Færsluflokkur: Menning og listir
4.10.2007 | 22:27
Lífsgreddu vantar.....
Undarlegir tímar. Ég er nú lífsgraður að eðlisfari og ekki vanur að vola yfir örlögum mínum, enda hafa þau verið aldeilis ágæt hingað til. En dagarnir í Danmörku eru fullir vonleysi. Ég vakna um hádegið, vil þó alltaf sofa lengur, borða og tékka á hvort einhver hafi kommentað á síðuna. Það er borin von. Eftir það tek ég mér góða fjóra tíma í að kvíða fyrir æfingu. Eftir æfingu ét ég og fer að sofa, afspyrnu óánægður með dagsverk mín. Skrokkurinn er alltaf frekar tussulegur og ekki batnar hann með sífelldri fjarveru frá sjúkraþjálfara. En það er hausinn sem ég hef áhyggjur af, með hann tussulegan fer allt fjandans til. Þetta eru úrvalsárin sem ég lifi nú og leiðinlegt að eyða þeim eins og ég geri þessa dagana. Ég er fullur af lífsorku sem fer til spillis á degi hverjum. Mig langar svo mikið til að gefa mig allan í eitthvað en hef bara ekki hugmynd hvað það gæti verið. Nógan hef ég tímann en engar hef ég hugmyndir, því það er ekki bara eitthvað til að drepa tímann sem ég leita eftir. Mig vantar fullnægju í lífið, eitthvað til að hella sér út í en ekkert bankar upp á hjá mér. Hingað til hefur einhvern veginn allt komið upp í hendurnar á mér og ég hef ekki þurft að hafa fyrir neinu. Nú skilar sér ekkert og ég hef ekki hugmynd hvernig ég hef upp á því.
Þið megið þó ekki halda að Gleðigjafinn sé eitthvað þunglyndur, ég er alltaf glaður drengur en þó nokkuð tómur þessa dagana. Endilega skrifið nú eitthvað fallegt til mín svo ég hengi mig ekki.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
1.10.2007 | 20:44
Langt síðan maður hefur migið á hund.....
Við erum nú loksins komin í eigið hús og næði, en næðið er þó ekki meir en það að náðhúsið er hurðaandvana. Nú kúkar Tinna litla fyrir allra augum og ég þarf að spegla mig með áhorfendur. Klósetthurðin var semsagt víðsfjarri er við mættum galvösk á svæðið en samkvæmt nýjustu fregnum er hún bara rétt ókomin.
En að náðhúsónæðinu undanskildu erum við komin í fjandi gott pleis. Það er ólýsanlegt, eftir að vera búinn að vera á vergangi síðan elstu menn muna ( þessir elstu menn muna nefnilega ekkert en tæpa tvo mánuði), að vera komin í sitt eigið. Hér getur maður huggað sjálfið sem er búið að vera í algjörum mínus frá útför minni. Við erum búin að eyða ellilífeyri foreldra minna í húsgögn og verð ég að segja að peningunum var þar vel eytt. En nú erum við á rjúkandi kúpunni og Tinni þarf að selja sinn gullfallega líkama til að eiga fyrir Debenhams ferðum mínum. Eins og er erum við bara tveir sem nýtum okkur þessa þjónustu hennar en vonandi eru bjartari tímar framundan í þeim efnum.
Til ykkar sem hafa ekki staðið sig í stykkinu að hafa samband þá er hægt að benda á nýtt símanúmer sem ég hef eignað mér og hljómar það svona; tuttuguogsjö, sextíuogfjórir, fjörutíu og síðast en ekki síst áttatíuogtveir. Og fyrir örvitana þá setur maður +45 fyrir framan númerið hvis du ringer fra Island. Ég bíð við símann í ofnæmi öll kvöld en enginn hringir.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
29.9.2007 | 23:45
Þrefaldir Íslandsmeistarar í ár! Sigursælasta félag landsins! Nýtt Valslag komið á síðuna!
Það er ekki búið að vera leiðinlegt að vera Valsari í ár. Við handboltadrengirnir lyftum þeim stóra og svo fylgja bæði stelpurnar og strákarnir í fótboltanum í kjölfarið. Það er alltaf hálf notalegt, þegar maður neyðist til að breyta um umhverfi, að vera ríkjandi meistari. Handboltinn byrjar sem Íslandsmeistarar í nýrri höll og fótboltaliðin bæði tvö byrja næsta sumar á nýja vellinum með Titilinn á bakinu.
Í tilefni Titlanna hef ég ákveðið að setja inn lagið "Ég hafði Val". Svo vildi til að ég og Pálmar Péturson þroskaskerti markvörður okkar Valsmanna vorum boðaðir til Valtýrs Björns í viðtal þegar stutt var eftir af deildinni. Við vorum afar eðlilegir í viðtalinu og svöruðum spurningum af kostgæfni þó svo að Valtýr Björn og allir þeir sem lögðu við hlustir séu því algjörlega ósammála. Í viðtalinu lofuðum við að koma aftur þegar við værum orðnir Íslandsmeistarar og syngja frumsamið Valslag.
Við mættum því í stúdíóið eftir að hafa gengið í gegnum tveggja daga afeitrun eftir fagnaðarlætin. Ég með gítar og Pálmar með tambúrín. Við tókum lagið og afraksturinn má heyra hér við á síðunni. Þess má geta að lagið var alls óæft sem sést best á hinni samhengissnauðustu kynningu sem um getur. Ég átti líka mjög bágt með mig nær allan tíman er við vorum að leika lagið þar sem ég bjóst engan veginn við að Pálmar ákvað upp úr skrjáfþurru að bæta við lagið þessum ógeðis hljóðum sínum. Ég fór síðan að tárast í lok lagsins þegar Pálmar, upp úr jafnvel enn þurrara en áðan, fór að syngja falsettu yfir millikaflann.
Til að skýra erindið um Fram á laginu þá hafa Framarar á sér virkilega slæmt orð á sér í samskiptum við eigin leikmenn og önnur félög. Mál Sverris, Siffa, Petja og Helga má nefna sem dæmi. Margir eru þeir óþokkafullir þar í stjórn en helst má þar nefna Hjálmar nokkurn sem þrátt fyrir að vera stjórnarmaður í Fram sá sig knúinn til að fara inn á spjallsíðu Vals sem Geir Sveinsson og rakka niður leikmenn Vals. Töff gaur.
Lagið er það sama og Moran en textinn er eins og gefur að skilja ekki eins. Annars væri um sama lag að ræða. Þið hljótið að skilja það. Vonandi líkar ykkur gripurinn.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Valur Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 20 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2007 | 10:45
Eins og svelja á belli.
Einhverju sinni var ég í Örverufræðitíma og í stað þess að leggja mig eins og venjan var í þessum óhemju skemmtilegu tímum ákvað ég að reyna að finna jafn mörg nöfn yfir getnaðarlim á íslensku og ég gæti. Einhverjum gæti þótt þetta undarlegt og jafnvel barnalegt en sá hinn sami er örviti sem hefur ekkert á þetta blogg að sækja. Núnú, viti menn, heilan örverufræðitíma notaði ég ásamt nokkrum vöskum og óáhugasömum örverufræðinemum í að finna nöfnin. Nú þegar aldurinn, afrekin og gráðurnar hafa færst yfir mig man ég ekki mikið af nöfnunum en hér koma þó einhver; (Tekið er fram að þetta eru ekki allt nöfn sem koma fyrir í orðabókum heldur er hér að finna gælunöfn)
Typpið/ tippið/ böllurinn/ limurinn/ pulsan/ pylsan/ slátrið/ staurinn/ slangan/ lilli/ litli vinurinn, strákurinn/ sprellinn/ bibbinn/ kjötið/ bjúgað/ hólkurinn/ snákurinn/ eineygði snákurinn/ sá eineygði, vopnið/ byssan/ veiðistöngin/ ormurinn/ millifótakonfektið/ skrímslið/ Jónssonurinn/ trölli/ sá stífi/ litli heili/ Tólið/ hreðjar/ árgali / bergisfótur / besefi / beytill / brúsi / drengur / döndull / erður / félagi / flanni / fugl / fyðill / gráni / gregur / göndull / görn / hnókur / hreður / hrókur / hörund / jarl / kompán / kompáni / leyndarlimur / lostaliður / lókur / lunti / migi / möndull / nosi / pissi / písari / ponni / puntur / reður / riddari / serðisprjónn / sin / skaufi / skrípur / skökull / sköndull / snudda / snýta / stíll / sverð / ters / tilli / titja / tittlingur / títa / toti / trýtill / tytja / völsi / ögn og síðast en ekki síst litli gleðigjafinn!
Endilega, ef þið hafið eitthvað við þennan lista að bæta, látið mig vita sem fyrst! Mannslif geta oltið á þessu.
Af öðru, við ætluðum að kaupa okkur sófa en það er náttúrulega ekkert hægt að koma honum inn í íbúðina svo við þurftum að kaupa minni sófa. Hræðilegt að vera búinn að peppa sig þvílíkt upp í að eyða öllum lífeyrinum í sófakaup og svo bara kemst skepnan ekki inn í íbúðina.
Ég er einnig búinn að átta mig á því að handbolti er afsaplega leiðinlegur ef 1. það eru leiðinda Danir að æfa með þér, 2. þú þarft að keyra í hálftíma til að fara á æfingu, 3. þú skilur ekkert á æfingunni, 4. líkaminn þolir varla að vera með á æfingu og bíður í ofnæmi eftir hverjum frádag til að ná sér. 5. þú ert að æfa með mönnum sem skilja ekki að það er hægt að gera annað en að taka hundrað klippingar og fá boltann á ferðinni og taka þrjú skref og hoppa upp fyrir utan punktalínu og skjóta. Á þessum síðustu og verstu... er ég eiginlega bara að spila til að eiga fyrir leigunni. Skil vel þessa fúlu austantjaldsmenn sem spiluðu einungis vel þegar var búið að borga þeim. Þetta er orðið eins og að mæta í vinnuna, jújú stundum gaman í vinnunni en þú værir samt alltaf til í að taka þér bara veikindadag.
Þorbjörn Fagmaður hringdi í mig í gær. Það var afsaplega gaman og setti ákveðið fordæmi. Það eru nefnilega ekki allir þeir er kalla sig vini mína búnir að vera duglegir að sinna skyldum sínum við Gleðigjafann. Hér tek ég saman lítinn lista og vona að hann kitli samviskubitstaugar nokkurra (þeir taka til sín sem eiga). Þessi setning var alltaf notuð í grunnskólanum og ég var einhvernveginn alltaf sá sem átti, einkennilegt.
Svarti listinn, þú ert annað hvort með okkur eða á móti okkur!
Magnús Björn; afburðar vinur, hringir, skrifar emeil og kommentar á bloggið. Toppgaur.
Mamm og pabb; hafa hringt, og kommentað, mættu samt bæta sig þar. Skrifa oft emeil sem bjargar þeim. Toppfólk.
Beggi Bró; ekkert heyrt frá honum. Hann er ekki lengur bróðir minn.
Bergdís; ekki hringt og kommmentað sjaldan, skrifaði emeil. Efnileg en getur bætt sig.
Hjalti Pussa; hringt og kommentað, stendur sig mjög vel, Toppgaur.
Þorbjörn; hringt, kommentað og emeilað. Stendur sig framar vonum. Toppgaur.
Jón Frændi; eggert heyrt í honum, hef sjálfur reynt að hafa samband en eggert gengur. Hér með afneitað.
Robbi; Hefur kommentað og sent email, ekkert hringt. Sem tattúbróðir stendur hann sig ekki alveg í stykkinu. Getur betur.
Sverrir; Ekkert heyrt frá honum utan hótana um líkamsmeiðingar ef ég borgaði honum ekki skuld. Virkilega tæpur á afneitun og verður að leggja mikið á sig til að komast aftur innundir hjá mér.
Bjarni; Hitt hann á msn en annars ekkert, kemur þó alls ekki á óvart. Stendur fyrir sínu. Má alltaf bæta sig en er of latur til þess að nenna því.
Oddgeir; ekkert, en er samt ekki alveg viss um að hann viti að ég sé ekki á landinu.
Ægir; hringdi í upphafi en hefur nú gleymt mér. Þarf á bætingu að halda.
Helgi Mac; farinn að sækja í sig veðrið, hefur kommentað en eggert hringt. Ágætisgaur.
Gunnur frænka; hefur staðið sig svona venjulega, ekkert meira né minna þar á ferðinni. Þarf að rísa upp úr meðalmennskunni.
Strákar úr val; alveg búnir að gleyma mér. það kristallast í spilamennsku þeirra þessa daganna.
Krakkar úr 9.SE; Hjörtur staðið sig vel, Robbi alltílæ, aðrir þurfa að taka sig rækilega á.
Aðrir eru ekki þess verðir að minnast á, nema ég hafi gleymt einhverjum mikilvægum. Þá fær hinn sami alla mína samúð.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.9.2007 | 12:28
Stutt í betra líf....
Talið er að allt að tvö hundruð hafi getað látið lífið í flóðinu mikla í kjallaranum okkar. Þessar tvöhundruð manneskjur hefðu einungis þurft að taka strætó frá Arhus, banka uppá í kjallaranum, leggjast flöt á gólfið með andlitið í steypunni og bíða þess sem verða vildi. Til allrar hamingju tóku allir rangan strætó og enginn fórst í þessum skelfilegu hamförum. En þar með er ekki sagt að við getum snúið arftur til eðlilegs lífs, ónei. Öll gólfteppi eru ónýt og einhver ógeðislykt hefur hreiðrað um sig í kjallaranum svo hvítu millistéttarfólki er þar allsólíft. Við erum því aftur komin til Bjargar (skemmtilegt nafn með tilliti til þess að hún kemur okkur alltaf til bjargar). Hér verðum við þar til á föstudaginn þegar við flytjum okkur upp um fjórar hæðir í nýja slotið. Það er merkilegt nokk bara nokkuð fínt skal ég segja ykkur. Ég er samt komin með magasár af kvíða vegna flutninganna, nógu erfitt er að ganga upp þennan fimm hæða þrönga gang en að hafa sófasett á bakinu að auki er ekki jafn spennandi viðbót við þetta ferðalag og hún hljómar.
Við kepptum á móti Skjern um helgina og gerðum jafntefli 13-13. Þetta jafntefli átti sér þó aðeins stað í fyrri hálfleik og er það samkvæmt reglum ógilt jafntefli. Það telur víst aðeins ef allur leikurinn er uppurinn. Sú var ekki reyndin í þessu jafntefli. Við töpuðum sem sagt. Ég var fínn í fyrri en ekkert spes í seinni.
Svo að endingu vil ég óska Valsmönnum til lukku með einstakt tækifæri á að verða þrefaldir Íslandsmeistarar á einu ári. Ekki amalegt ef raunin verður sú.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
22.9.2007 | 20:31
Siggalög; Morulagið!!
Jæja, það er komið að því að Morulagið fái að hljóma á síðunni. Morulagið er mitt langfrægasta lag og eru þeir ófáir sem þekkja það, hvort eð er af afspurn eða eigin reynslu. Þetta lag samdi ég fyrir áratug, þá 15 ára gamall, fyrir afmæli Oddgeirs vinar míns. Oddgeir er bóndasonur og unir sér hvergi betur en í sveitinni. Ég hringdi í hann daginn fyrir afmælið (14. des) og bað hann að ljá mér nokkur kindanöfn. Mora var nafnið sem ég greip á lofti og notaði. Ég mætti með lagið sem afmælisgjöf og söng það fyrir sveitavini hans við góðar undirtektir. Moran var tekin á söngvakeppni MH þar sem ég var klæddur upp sem bóndi og sat og spilaði lagið ofan á Oddgeiri sem klæddur var í sauðagæru. Vakti lagið mikla lukku áheyranda en litla meðal dómara keppninnar. Lagið var einnig tekið á hinni margfrægu útihátíð Eldborg. Ég ásamt Sveppa og Robba sátum upp á stolnum vinnubíl sem við fórum á á hátíðina og sungum Morulagið og tekið var vel undir millikaflann af fjölda áheyranda, þar á meðal Rottweiler hundsmeðlima og Marínu Möndu Fjölnismær. Lagið er undantekningarlaust spilað í öllum útilegum og partýum þar sem gítar er til taks og taka allir undir. Þetta lag er nú ykkar til að njóta.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
20.9.2007 | 18:52
Betra er að hafa aðstöðu en afstöðu. (Enn af aðstöðumálum.)
Í síðustu færslu lýsti ég hve vel fer um okkur skötuhjúin í kjallaranum í sveitinni. Hvorki skordýr né ólykt, hvorki rafmagnsleysi né eldunaraðstöðuleysi kemur í veg fyrir yndisdvöl í holinni en það er þó eitt sem kemur algerlega í veg fyrir að tvær annars jákvæðar og lífsglaðar manneskjur sjái fyrir sér að stofna fjölskyldu og setjast þar að. Vatn!
Við Tinni komum heim seint í gærkvöldi og var þá ekki okkur til ómældrar (ó)gleði 10cm vatnslag yfir öllum kjallaranum. Vatnið hafði á leið sinni til sjávar stöðvað, hugsað sig vel um og svo áveðið að fara frekar upp um öll niðurföll kjallarans frekar en að fara sína eðlilegu leið. Og það var þokkalega sátt við sig og ákvörðun sína er það lá þarna yfir öllu eins og mara og brosti sínu breiðasta þegar við komum inn um dyrnar. "Þarna hitti ég á góða hugmynd, hér er notalegt að vera" hugsaði bölvað vatnið og reyndi að fá sem flesta hluti í eigu okkar Tinnu með í fjörið sitt.
Sem betur fer voru flest öll raftæki upp á borðum, prentarinn var reyndar á gólfinu en til allrar.... var hann á eina þurra blettinum á svæðinu. (Bletturinn var reyndar orðinn rennandi 10 mín. eftir að við mættum) Dýnan slapp með Shrek-inn en henni vöknaði þó aðeins um augun er hún leit yfir drukknaða skó sem flutu á vatninu lífvana. Skór sem daginn áður höfðu hlegið, klappað hvorum öðrum á sólana og rætt framtíðina, algerlega grunlausir um þau hræðilegu örlög sem biðu þeirra handan við hornið.
Þetta var sem sagt hálfglatað, hefði getað farið mun ver en þó var margt sem blotnaði og við þurftum að taka leigubíl í bæinn aftur um hánótt því karlálftin eigandinn var á kvennafari og svaraði hvorki síma né bænum. Við höfum enn ekkert heyrt í honum og vitum ekkert hvort vatnið sé enn liggjandi þarna í makindum sínum, jafnvel búið að kalla hringja í vini sína og segjast vera með svaka partý stað. Hver veit.
Eins og staðan er í dag vitum við ekki hvort við verðum ennþá þarna uppfrá eður ei. Vonandi getum við bara flýtt flutningum í nýju íbúðina okkar um nokkra daga. Það hlýtur að reddast, þeir eru svo líbó á því þessir Danir, einmitt!
þar til næst, fokk off
siggigleðigjafi
Menning og listir | Breytt 22.9.2007 kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2007 | 15:34
Einlæg afsökunarbeiðni
Ég vil biðjast afsökunar á síðustu færslu, hún var vanhugsuð og sprottin af algeru einbeitningarleysi. Þannig er mál með vexti að ég hafði ekkert að gera í allan dag og einhvernveginn safnaðist þetta hvalarugl upp í hausnum á mér.
Fyrst mér dettur ekkert sniðugt að segja mun ég lýsa núverandi hýbýlum mínum.
Ég bý í kjallara. Þessi kjallari er langur gangur (sem er stofan okkar, eldhús, vinnuherbergi og forstofa) og við enda gangsins er herbergi sem við brúkum til svefnaðstöðu. Klósett er til staðar en þægindum er þar ekki fyrir að fara. Til að byrja með var hér allt þakið köngulóm og flugum. Ein köngulóin var svo stór að þegar hún heilsaði mér fannst mér sem ég væri að heilsa fullvaxinni en þó vel taminni antilópu, svo þykk var ein af framloppunum hennar. Hún bað um að fá að gista en Tinni tók það ekki í mál svo út hún fór. Minni ættingjar hennar og bráðir þeirra voru miskunarlaust ryksugaðar upp svo prinsessan mín gæti tipplað á sínum penu tám um húsakynnin án hættu á morðárás frá einni áttfættri.
Eftir djúphreinsun var ekki til setunnar boðið, ég innréttaði ganginn samkvæmt nútíma standard og býst við Völu Matt á hverri stundu. En Adam var ekki lengi í Aarhus ( var ég búinn að nefna að kjallarinn er eins mikið í Aarhus og Kjalarnesið er í Reykjavík) Fyrirframlofaðri eldunaraðstöðu var algjörlega lofað lengst upp í ermina á Erling eiganda því ekki höfum við séð svo mikið sem prímus á svæðinu. Fór svo bara ekki rafmagnið í gær, og karlálftin ekki heima svo við þurftum að dúsa í myrkrinu allan daginn. Tinna ætlaði að lesa allan daginn og ekkert varð úr því og ég ætlaði að ryksuga upp ný framandi skordýr úr koddunum okkar en ekkert varð úr því heldur.
Annars er fínt hérna.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
17.9.2007 | 15:02
Kvalir eru hvölum verstar
Hvað kvað kaldi kvaldi hvalurinn, hvar kvaldi hvalurinn kvöldust köldustu hvalina, hvaða kvaðir fylgdu kvalningu köldu hvalanna og hví?
Við þessum spurningum er ekki að finna nein greinagóð svör en þó lýsa þessar spurningar viðhorfi mínu til kvala almennt afar illa en til hvala einstaklega nákvæmlega. Það má eiginlega segja sem svo að þessar spurningar eru afsprengi þeirrar spurningar sem brennur innra með mér þessa daganna. Sú spurning er ekki óeðlileg né óalgeng hjá fólki á svipuðum stað í lífinu og ég.
Hvað á ég eiginlega að gera i lífinu?
Endilega komið með uppástungur því ég er alveg blankur í þessum málum.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Það er ekki lengra síðan tvö ár er ég setti mér þau markmið að á næstu þremur árum skildi ég taka hina heilögu þrenningu; Landslið, Íslandsmeistaratitil og Atvinnumennsku. Nú er það búið. Veit ekki alveg hvað ég á að gera núna. Mér líður dáldið eins og Forrest Gump þegar hann byrjaði að hlaupa og var kominn yfir að ströndinni. Veit ekki alveg hvort ég sé reddý í að snúa bara við og byrja aftur eins og hann.
Nú get ég sem sagt að mínum markmiðum sé náð í handboltanum. Spilaði í dag minn fyrsta leik fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni. Var reyndar smá meiddur en hvenær er ég það ekki. Langt síðan ég hef spilað ómeiddur ef ég pæli í því. Núnú, við spiluðum við eitthvað lið og töpuðum með einu. Hálf sorglegt eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Ég spilaði voða lítið, kom inn á í seinni hálfleik, skoraði gott mark og var tekinn úr umferð ( sem er alltaf mjög töff og sér í lagi í sjónvarpsleik eins og í dag). Fintaði svo einhvern Dana á lokamínútunni en klikkaði skotinu, virkilega leiðinlegt. En nú er ég allavega kominn með leik og mark í þeirri dönsku á bakið ásamt landsleikjunum og titlinum. Get þannig séð hætt núna og snúið mér alfarið að skriftum. Ó mikið yrði móðir mín glöð ef ég myndi hætta þessum boltaleik. En ætli ég þrauki ekki örlítið lengur.
Við Tinni erum flutt inn í skítuga kjallaraholu langt frá allri siðmenningu en við getum þó tekið upp úr töskum. Það er nú ágætt eftir mánuð í útlandinu. En hér þurfum við þó ekki að ala manninn nema örskamma hríð því við erum búin að finna okkur dýrindis íbúð niðri í bæ. Og fyrir ofan hana Björgu, vinkonu Stinnu í þokkabót. Þaðan þekkjum við alla stíga, allavega þá sem leiða til pizzu-salans.
Ég sakna fólksins míns alveg óskaplega enda félagsvera fram í fingugóma. Ég sakna mömmu og pabba þrátt fyrir augljósa galla þeirra. Einnig sakna ég allra vina minna og sér í lagi finnst mér leiðinlegt að vera ekki á staðnum þegar þrír af mínum albestu vinum, Sverrir, Bergdís og Þorbjörn eru að sjá fram á afleiðingar ríðinga sinna.
Elska ykkur öll nema Begga bróður. Mér þykir bara voða vænt um hann.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar