Færsluflokkur: Menning og listir
8.2.2008 | 12:44
Fagmenn í Fóðurleit; Indókína
Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra í starfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu. Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.
Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opinn hug, þandar nasir og smurt vélinda. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.
Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.
-Fagmenn í Fóðurleit-
-út að borða með Lionel-
Indókína
Borðað: Hádegishlaðborð sem samanstendur af réttum dagsins. Við völdum okkur kjúkling, lambakjöt, súrsætt svínakjöt, nautakjöt, kjötbollur, egg, núðlur með kjúklingi, grænmeti og grjón.
Gæði fæðis: Engu máli skipti í hvað prjónunum var stungið, allir réttir voru himneskir. Ekki ósvipað því að snæða engil. Þeir þekkja sem reynt hafa.
Verð: 940 karl. Þar sem maturinn er metinn á rúmlega 2000 karl þá græðir maður klárlega á því að borða þarna.
Þjónusta: Meiriháttar! Yfirmaðurinn öskrar réttina sem í boði eru, velur þá fyrir þig og afgreiðir þig svo fljótt að að þú varst varla var við að hafa pantað. Þú réttir fram kortið, ringlaður og ráðvilltur, yfirmaðurinn tekur á móti, hlær hrossahlátri og straujar það.
Stemning: Tryllt austurlandastemning með dulitlu ópíum ívafi. Mikil lykt og massíft umhverfi heltekur mann á því andartaki sem stigið er yfir þröskuldinn. Þröskuldinum má líkja við tímagöng sem flytur menn í einni svipan til ársins 4074, inn í lítið kínverskt hof þar sem andi hundsins svífur yfir vötnum.
Dollan: Því miður stóð dollan staðnum sjálfum langt að baki hvað varðar gæði og glæsileik. Fremur flatneskjuleg dolla sem sprettur upp eins og skrattinn úr sauðalæknum á þessum annars fágaða stað.
Kennaraeinkunn: Mokveiði var hjá Indókína í þessum túr. 35 fiskar af 37.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2008 | 20:57
Fagmenn í Fóðurleit; Súfistinn
-FAGMENN Í FÓÐURLEIT-
-ÚT AÐ BORÐA MEÐ LIONEL-
Súfistinn
Borðað: Súpadagsins, panini með kjúklingi. Burritos með kjöti. Súkkulaðikaka Súfistans.
Verð: 2300 karl.
Gæði fæðis: Súpan var spennandi, þykk og nóg af því í henni. Burritosinn var eins og feitur mexíkani,þykkur og slepjulegur. Paniníið var ekkert spes, talsverður sjoppubragur einkenndi réttinn. Allir réttir voru þó vel útilátnir og góðir sem uppfyllingarefni, enda ekki nema von miðað við alla miðana sem við hentum í þetta.
Dollan: Sjabbí.Hálfónotalegt að setjast á setuandvana dolluna. Setuleysið gerir dvöl, sem hefði getað orðið, að engu. Ekki alveg staðurinn til að tylla sér með blaðið.Þessi dolla hefur öðlast ákveðna óvirðingu meðal efri stétta þjóðfélagsins í gegnum tíðina. Í mörg ár hafa annars jákvæðar umræður um Súfistann liðið fyrir það hvursu slök frammistaða dollunnar hefur verið.
Þjónusta: Þjónustan var ljómandi, viðmót þægilegt og lokkandi bókasafnsstúlkur tipla um í hugum etenda.
Stemning: Menntuð stemning. Hér ríkir hið ritaða mál. Hið talaða er bælt niður. Hér er hlegið að og bent á þá er eigi bera háskólagráðu. Menntasnobb er hér í hávegum haft, því haldið á lofti og vegsamað. Hér var ekkert að finna sem heillaði Fagmenn.
Kennaraeinkunn: 18 fiskar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 15:44
Fagmenn í Fóðurleit; Café Óliver
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
-CaféOliver-
Borðað: Nautarib-eye steik með rótargrænmeti, skarlottulaukssultu, kartöflum og bernesósu.
Langtímaeldaður lambaskankur með hvítlaukskartöflumús, strengjabaunum og timiansósu.
Gæði fæðis: Soðnirskankarnir komu skemmtilega á óvart þar sem soðið ket er yfirleitt ekki á boðstólum nema svið heiti. Hvítlaukskartöflumúsin, timiansósan og strengjabaunirnar tónuðu fullkomlega, líkt og rússneskur munkakór og tólf ára geldingur. Nautið stóð skönkunum ekki á sporði þó svo að bragðið hafi lofað góðu í fyrstu. Grunur leikur á að bragðið hafi verið falsað því þriðjabitabragðið var mun síðra en hið fyrstabitabragð. Að endingu var sjarminn farinn af steikinni og brosið sem kviknaði við fyrsta bitann var nú orðið að biturri minningu, blekking. Skarlottulaukssultan hljómar betur en hún bragðast og bernessósan var illskiljanleg, bernessmjör væri nær sannleikanum.
Verð: 2000 karl.Eðlilegt verð fyrir eðlulegt kjöt.
Þjónusta: Viturþjónn og þolanlega þjált glasabarn, það var greinilega nýtt.
Stemning: Sukkkeimur síðastliðinnar helgar ryðst inn í öll skynfæri við inngöngu. Eftir innrássukksins er erfitt að víkja því úr huga og liggur það á manni eins og mara út máltíðina. Hávaðinn úr loftræstikerfinu vakti furðu, þó sérstaklega vegna þess að maður frá loftræstikerfafyrirtækinu Ísloft sat eins og búðingur við barinn. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Ísloftsmaðurinn var hér staddur í eigin frítíma og því ekki við hann að sakast.
Það spillti talsvert fyrir annars góðri stemningu að hnakkaviðbjóðurinn Ásgeir Kolbeins var hvergi sjáanlegur. Það staðfesti kenningu okkar að hann sé í raun ekki til. Hann er tölvugert fyrirbæri sem bara er hægt að sjá í sjónvarpinu.
Dollan: Hugguleg aðkoma en svekkjandi innkoma. Einfaldur pappír, loftþurrkur og óþarflega mikið vatn í skálinni. Allt minnir þetta á flugstöðvadollur sem eru upp til hópa hinn versti óbjóður. Eitursúr þvagstækjan staðfestir þær sögusagnir um að árshátíð Listamannafélagsins Barpiss hafi verið haldin á neðri hæðinni.
Kennaraeinkunn: Betri er lítill fiskur en tómur diskur, 17 fiskar af 37.
Fagmenn þakka fóðrið
Menning og listir | Breytt 4.2.2008 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 16:46
Spaugstofan
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 11:46
Þvagmenn í móðurleit; Kaffi Hljómalind
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
KaffiHljómalind
-Lífræntkaffihús-
Borðað: For: Súpadagsins. Aðall: Hljómalindarsamloka (Speltbrauð án gers með húmmus,cheddarosti, grænmeti og Dijon sinnepi) og bauna-lasagna. Með báðum réttunumfylgdi gnægð salats. Drukkið var Organic Indjánakók.
Gæði fæðis: Enn erá reiki hvort Indjánakókið hafi verið kreist úr alvöru Indjána en hitt er ákristaltæru að yfir Indjánakókinu ríkti glötuð Þjóðhátíðarstemning sem má rekjatil mikils blandbragðs. Súpan var hinsvegar ákaflega bragðgóð og bragðsterk ogfyllti fagmenn þrótti.
Lasagnað var fyllt baunum í kjötsgervi endulargervið var ekki betra en svo að baunabragðið yfirtók allt annað bragð oghélt því í gíslingu. Hljómalindarsamlokan stakk af í gæðakapphlaupi réttanna.Réttirnir voru allir mjög vel útilátnir en virkuðu einungis semuppfyllingarefni í stað orkugjafa og urðum við því syfjaðir að áti loknu.
Verð: 2100 karl áhvurn karl. Í hæstu hæðum sem má skýra með slæmum ræktunarskilyrðum í bakgarði Hljómalindar.
Stemning: Stemningstaðarins gerir hann að því sem hann er, hér ríkir samvinnufélagsandi en ekkiandi græðgishyggjunnar sem einkennir flesta aðra staði. Syfjaðar grænmetisætursvífa um staðinn. Við höfum ekki séð svona mikið af baugum samankomnum síðan átónleikum með Vínyl. Vonlítil baráttuplaköt prýða veggina ásamt litlumútklipptum álfum. Jógar og aðrir lægra settir grasbítar eiga hér í öruggt skjólað leita.
Það jók töluvert á stemninguna að það var Úlfursem borðaði með okkur.
Þjónusta: Dálítiðþreytt en mjög þægileg.
Dollan: Sterklífræn lykt var á dollunni sem heillaði okkur, líkt og við værum staddir ádömudollunni. Reglugerð staðarins er til aflestrar á vegg gegnt dollunni oggöfgar það næðisstundina til muna. Reykelsisstandurinn við hlið dollunnarveitir mikið öryggi og forðar notanda frá niðurlægingu þegar út er gengið.
Kennaraeinkunn: 21baun af 37.
Fagmenn þakka fóðrið
Menning og listir | Breytt 31.1.2008 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2008 | 22:02
Fagmenn í Fóðurleit; Barinn
Núnú, hér kemur hinn bannfærði pistill Fagmanna um Barinn. Þessi pistill leit aldrei daagsins ljós því við vorum reknir eftir að hafa skilað honum inn. Við mótmæltum að sjálfsögðu og bentum á að hvergi væru ósannindi að finna í skrifum vorum en allt kom fyrir ekki.
Þess má þó geta að við vorum alltaf búnir að dæma nokkra staði fram í tímann svo enn eiga eftir að birtast nokkrir girnilegir pistlar. Myndir voru teknar fyrir utan þá staði en því miður vegna skorts á birtingu hafa þær myndir ekki komið fyrir sjónu okkar.
-Fagmenn í Fóðurleit-
-út að borða með Lionel-
Barinn
-Laugavegur22-
Borðað: Plokkfiskur með rúgbrauðiog sveppasúpa.
Gæði fæðis: Plokkfiskurinn varljómandi, rúgbrauðið ekki síðra. Sveppasúpan var hinsvegar stórundarleg. Súpanvar mikið fyrir augað en mikil dulúð ríkti yfir bragðinu og áferðinni. Súpanleit út fyrir að vera þykk en var þunn eins og vatnsblandað léttjógúrt meðsveppabragði. Það á aldrei að vera sveppabragð af léttjógúrti. Gott bragð varaf sveppunum en hveitisullið sem þeir flutu í var hrópandi bragðlaust.Smjörlíkiseftirbragðið af matnum sló ekki í gegn hjá fagmönnum.
Verð: 1400 karl. Fínt verð ápappírnum fyrir plokk-svepp en vont verð sé miðað við nautn etenda.
Þjónusta: Hýr en varkár, svolítiðþýsk.
Stemning: Það var hálf glataðað vera fredrú á Barnum þar sem þetta er afskaplega óheillandi staður ánáhrifa. Mælum með því að fólk helli í sig áður en það dettur í plokkfiskinn.Erfitt er að tileinka sér þá hugmynd að þessi vinsæli skemmtistaður fyrirundirmálsmenn sé matsölustaður að degi til.
Dollan: Blacklight á mannadollunni(öryggisatriði) meinar karlmönnum að fá sér í handlegginn eftir mat. Dömunum erþað hinsvegar í sjálfsvald sett, þar sem rautt strippljós er brúkað tillýsingar á dömudollunni.
Fagmenn mæla hiklaust með dömudollunni.
Kennaraeinkunn:Þeir fiska sem róa. Barinn er bát- og bjargarlaus. 10 fiskar af 37.
Fagmenn þakka fóðrið.
Menning og listir | Breytt 31.1.2008 kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2008 | 16:10
Fagmenn í Fóðurleit; Te & Kaffi
Eftirfarandi er síðasti pistill Fagmanna sem birtist í Fréttablaðinu. Eftir að hafa verið reknir eftir Lóuhreiðurspistilinn báðum við um annan séns. Sá séns lét lífið er við skiluðum pistlinum sem á eftir þessum kemur, þ.e. um Barinn. Sá pistill var aldrei birtur og enn og aftur vorum við reknir. En það átti sko eftir að draga dilk á eftir sér;)
Fagmenn í Fóðurleit
-út að borða með Lionel-
Te &Kaffi
Borðað: For:Paprikusúpa með brauði. Aðall: "Foccacia" brauðhlemmur með kjúklingi, baconi, mozzarellaosti og sólþurrkuðum tómötum og ferskt salat. Aftan: Frönsk súkkulaðikaka með rjóma og te & kaffi. Reynt var að panta ferskt ávaxtasalat með léttri vanillusósu og gulrótarköku með rjóma sem aldrei bregst en matseðillinn miðlaði villandi upplýsingum því hvorugt var á boðstólunum.
Gæði fæðis: Einkennileg en góð súpa, fór samt lítið fyrir paprikum og paprikubragði. Brauðhlemmurinn var hvorutveggja seðjandi og þokkafullur í senn. Hann uppfyllti allar skyldur brauðhlemms. Teið bragðaðist eins og sviti af sætri stelpu. Þeir þekkja sem reynt hafa.
Verð: Fimmtánhundruðkarl.Frekar í dýrari kantinum.
Þjónusta: Afar góð og geðsleg þjónusta. Boðið var upp á smökkun áður en pantað var (öryggisatriði).
Stemning: Inni á þessum munaðarfulla stað ríkir eitursvöl kaffistemning. Hér hittist gáfað fólk með gleraugu. Rólegir og þægilegir tónar framkalla frið. Því til staðfestingar urðum við ekki varir við nein slagsmál sem heyrir til tíðinda í miðbæ Reykjavíkur.
Dollan: Virkilega fágað salerni. Allt var til alls og snyrtimennska í fyrirrúmi. Á þessari dollu vildi ég sitja alla mína daga.
Annað: Í miðri máltíð fylltist staðurinn af reyk. Enn er óupplýst hvort þar hafi verið á ferðinni hluti af skemmtidagskrá eða helber ólukka.
Kennaraeinkunn: Upp á marga fiska. 27 fiskar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2008 | 13:49
Fjölnisvegur 13 seldur?
Fyrsta boð er 900.þúsund.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
13.1.2008 | 20:32
Fagmenn í fóðurleit; Svarta Kaffið
Á því herrans ári hundsins 4704 útskrifuðust Sigurður Eggertsson og Þorbjörn Sigurbjörnsson úr Háskóla Íslands og hlutu réttindi til þess að bera titilinn fagmaður. Barist var um krafta þeirra ístarfi og að lokum stóð Austurbæjarskóli uppi sem sigurvegari í blóðugri baráttu menntastofnanna þjóðarinnar og voru þeir undir eins ráðnir til kennslu.Vegna legu Austurbæjarskóla og heppilegs gats í stundatöflu fagmannanna var ráðist í það verkefni að gera úttekt á fóðri því sem boðið er upp á í hádeginu á Laugaveginum. Fóðurleitin hefst efst á Laugaveginum og eru staðirnir teknir í réttri röð alla leið niður að Bankastræti.
Þetta verkefni er þó ekki einungis dans á rósum, allir staðir skulu metnir, allir réttir skulu etnir. Við mætum á sérhvern stað með opinn hug, þandar nasir og smurt vélinda. Við gætum þess að mæta ónærðir til leiks svo að ytri aðstæður mengi ekki dómgreind okkar.
Við metum ekki aðeins fóðrið heldur einnig þjónustulund starfsfólks, stemningu, verð og dolluna ásamt atriðum sem okkur finnst lýsandi fyrir staðinn. Kennaraeinkunn er gefin sem heildareinkunn ofangreindra þátta. Kennaraeinkunn er gefin í fiskum og eins og gefur að skilja er mest hægt að fá 37 fiska.
Fagmenní fóðurleit
-útað borða með Lionel-
SvartaKaffið
Borðað: Aðall: Lasagna að hætti Svarta Kaffi. Aftan: Frönsk súkkulaðikaka og svart kaffi.
Gæði fæðis: Aðall: Lasagnað var mjög bragðgott en nokkuð seigt. Fílíngurinn var eins og að japla á gömlu en þó bragðgóðu Húbba Búbba tyggjói. Lasagnað var af skornum skammti og reynt var að breiða yfir nískuna með salati. Troðfullur diskur af salati með smá lasagnaklípu vakti þá tilfinningu að við hefðum í raun pantað okkur salat. Það er rangt. Við gerðum það ekki. Annar skammturinn var svo brenndur að um fjórðungur hans var óætur sem gerði lítinn skammt enn minni.
Aftan: Sú franska var ljúffeng en að sama skapi petit. Svarta kaffið var virkilega gott.
Verð: 1800 karl fyrir lítinn aðal og lítinn aftan. Verulega hátt verð fyrir verulega smávaxinn snæðing.
Þjónusta: Fullkomin þjónusta. Liðug og löguleg þjónustumær uppfyllti allar okkar leyndustu óskir. Þjónustan bjargaði staðnum frá niðurlægingu.
Stemning: Tryllt heimsvaldastefnustemning. Lekker staður (svo maður sletti nú aðeins áhollensku), innviði klætt viði með viðarmunum á veggjum djúpt úr svörtustu Afríku.
Dollan: Einkennileg hönnun þar sem herbergið sjálft er rúmgott en dollan er staðsett út í horni. Þrengslin í horninu gera það að verkum verkum að setið er með hnén þétt saman svo losun reynist örðug. Mjög góð loftræsting sem heyrist vel í. Loftræstihljóðið fyllir notandann öryggi um að hann verði ekki litinn hornauga á staðnum þegar af dollunni er haldið.
Annað: Pirrandi að fara út af veitingastað svangur.
Kennaraeinkunn: Ekki upp á marga fiska. 18 fiskar.
Fagmenn þakka fóðrið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 13:49
Fagmenn í fóðurleit; Lóuhreiðrið
Lóuhreiðrið var einn frægasti pistill Fagmanna því ekki nóg með það að eigendur og viðskiptavinir staðarins hringdu inn á Fréttablaðið og kvörtuðu þá vorum við reknir með skömm eftir birtinguna. Ástæður fyrir brottrekstri Fagmanna var ólíðandi málfar og að við töluðum niður gesti staðarins. Eftir auðmjúkar afsakanir vorum við þó endurráðnir en það stóð nú stutt..... Eftirmála pistilsins er sá að Lóuhreiðrið fór á hausinn. Tenging? Maður spyr sig.
Fagmenn í fóðurleit
- Út að borða með Lionel -
Kaffistofan Lóuhreiður Kjörgarði
Borðað: For: Sveppasúpa og brauð.Aðall: Fiskréttur með kartöflum, salati, hrísgrjónum og perum úr dós. Aftan:Marengskaka og kaffi.
Gæði fæðis: Forrétturinn var eins og niðursoðnir sveppir hitaðir í soðinu úr niðursuðudósinni, kallaðist súpa á matseðlinum. Aðallinn olli einnig vonbrigðum. Fiskurinn leit vel út á pappírnum en bragðaðist eins og hann hafi látist í olíubrák og síðan halaður upp og eldaður mánuðum eftir að hann drapst. Það má leiða líkum að því að salatið hafi einnig andast í þessari sömu olíubrák. Kartöflurnar stóðu upp úr og brögðuðust eins og kartöflur. Í neyð var verslaður eftirréttur til að bjarga málunum en allt kom fyrir ekki, kakan var eins og úlfur í sauðagæru. Við héldum að hún væri góð en hún var vond. Vond eins og norn.
Verð: 1750 karl fyrir allt heilaklabbið. Of hátt! Svona matur ætti að vera ókeypis.
Þjónusta: Eymdarleg.
Stemning: Iðnaðarmannastemning. Þjónustukonur þekkja hvern kjaft með nafni. Iðnaðarmenn streyma í hrönnum inn í hreiðrið því þeir vita ekki betur og halda að matur eigi að bragðast svona. Einfarar eiga hér einnig afdrep og spjalla út í loftið við aðra einfara. Fagmenn voru hér eins og illa gerðir hlutir sem þeir eru klárlega ekki dagsdaglega.
Dollan: Engin dolla fannst ásvæðinu sem jók enn á þá vanlíðan sem byggst hafði upp með hverjum réttinum áfætur öðrum.
Annað: Eftir for, aðal og aftan fundu fagmenn sig knúna til að fá sér pylsu í ónefndri sjoppu til að slá á óbragðið.
Kennaraeinkunn: Lóuhreiður var ekki að fá´ann. 8 fiskar.
Fagmenn þakka fóðrið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1310
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar