með...." en lengra komst ég ekki. "Þú verður að taka miða til að fá aðstoð" sagði kerlingarbeiglan. Ég spurði hana hvort hún væri að grínast en svo var ekki. Ég horfði á hana í forundrun og hélt áfram að horfa á hana meðan að ég bakkaði að miðastandinum, sem var skal ég segja ykkur langt í burtu. Ég ýtti á hnapp og fékk miða og henti honum í ruslið. Gekk svo aftur að afgreiðsluborðinu og þá sagði tussan eins og ekkert væri eðlilegra "já get ég aðstoðað".

Heyrðu, það er meira. Gaurinn sem ég fæ far með á æfingar er þokkalega danskur á því. Ég hringi í hann og spyr hvenær hann komi og hann segir að hann sendi mér sms um það, hann einhverra hluta vegna getur ekki sagt mér það í gegnum símann. Mínútu síðar fæ ég sms sem hljómar á þessa leið; Soren Frincks Vej 17:23 eða Soren Fricks Vej 16;07!! Og ég skal segja ykkur það að ef hann segir að hann verði á Soren Fricks Vej klukkan 17:23 þá er hann mættur á Soren Fricks Vej á slaginu! Svo þegar hann skutlar mér heim þá vill hann að ég fari út á horni sem er dáldið frá heimili mínu til að hann þurfi ekki að fara neitt út fyrir leið sína heim. Þetta munar kannski 20 sek. fyrir hann en 5 mín. fyrir mig. Einu sinni var hellidemba og ég spurði hvort hann gæti ekki skutlað mér alla leið. Hann leit á mig og sagði; Siggi, ég er ekki Taxi. Hann sagði þetta ekki með einhverjum pirring í röddinni heldur með svona fíling eins og að ég hefði átt að hugsa; nei, hvað var ég að spá, hann er náttúrulega enginn Taxi.

Var svo að fara í strætó eins og gengur og gerist hér í D.K. Það var eitthvað fokk með þristinn sem ég þurfti að taka svo hann stoppaði ekki á sínum venjulega stað heldur til móts við lestarstöðina. Mætti ég ekki á staðinn og sá þristinn nálgast. Beið alveg salla.... en hann stoppaði ekki á stoppustöðinni þar sem ég stóð heldur svona 20.m í burtu. Ég byrjaði að labba að honum og veifaði bílstjóranum en áður en ég kom að dyrunum þá lokaði hann og keyrði af stað. Hann stoppaði á ljósum 50. metrum síðar og ég náði honum þar (eftir 5,2 sekúndu eltingarleik). Þar var hann stopp í nokkrar góðar mínútur meðan að ég var að banka á dyrnar. En í stað þess að opna hristi strætóbílstjórinn bara sinn heimska haus, sem hefur ábyggilega verið erfiðara fyrir skepnuna en bara að ýta á hnappinn sem opnar dyrnar.

Svo erum við nýflutt í íbúð sem er í stigagangi. Við versluðum örbylgjuöfn og utan um hann var pappakassi. Ég ákvað að nota pappakassann fyrir heimilisrusl og þegar hann var fullur lokaði ég honum og setti í ruslið. Eftir 10.mín. var einhver nafnlaus aðili búinn taka hann upp úr ruslinu og leggja við dyrnar hjá mér ásamt miða. Á miðann var letrað rauðu letri að pappír á að fara í þar til gerðan gám og leiðbeiningar fylgdu um hvernig ætti að komast að gámnum. Hver tekur upp úr ruslinu rusl og leggur á tröppurnar hjá manni?? Fíflið hefur ábyggilega haldið að ég yrði þvílíkt þakklátur fyrir viðvik hans, hann hefur haldið að ég myndi hugsa; "hjúkk, gott að enginn annar fattaði að ég setti ekki pappa í tunnu sem var ekki sérbúin fyrir það, ég hefði litið út eins og kjáni".

Þetta eru einungis nokkur brot af atvikum sem hafa hækkað blóðþrýsting minn upp úr öllu valdi hér í Danmörku.

Og eitt enn, mér hefur alltaf verið sagt að Danir séu svo "ligeglad". Var bara að átta mig á því að það að vera "ligeglad" er ekkert jákvætt ástand. Það er bara að vera slétt sama. "Viltu sinnep á pulsuna?" "Jeg er ligeglad med det". Ó, hve ég sakna ykkar

Fokking Danir, hlakka til að komast heim í siðmenninguna.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


FAGMENN Í FÓÐURLEIT!!

Þá er loksins komið að því. Fagmenn í Fóðurleit snúa aftur. Ætla að negla inn pistlunum frægu úr Fréttablaðinu. Fagmenn höfðu ekki einungis áhrif á íslensk þjóðmál heldur einnig hina íslensku þjóðarsál og erfitt var að finna kaffihús um veturinn 06' þar sem Fagmenn bar ekki á góma. Þessir pistlar vöktu það mikið umtal að eftir ríkisstjórnarfund var ákveðið að segja upp Fagmönnunum til að ná upp stöðugleika í efnahagslífinu. En það var um seinan. Orðin voru þegar búin að berast eyrum almennings og þjóðin fylkti sér á bak við Fagmenn sem leiddu hana af stað til frelsis, jafnréttis og bræðralags.Lionel R.Esjuhlaup

Þorbjörn bróðir er annar fagmannanna og því við hæfi að setja hér inn myndir af honum, annarsvegar við störf og hinsvegar eftir eitt af Esjuhlaupum okkar.

 

 

Fagmenn í fóðurleit

- Út að borða með Lionel -

Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.

Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opna huga, þandar nasir og smurð vélindu. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.

Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.

_______________________________________________________________________________

Red ChiliRedchilli 

Borðað: For: Sveppasúpa með chili-ívafi. Aðall: Quesadillas með kjúkling, fyllt með papriku, lauk, jalapenio og osti.

Gæði fæðis: Fantagóður forréttur. Chilipiparinn í súpunni bítur mann í góminn og styður nafn staðarins. Það var mælt sérstaklega með aðalréttinum og bitum við á agnið en urðum,  líkt og fiskarnir, forviða af beitubragðinu. Fyrstu bitarnir lofuðu jú góðu en það vantaði tilfinnanlega allt bit í réttinn. Þegar á leið var bragðið orðið flatt og er síðasta bitanum var sporðrennt fékk maður á tilfinninguna að tortilluhálfmáninn hafi verið fylltur af mæjónesi.

Verð: 1490 karl. Ókeypis súpa fylgir sem sanngjarnar verðið.

Þjónusta: Góð þjónusta. Þolinmóð þjónustustúlka og skemmtilega mexíkóskt glasabarn.

Dollan: Eitt eftirtektarverðasta klósett síðari ára. Líðanin var eins og að vera heima hjá sér en þó eins og maður væri nýfluttur inn og húsið rétt fokhelt. Kostir kamars voru að fagrar flísar voru á veggjum og skemmtileg lesning á klósetthurð. Einnig eru tvö sett á einu setti, þvagskál við hlið klósetts og býður það upp á möguleikann að hæfileikaríkir menn geti gert bæði nr.1&2 samtímis í sitthvort settið. Mælt er með því að setið sé á hlið á klósettinu ef reyna á við þessa vinsælu gestaþraut. Galla var einnig að finna á dollunni því ljósið fyrir ofan spegilinn er horfið og það vantar þurrkur í handþurrkuboxið. Þetta vakti furðu okkar þar sem hádegistrjáfíkjan var í algleymingi.

Stemning: Mjög gott pláss inni á staðnum sem gefur honum ákveðinn klassa ásamt massívum borðum og stólum. Lofthreinsigræja á gólfinu og klassamússik. Þægilegur staður með skemmtilegu þema, mikið lagt í innréttingar til að láta þér líða vel. Fyrirfram bjuggumst við við að staðurinn væri mörstappaður Mexíkönum og kúrekum en þegar betur var að gáð kom í ljós að tiltölulega venjulegt fólk sækir staðinn.

 

Kennaraeinkunn: Ekki upp á marga fiska. 19 fiskar.

    

Fagmenn þakka fóðrið.

 


ótrúlegt en dagsatt....

Ég var að hlusta á Zeppilin og ég ferðaðist aftur í tímann......

 Meir um það síðar.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


Barnagirnd og fleira spennandi...

Alltaf þegar birtist frétt þess efnis að einhver hafi verið innilegri við barn en góðu hófi gegnir þá rísa allir upp á afturfæturnar með morðglampa í augum og æla út úr sér svívirðingum. Nú ætla ég ekki að fara að verja athafnir þessarra manna á nokkurn hátt. Mig langar bara til að staldra aðeins við og velta málinu fyrir mér.

Fyrir mér er hægt að skipta þeim mönnum sem girnast börn undir lögaldri í tvo hópa. Annarsvegar þá sem girnast börn áður en kynþroska er náð og hinsvegar þá sem girnast börn eftir að kynþroska er náð. Fyrst að fyrri hópnum. Að girnast börn sem ekki hafa náð kynþroska er afbrigðilegt. Þetta er hegðun sem er afbrigðileg í öllum menningarheimum og hjá öllum spendýrum (Endilega leiðréttið mig fari ég með rangt mál). Því ef við horfum á málið einungis frá hlið náttúrunnar þá skilar það engum árangri genalega séð og getur vel skemmt líkama og atferli til frambúðar. Lítum nú á seinni hópinn, þ.e. menn sem girnast börn sem eru orðin kynþroska. Þarna finnst mér málin horfa öðruvísi við. Þó svo að í menningu okkar sé slík hegðun ekki samþykkt þá er hún skiljanleg með tilliti til margra þátta. Þessi hegðun þekkist í mörgum menningarsamfélögum og hjá flestöllum dýrategundum er þetta regla frekar en undantekning. Tökum spendýr sem dæmi: Spendýrum sem komin eru á kynþroskaskeið er samstundis veitt athygli og skiptir þá aldur þess sem sýnir áhugann ekki máli. Þarna er komin kynþroksa skepna sem gefur frá sér kynhormón sem veldur svörun frá dýrum sömu tegundar. Skepnan er orðin tilbúin líkamlega fyrir barneignir og því orðin eftirsótt í augum annarra kynþroska skepna. Tilgangur lífs þeirra er vitaskuld að koma genum sínum áfram. Færum þetta yfir á mannskepnuna. Sömu kynhormón, sömu líkamlegu einkenni, einkenni sem eru gerð til að sýna að hér er komin kynvera. Og þetta sjá og skynja aðrir menn. 

Ég er hér ekki að færa bót fyrir því að leggjast með barni undir lögaldri því sá menningarheimur sem við lifum í bannar það. Og menn verða að framkvæma eftir lögum samfélagsins því annars eru þeir útskúfaðir. En lítum á aðra menningarheima, nei lítum á einmitt okkar menningarheim ekki nema fyrir nokkrum öldum. Þar voru börn gefin til hjónabands þegar kynþroska var náð og þótti það ekkert til að velta vöngum yfir. Þarna voru tvær kynþroska verur og samband þeirra var samþykkt af samfélaginu. Nú á dögum, þó að um tabú sé að ræða, er lolitusköpunin allsráðandi og ekki gerir það annað en að laða að enn fleiri.

Nú er ég náttúrulega kominn á næfurþunnan ís að vera að ræða um þetta viðkvæma málefni en engu að síður finnst mér þörf á því. Í því samfélagi sem við lifum í er hvorugur hópurinn samþykktur og er ég algerlega sammála þeirri skilgreiningu. En hvað ber að gera? Setjið ykkur í þeirra spor. Þeir hafa girnd, sömu girnd og hver annar einstaklingur á jörðinni, en hún beinist bara ekki í rétta átt eða í ósamþykkta átt. Sama hvert hún beinist er erfitt að halda aftur af henni, þrátt fyrir að gera sér fullkomlega grein fyrir þeim afleiðingum sem henni fylgja. Það er erfitt að berjast gegn eðlisávísun, áunninni eða meðfæddri.

Væri ekki ráð að opna umræðuna. Í stað þess að missa sig alltaf og einblína ávallt á hve mikil ógeð þessir menn eru, væri ekki frekar ráð að reyna að hjálpa þeim. Og fyrsta skrefið í því er að taka þessa umræðu út í dagsljósið. Ef það væri hægt að tala um þessi mál væri hægt að viðurkenna villu sína; ég heiti ..... og þjáist af barnagirnd. Ég er því miður ekki með lausnina en umræða er ávallt fyrsta skrefið.

Vitaskuld er langoftast um að ræða brot gegn annarri manneskju og það er ekki hægt að réttlæta. Það sem ég vil meina er að ef þetta væri viðurkennt í samfélaginu, rétt eins og geðveiki, (þó hún sé nú langt í frá alveg viðurkennd) þá væri ef til vill hægt að auðvelda mörgum manninum að tala um vanda sinn og þurfa ekki að kljást við sína djöfla aleinn. Og það eitt að hlýtur að bjarga mörgum börnum frá þeim brotum sem barnaníð vissulega eru.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


mbl.is Interpol leitar eftir aðstoð á Netinu við að handsama barnaníðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins væll eretta

Bið innilega afsökunar á síðasta pistli. Vælandi eins og lítið stúlkubarn. Ég var bara mjög illa stemmdur þennan dag. Kemur fyrir bestu menn. Ég finn mér eitthvað til dundurs, það hlýtur bara að vera.

 Skanderborg 

Í dag er ég flottari, vaknaði góður í skrokknum og það veit ávallt á góða lund. Við spiluðum við Ringsted í dag og fyrsta stigið kom í hús. Það var reyndar ekki mikið gleðiefni því við leiddum með sjö í hálfleik. Skrýtnir þessir seinni hálfleikar hjá okkur. Vorum sex yfir í hálfleik í síðasta leik og töpuðum með sex. Fyrir guðsmildi varð ekki endurtekning á þeim harmleik í dag. Ég var bara alltílæ, setti þrjú, fiskaði víti og spilaði menn fría. Hefði svosem getað lætt inn tveimur enn en ákvað að skjóta frekar bara framhjá. Ég sé mikið eftir þeirri ákvörðun núna.

Ánægjulegt að sjá hve margir kommentuðu til að varna því að henging mín ætti sér stað en um leið umhugsunarefni að enn fleiri ákváðu bara að taka sénsinn og sleppa því að kommenta. Við þau vil ég segja; Þið voruð heppin í þetta skipti en það á aldrei að treysta á heppnina þegar mannslíf er að veði. Ávallt skal setja öryggið á oddinn, maður veit aldrei.....

Gaman að menn sem ég bjóst ekki við að væru lesendur skuli birtast úr myrkrinu og kommenta á síðuna. Björn, Oddgeir og Hannes, virkilega gaman að vita af ykkur. Kætti mig mikið að lesa skrif þeirra.

Mér datt í hug að setja lítinn lagalista inn um fólkið mitt. Þegar maður er aleinn í útlandinu þá er gott að setja mússik á fóninn og stundum minna einhver lög mig mikið á einhverja persónu. Hér koma lögin sem ég tengi við fólkið mitt heima. Ef þið eruð ósátt við tenginguna  þá er það alfarið ykkur sjálfum að kennar.

Pabbi: Öll írsk tónlist og allt með Bob Dylan, sér í lagi "Midnight Walker" og "Not dark yet".

Mamma: Öll klassísk tónlist, gömlu bítlalögin og "One of us must know" eftir Bob Dylan sungið af pabba.

Beggi: "So long Marianne" með Leonard Coen og "Mull of Kintyre" með Paul McCartney

Bergdís: "D'Yer Mak'er" með Led Zeppelin og I"n the end" með Linking Park

Maggi: "Brethless" og "Babe, You turn me on" með Nick Cave

Robbi: "Sælan" með Skítamóral og "Music:Response" með Cemical Brothers

Sveppi: "Lady" með Modjo og allt með Jackson.

Tinna: "Unchained Melody" með Righteous Brothers

Helgi: For Today I'm A boy" með Antony & The Johnsons og hvað heitir aftur lagið með Í svörtum fötum aftur?? Let me take you down down.....

Bjarni: "Sex Laws" með Beck og allt með Depeche Mode

Hjalti: Allt með Muse og sér í lagi Knights of Cydonia

Þorbjörn: "Svartir Saurar" með Undirheimamönnum og "Hello" með Lionel Richie

Björn: "Starlover" með Gus Gus

Oddgeir: Morulagið auðvitað

Jón: Diskurinn Cop Killer með Body Count

Tryggvi: "Last Goodbye" með Jeff Buckley

Ægir: "Fix You" með Coldplay

Aðra get ég ekki svo ég muni með nokkru móti tengt við lög. Þeir eru sem sagt óminnisstæðir einstaklingar. Nema ég hafi gleymt einhverjum merkilegum og minnisstæðum. Þá er hann það ekki.

Ég semsagt get setið hérna í útlandinu og hlustað á tónlist sem minnir mig á fólkið mitt heima og það yljar mér, nema þegar ég hlusta á eitthvað sem minnir mig á Þorbjörn, það vekur allt aðrar og leyndari tilfinningar.

þar til næst, fokk off

siggilitligleðigjafi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband