Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

Tek smá pjásu

Nú hef ég ritað niður fíling minn hverju sinni frá miðum ágústmánuði. Mörg vitleysan hefur hrotið af vörum mínum en inn á milli leyndist sannleikurinn vel falinn. Þetta hefur verið býsna erfiður tími ef miðað er við hve auðveldlega ég hef flotið í gegnum lífið öllu jöfnu. Miklar breytingar hafa orðið á högum mínum sem ég ætla ekki að tíunda að þessu sinni en hægt hefur verið að lesa það á milli línanna í eldri færslum mínum. En nú eru jól og nýtt ár á leiðinni, ef það er ekki núna, hvenær er þá rétti tíminn til að breyta til. Ég hef því ákveðið að taka mér smá pjásu við skriftir því fátt er leiðinlegra en fólk sem hefur ekkert að segja en getur þó ekki haldið kjafti. Ég hef ekki haft mikinn innblástur í nokkurn tíma og því mál að linni að hætta að tjá sig svona á opinberum vettvangi. Hver veit nema ég verði fullur eldmóði á nýu og vonandi betra ári og ég held á ný til skrifta en hér er þó engu lofað.
Að endingu set ég inn viðtal sem var tekið fyrir handbolti.is, aðallega vegna skorts á hugmyndum til að lengja síðasta pistilinn. Ég bið ykkur vel að lifa og látið mig svo í friði, hættið að hringja í mig og snúið ykkur að öðru þar til ég er tilbúinn aftur. Þar til næst, fokk off, siggilitligleðigjafi.

Handbolti.is:

-
Fullt nafn: Sigurður Eggertsson


-Aldur: tuttuguogfimmaðverðatuttuguogsex

-Giftur/sambúð? Ég er ekki giftur en er í sambúð með vini mínum honum Magnúsi, telst það?


-Börn: Ég vona til guðs að þau leynast ekki einhverstaðar þarna úti.

-Hvað gerir þú? Ég er hetja í fullu starfi.


-Ánægður og hvers vegna? Jájá. Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig. 


-Varstu góður unglingur? Já, ég vil meina það, aðrir ekki. Það kom fyrir að foreldrafundir voru ekki haldnir út af mér en það var sjaldgæft. 


-Hverjir eru þínir helstu kostir sem persónu? Usss, hér get ég haldið áfram endalaust. Glaðlyndur, jákvæður.... ok kannski ekki endalaust en það er meira, man það bara ekki akkurat núna. 


-En helstu gallar sem persónu? Ég á dáldið eftir að finna mig. 


-Heldurðu að þú sért eða verðir góður maki og hvers vegna? Já ég held það bara. Ef makinn lærir að verða undirgefin mér í einu og öllu mun ég leyfa henni að fara í Debenhams á hverju ári. 


-Uppáhaldsdrykkur? Vatn.... með kókbragði


-Uppáhaldsmatur? Saltkjöt er í miklu uppáhaldi en er með veikan blett fyrir hverskonar skyndibita. 


-Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki? Nei, alls ekki. Spila samt alltaf með lukkuband, slekk ljósin þrisvar áður en ég fer út, hræki á fyrsta ljósastaurinn við húsið mitt, borða alltaf lakkrís og skyr, fer síðastur út úr klefanum, banka í snagann eftir upphitun, loka augunum í 10 sek. áður en leikur hefst og kyssi gólfið en ég meina, hver gerir það ekki. Engin hjátrú, bara öryggisatriði. 


-Hvaða liði myndir þú vilja spila með? Fram auðvitað


-Hvaða liði mundir þú aldrei spila með? Í.B.V. Ælan þrýstist upp í nefgöngin á mér bara við að hugsa um Herjólf. Þegar ég pæli í því þá gerist það líka þegar ég hugsa um einhvern sem heitir Herjólfur. 


-Erfiðasti andstæðingurinn? Liðamótin mín hafa reynst erfið í gegnum tíðina. 

-Besti samherjinn? Ég og Bjarni Ólafur knattspyrnustjarna náðum vel saman í gegnum yngri flokkana. Bjarni í skyttu og ég í horni og við það komu titlarnir nánast sjálfkrafa í öllum flokkum. 

Svo var félagi minn Róbert Óli úr fótboltanum duglegur að mata mig á stungusendingum, er enn á því að ég hefði átt að velja fótboltann.
-Ofmetnasti leikmaðurinn hér á landi? Ég er klárlega ofmetnasti leikmaður deildarinnar. Ég get ekki skotið á markið, get ekki spilað vörn, get ekki sent á línu og geri mér enga grein fyrir hvað er í gangi á vellinum. Þrátt fyrir þetta var ég atvinnumaður og landsliðsmaður. 


-Vanmetnansti leikmaðurinn hér á landi? Gamla hrossið hann Hjalti Pálmason eða Hjalti Pussa eins og mamma mín kallar hann. Hann er nefnilega ekki jafn hægur og feitur og fólk virðist halda. Hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar, frábær skotmaður og skilur leikinn mjög vel. Verst hvað hann er leiðinlegur. 


-Sætasti sigurinn? Essó-mótið stendur uppúr en þar fór ég að háskæla eftir leikinn. En svo eru nokkrir sætir sigrar eftir að ég komst í mútur eins og Íslandsmeistaratitillinn í vor, sigur á Rússum með landsliðinu og sigur í keppninni Herra Rass Austurbæjarskóla. Sá titill er enn að trekkja að.


-Mestu vonbrigði? Að hafa ekki náð að setja stefnumót með Dóru Maríu fótboltakvendi inn í nýja samninginn minn. 


-Besti vinur þinn úr handboltanum? Ég á enga vini úr handboltanum. Utan æfinga yrði ég ekki á liðsfélaga mína.


-Uppáhalds erlent handboltalið? Barcelona er flottasta lið heims. 


-Uppáhalds handboltamaðurinn? Er það ekki klisja að segja Balic? En mér ber bara skylda til að nefna hann, hann svaraði nefnilega Siggi Eggerts í svipuðu viðtali. 


-Besti íslenski handboltamaðurinn í gegnum tíðina? Örvhentu Vals-undrin Bjarki Sig og Óli Stef. 


-Efnilegast handboltamaðurinn á landinu? Roland Eradze á eftir að ná langt


-Fallegasta handboltakonan hér á landi? Berglind Íris er fegurst gyðja en hún er því miður með vini mínum. Svo er Guðrún Drífa náttúrulega svaka babe en mér myndi alltaf líða eins og ég væri að sofa hjá Einari Hólmgeirs.


-Grófasti leikmaður deildarinnar? Ég hef alltaf gaman að því að fá hné í læri frá Adda Pé. Pálmar Pétursson markmaður er einnig mjög grófur en á öðrum sviðum.
-Besti íþróttafréttamaðurinn? Ég er einlægur aðdáandi Samúels Arnar Erlingssonar. Svo hafði ég ótrúlega gaman að Ágústu Eddu, hafði ekki tekið eftir því áður hversu smámælt hún er. 


-Ekki besti íþróttafréttamaðurinn? Þessir Formúlu-sauðir.


-Hvernig gemsa áttu? Einhvern geðveikt flottan með enn flottara númer: 6151561.
-Uppáhaldssjónvarpsefni? Fóstbræður verða ekki toppaðir.


-Besta bíómyndin? Fight Club og The Wet dreams of Jennifer


-Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég er mikill Megasmaður en get alveg pínt mig í smá Radiohead. 


-Uppáhaldsútvarpsstöð? Neibb


-Uppáhalds vefsíða? Vefsíðan mín gledigjafinn.blog.is var ómótstæðileg en er í mikilli lægð þessa dagana. 


-Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Þeir eru orðnir frekar tæpir þeir félagar Elvar, Baldvin og Pálmar. "Níutíu og eitt eða ekki neitt" er mottó þeirra greddubræðra. 


-Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur tengt handboltanum? Margt var spaugilegt í sambandi við svarta Frakkann okkar hann Bavou. Það var í sjálfu sér spaugilegt að vera einn sextíu og átta á hæð með einn sextíu og átta milli lappanna. Get líka hlegið endalaust að því þegar hann mætti í fyrsta partý okkar Valsmanna. Hann var ótrúlega sáttur, gaf öllum five og sagðist hafa keypt bjór fyrir alla. Allir fengu eina flösku og sötruðu þangað til það var ekki hægt að hemja hláturinn lengur. Menn settu frá sér Malt flöskurnar frá Bavou og tóku til við drykkju. Bavou var þögull það kvöld.


Önnur saga af Bavou er þegar hann bauð mér og Hjalta Pálma í mat. Svo bara upp úr þurru varð hann alvarlegur og tilkynnti okkur; "I like Píka!" Við Hjalti áttum erfitt með okkur en tókum samt undir með honum og sögðumst skilja það vel. En hann vildi leggja áherslu á orð sín, stóð upp og sagði; " I really like Píka. You know, Píka, goalkeeper in Valur". "Oh, you meen Begga" náði Hjalti að stynja upp milli hláturs og gráturs. Bavou var sem sagt heitur fyrir henni Beggu markmanni. 


-Ef þú mættir koma með eina ábendingu til dómara, hver mundi hún vera? Þetta er mannskemmandi starf og þið ættuð að finna ykkur annað lífsviðurværi og sjá, þið munið blómstra.


-Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun sem felur ekki í sér fótbolta. 


-Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Ætli það sé ekki pabbi.


-Áttu önnur áhugmál fyrir utan handboltan og hver þá? Já, hef gríðaráhuga á að snæða mat. Vandræðalega mikinn.
-Ertu trúaður? Nei, guð forði mér frá þeirri vitleysu


-Hver er uppáhalds skemmtistaðurinn þinn? Þið getið fundið mig á Vegamótum um helgar, allar helgar. Ef allt klikkar á Vegó er staðurinn Hverfis, stundin er sex að morgni og markmiðið er sleikur. 


-Hver er uppáhalds matsölustaðurinn þinn? Hereford er fínn svona milli mála.


-Hvað er rómó? Að haldast í hendur og horfast í augu. 


-Hvað er sexý? Stúlkur í sokkaböndum og Ægir í sokkabuxum.


-Er þú horfir á handboltaleik hjá stúlkunum, ertu þá að horfa á leikinn vegna handboltans eða stelpnanna? Beggja blands


-Hvernig reynir þú við þitt kyn eða hitt kynið? Á dömurnar dugir oftast að segjast vilja geta við þær börn. Þessi setning gefst ekki jafn vel á drengina og er þá næsta skref oftast gamla góða pillan í glasið. 


-Ef þú þyrftir að velja á milli þess að horfa á handboltaleik, borða góðan mat, eiga góðan tíma með félögunum eða njóta ásta, hvað mundi það verða? Njóta ásta með félögunum.


-Ertu ástfanginn? Nei því miður. 


-Hverjir eru almennt helstu kostir kvennfólks? Þær eru svo mjúkar.


-Hverjir eru almennt helstu gallar kvennfólks? Eins og Megas segir: Dömueðlið er af dyggðum rýrt


-Fallegasti kvennmaður sem þú hefur séð? Nanna Kolbrún æskuást, Dóra María knattmær og Tinna Þorsteins fyrrverandi.


-Hvaða persónu mundir þú helst vilja hitta? Mig á mismunandi lífsskeiðum


S-tefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni og hverju þá? Nei, algjörlega stefnulaus. Er með fullt af háskólagráðum á bakinu en enda örugglega á bensínstöð. 
Ertu góður í handbolta? Hógværð heftir svar


-Ferðu á snyrtistofu? Fer ég á snyrtistofu???


-Hvað dreymir þig um? Mig dreymir um lagið "Mig dreymir" með Hreimi.


-Án hvers gætir þú ekki lifað? Samveru og samlífis


-Án hvers gætir þú lifað? Frostlagar, sultu og sýfilis.


-Hvað dettur þér í hug er þú heyrir:
Handbolti? Tímaþjófur
Valur? Stærsta og sigursælasta félag landsins.
Nakinn karlmaður? Ægir að syngja í sturtu og Pálmar að þvo mér.
Nakinn kvennmaður? Valsstúlkur í gengum gægjugat.
RLR? LSD
Vodafone? Hlíðarendi að selja sálu sína
Frjálsi? Græðgi, grimmd, yfirgangur.
Peningar? Lagið "It's all about the money, all about the dummdummdididummdumm"
Ást? Ásta Ragnheiður Pétursdóttir fyrrum þula hjá ríkisútvarpinu.
Kynlíf? Eitthvað sem er i boði í síma 6151561.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Besta fyrirsögnin

Skoðanakönnun hefur nú staðið í alllangan tíma um bestu fyrirsögnina á bloggfærlum frá Danmörku. Margar komu til greina en eftir hatramma innbyrðis baráttu komust eftirtaldar fyrirsagnir í úrslit:
Fokking Danir - Barnagirnd og fleira spennandi... - Langt síðan maður hefur migið á hund - Eins og svelja á belli- Þvegleggsmálið og önnurgleðitíðindi frá Íslandi - Leiðist mér að lifa, langar til að deyja..
Til að útskýra í stuttu máli þá sögu sem hver fyrirsögn stóð fyrir þá stóð fyrirsögnin (Fokking Danir) fyrir örsögur úr dönskum raunveruleika. Sá raunveruleiki var ekki eins og við eigum að þekkja hann. (Barnagirnd og fleira spennandi...) stóð fyrir pistil minn varðandi mun á pedófílíu og ephebófílíu og þá ábendingu að betra er að byrgja brunnunn áður en að barnið er dottið í það. Þessi pistill gerði allt vitlaust, komst í heitar umræður á moggablogginu enda lásu hann mörg þúsund manns og 25 komment mættu galvösk á síðuna. Fyrirsögnin (Langt síðan maður hefur migið á hund) fjallar um nýtt húsnæði og þá staðreynd að engin klósetthurð reyndist fylgja með. (Eins og svelja á belli) vakti athygli á íslensku málfari með því að tína til 89 nöfn yfir getnaðarlim. (Þvagleggsmálið og önnur gleðitíðindi frá Íslandi) vakti athygli á þeirri staðreynd að það væri nú ekkert vesen fyrir stelpur að fá í sig þvaglegg þar sem þær pissi jú allar með rassinum. (Leiðist mér að lifa, langar til að deyja...) var eingöngu óvenju greinagóð lýsing á líðan minni í Danmörku.
Eftir langa kosningarbaráttu var gengið til kjörklefa og niðurstaðan sem hér segir:
Fokking Danir 41,9%
Barnagirnd og fleira spennandi... 15,1%
Langt síðan maður hefur migið á hund 14,0%
Eins og svelja á belli 4,7%
Þvegleggsmálið og önnurgleðitíðindi frá Íslandi 5,8%
Leiðist mér að lifa, langar til að deyja.. 18,6%

Fyrirsögnin Fokking Danir rúllaði upp samkeppninni og sigraði með nærri helming greiddra atkvæða. Skemmtilegt í ljósi þess að fyrirsögnin og pistillinn í heild sinni gefur hvað best ljós á dvöl mína í Danaveldi. Fokking Danir mundi ég segja lýsi alveg ótrúlega nákvæmlega Dönum sem þjóð og sem einstaklingum.
Um leið og ég óska Fokking Dönum til hamingju með titilinn hvet ég alla lesendur til að lesa sér til gagns og gamans sigurpistilinn því hann svíkur engann.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


Um tómlyndi.

Ég hef verið óvenju tómur skriflega séð síðustu vikur og veit ég ekki hver ástæða þess geti verið. Ekki er ástæðan sú að lítið sé um að vera í lífi mínu þessa dagana, öðru nær. Ég er nú í nýrri vist og nýrri vinnu, má ekki leika handknattleik um sinn og er kærustulaus í fyrsta sinn í ár og daga.
Nýja vistin er yndisleg. Okkur Magnúsi semur dáyndis vel, liggjum eins og hjón upp í sófa öll kvöld, spjöllum, hlustum á blús og maulum smákökur. Þetta er líferni sem ég hef ekki áður kynnst en líkar vel við. Við erum með ólíkan lífsstíl og ólíka sögu en dönsum á sömu bylgjulengd sem er allt sem ég óska í vinasambandi.
Nýja vinnan gengur einnig vel. Þræll er dulið heiti yfir það sem ég aðhefst en þarna er klassafólk í kringum mig og margskonar verkefni svo mér leiðist ekki hót. Ekki skemmir það líka fyrir að fé það sem ég uppsker dvergar kennaralaunin. Talandi um kennaralaun, hvernig er hægt að réttlæta þá fásinnu sem launin fyrir þá mikilvægu vinnu vissulega er.
Það er vissulega glatað að mega ekki spila fyrr en eftir áramót en gefur þó svigrúm fyrir vinnu og skemmtanastand sem ég nýti mér út í hinar ystu æsar.
Ég vil einnig nota tækifærið til að óska þeim góðvinum mínum Þorbirni og Sverri til lukku með afleiðingu ríðinga sinna. Á enn eftir að líta gripina en trúi ekki öðru en það verði eitthvað varið í þá. Það er ég viss um að Þorbjörn á eftir að reynast góður faðir og Sverrir sú móðir sem öll börn óska sér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi

Fagmenn í fóðruleit; Kaffi Vín

 

 

Kaffi Vín

KaffiVin

 

Borðað: Gúllassúpa(með slatta af gúllasi, kartöflum og grænmeti) og brauð + ábót á bæði.

 

Gæði fæðis: Mikilgæði, gott bragð og gnægð matar í súpunni. Brauðið lungamjúkt og heitt.Áfyllingin var á hinn bóginn ekki sömu kostum gædd. Súpan var volg og brauðiðvanbakað. Það er greinilega ekki gert ráð fyrir ábót á rétt þennan. Fagmennmæla ekki með ábót því hún spillir fyrir annars ljómandi upplifun.

 

Verð: Súpa ognýbakað á 690 karl. Áfyllingin gerir verðið hlægilegt.

 

Þjónusta: Alvegmeiriháttar. Allar óskir uppfylltar. Heiðarleg þjónusta og laus við tilgerð.

 

Stemning: Highschool hang out. Fullt af ungu fólki sem heldur að það hafi skoðanir. Þægilegadáleiðandi gítartónlist í græjunum, ójafnir veggir og eitursúrar myndir haldamanni í leiðslunautn á meðan snætt er.

 

Dollan: Rauðleiturblær gefur exótíska afskilunarstemningu. Súra þvagstækjuna nær lítil vifta ávegg ekki að lífga upp á. Ekki laust við að manni líði eins og í bíómynd þegarsetið er á dollunni.

 

Kennaraeinkunn: Uppá marga fiska. 29 fiskar.

 

 

Fagmenn þakka fóðrið. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Margt að ske....

Fékk indæla vinnu hjá Finna handboltakappa. Var að stússast að undirbúa partý og gera auglýsingu. Þetta var mikil tilbreyting fyrir mig, vinnulega séð. Hingað til hefur mér þótt lagt mikið á mig ef klukkan væri orðin tvö og ég enn í vinnunni. Góðu vanur segja sumir, fljótur að vinna svara ég. En í þessari nýju vinnu var unnið þar til verkefnið var búið og það var kannski ekki fyrr en um miðnætti. Alvöru. Fór svo upp á jökul eftir undirbúning partýa í bænum og var það ævintýri út af fyrir sig. Ég var mættur galvaskur upp á Mýrdalsjökul á laugardagsmorguninn, dúðaður sem aldrei fyr. Og þetta var ein af upplifunum lífsins, ískalt, sól að rísa, Vestmannaeyjar koma í ljós úr skýjabakka, logn og gott skyggni yfir sandana og fjöllin í kring, hundasleðar með grænlenskum ofvöxnum hundum, Tælendingur sem átti að leika Grænlending, þyrla lenti og maður fauk í burtu og allur sá matur sem ég gat torgað á einum degi. Topp dagur, alltaf hollt að komast úr í náttúruna, anda að sér fjallalofti og pissa á hættulegasta eldfjall Íslands sem undir jöklinum liggur.
Síðari dagurinn var allur annar sökum veðurs. Varla var stætt í verstu vindhviðunum og svo mikið fjúk að lítið sást út úr augum. Jepparnir festust í klukkutíma á leið niðraf jöklinum og ég í beinu símasambandi við Bjarna til að heyra síðustu mínúturnar úr bikarleik Vals.
Semsagt, margt að ske þessa helgi. Ofan á þetta bætast pælingar um hvar eigi að spila næsta tímabil. Nú, og hvað eigi að gera í lífinu. En þetta get ég hugsað um í kósíheitum heima hjá Magga sem fer svo vel með mig að ég fer hjá mér.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi

Fagmenn í Fóðurleit; Barónspöbbinn

Barónspöbbinn

barónsp 

Borðað: For: Súpa með nautahakki, osti, tómötum, snakki og grænmeti. Aðall: Kjöt í karrí. 

 

Gæði fæðis: Afskaplegabragð- og matarmikil súpa. Góð þefun og ef ekki hefði verið fyrir svelt allandaginn hefði súpan nægt sem fullbúinn hádegisverður.

Kjötið bragðaðist hins vegar líkt og sjálfdauðrolla sem rekið hefur daglangt í höfninni.

 

Verð: Eiturfíntalveg, for og aðall á fjólubláan karl.

 

Dollan: Skemmtilegaólystug, umtalsverðar saurleifar í skál og nokkuð um skítamix á tankinum. En þógóð til síns brúks.

 

Þjónusta: Eins ogað koma í heimsókn til frænku sinnar. Manni er vel tekið en þiggur matinneingöngu af væntumþykju.

 

Stemning: HressandiStaupasteinsstemning. Menn með mottur og sólgleraugu innandyra. Stöð 2 bíó er ígangi og því varð ekkert úr djúpum samræðum fagmanna. Þess í stað var horft áviðbjóðinn Mean Girls og saurguðust hreinar sálir okkar við það.

Að þessu sinni látum við fylgja með brandarasem við heyrðum sagðan í þrígang. Hann var endurtekinn í tvígang því enginnfattaði djókið. ,,Achtung Stalíngrad, achtung Stalíngrad. Þá sögðu þeir:Hvernig gengur? Þá var svarað: Þeir eru farnir að nota bófaaðferðir, berjast úrkjöllurum og vaskahúsum." Þess má geta að enginn náði brandaranum heldur íþriðja sinnið.

 

Kennaraeinkunn:Ekki upp á marga fiska. 12 fiskar.

 

Fagmenn þakka fóðrið


Nýtt pleis, sami drengur

Eftir að hafa boðið sjálfum mér upp á að húka í tölvuherbegi foreldra minna í hartnær mánuð fannst mér þessi óhæfa ekki lengur sóma þeim góða dreng, sem ég og flestir sem til mín þekkja telja mig vera, og hef ég því beðist hjálpar frá einum minna allra bestu, Magnúsi Birni, og undireins var hjálparhönd út rétt og mér boðið til samvistar sem ég tók fegins hendi og því kominn í vist Magnúsar og móður sem skapar mér hvorki óyndi né ólund nema síður sé.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Létt verk og löðurmannlegt

Við í handboltaliði Vals höfum nú opinberlega boðið í knattspyrnulið Valskvenna. Bæði lið eru Íslandsmeistarar og er því um stórleik að ræða. Þessi leikur hefur lengi verið í deiglunni en aldrei hefur orðið af því að boða til hans, þar til nú. Bæði lið eru afar siguviss og verður því hart barist EF þessi leikur verður að veruleika. Við erum reddý svo það er eingöngu spurning um hvort Valsstúlkur, sem hafa hingað til ekki verið feimnar við að auglýsa eigið ágæti, guggni á áskoruninni eða standi við stóru orðin.

Hér að neðan er bréf frá mér sem birtist á heimasíðu Vals þar sem ég, fyrir hönd Íslandsmeistara Vals, skora á Hlíðarendahnáturnar.

---Í nokkurn tíma höfum við drengirnir úr Íslandsmeistaraliði Vals í handknattleik ýjað að því að við ættum ekki í vandræðum með að sigra Íslandsmeistaralið Valsstelpna í fótbolta enda með hæfileikamenn í flestöllum stöðum. Ekki hefur staðið á viðbrögðum Betu þjálfara við þessum pælingum okkar, haft hefur verið eftir henni að við ættum að prísa okkur sæla ef við sleppum við tveggjastafa tap. En nú er mál að standa við stóru orðin og hér með bjóðum við úr handboltanum í kvennalið Vals. Tímasetning og hvort spila eigi á stóran eða lítinn völl er stúlkunum í sjálfsvald sett enda viljum við ekki heyra neinar afsakanir eftir leikinn. Svo er bara vita hvort Betan guggni þegar á hólminn er komið og áskorunin er orðin opinber.
Virðingarfyllst,
Sigurður Eggertsson, undrabarn í knattspyrnu.---

Fotbolti.net komst um snoðir um leik þennan, birti frétt þess efnis og tók viðtal við markvörð stúlknanna. Gaman hefði verið ef síðasti pistill minn hefði einnig ratað á áðurnefnda síðu.
Endilega spáið í úrslit leiksins
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lógum leikmönnum landsliðsins!

Væri ekki ráð að losa sig við íslenska landsliðið í knattspyrnu á einu bretti, lóga þeim öllum með tölu og geta notað þær gífurlegu fjárhæðir sem ausið er í eitt versta landslið heimsins í einhverjar íþróttir sem skila árangri?! Af hverju er yfir höfuð verið að púkka eitthvað upp á þetta lið? Hver þjóðarsorgin á fætur annarri vegna vanfærra knattspyrnumanna. Ef lógun yrði að veruleika gæti þjóðin einbeitt sér að þeim íþróttum sem valda ekki stöðugum vonbrigðum og draga nafn landsins upp úr þeim skít sem karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur látið flæða yfir land og þjóð allt of lengi. Þjóðin tæki gleði sína á ný og gæti ferðast um í framandi löndum án þess að færast undan, blóðroðna og enda svo á að svara; Noregi, þegar spurt er um uppruna. Já, lógun landsliðsins hefur í för með sér ótal kosti og ég hef hvorki tíma né þrek til að telja þá alla hér upp. Og gallarnir eru óverulegir, menn á við Veigar Pál, Árna Gaut, Theódór Elmar Bjarnason, Stefán Gíslason, Brynjar Björn Gunnarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Grétar Rafn Steinssonar, Sverrir Garðarssonar og Ragnars Sigurðssonar myndu fara undir græna torfu. En í einlægni, hverjum væri ekki sama. Það veit hvort eð er enginn hverjir þessir menn eru. Sá eini sem maður getur tengt nafnið við andlit er Eiður Smári en sorgin vegna fráfalls hans myndi fljótt víkja fyrir mikilli gleði er við þjóðnýtum auðævi hans, útrýmum fátækt, byggjum upp mennta- og heilbrigðiskerfi og stofnum Útóbíu hér á Gamla Landinu.
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi
mbl.is Veigar og Árni Gautur bestir að mati Ekstra Bladet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga úr Aukaverkunum Halldóru Thoroddsen

Mamma var að gefa út nýja bók nýverið, Aukaverkanir að nafni, og finnst mér upplagt að birta hér eina af sögunum 40 sem er að finna í bókinni. Eru þetta stuttar sögur úr samtímanum umluktar ævintýrabrag. Sagan hér er sú fyrsta sem mamma las upp fyrir mig og er því við hæfi að þetta verði fyrsta sagan sem þið lesendur góðir fáið að njóta. Endilega látið mig vita hvernig ykkur finnst.

---Njörður, Eiríkur og Helgi---

Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu, þau áttu sér þrjá sonu sem hétu Njörður, Eiríkur og Helgi. Sá elsti var með Asberger-heilkenni, sá í miðið ofvirkur, en hinn yngsti var allra hugljúfi. Þegar hjúin voru tekin að reskjast kalla þau sonu sína fyrir sig og segja: ,,Nú eruð þið komnir á legg og getum við ekki fætt ykkur og klætt lengur. Skuluð þið halda út í víða veröldina og reyna að komast áfram upp á eigin spýtur”. Bræðurnir tóku þessu vel og kvöddu foreldra sína. Héldu þeir nú í hann með nesti og nýja skó og er þeir koma að fyrstu vegamótum skiljast leiðir. Þar greindist vegurinn í þrjár áttir. Aðalstræti beint framundan, Njarðargata í vesturátt og Glapstigu lágu þar nærri.
Sá hinn elsti sem Njörður hét gekk Njarðargötu, sem leið lá í Sílíkondalinn að sýsla við tölvur. Hann grúfði sig strax yfir skjá til að þurfa ekki að halda uppi samræðum, því eftir erfiða vegferð um mannheima var hann á stöðugum flótta undan kröfunni um létt spjall. En Sílíkondalurinn var sæluríki þar sem enginn hafði áhyggjur af léttu spjalli, heldur einbeittu menn sér að skjá, þar sem náttúruskrímslið var víðsfjarri og allt gat gengið upp sem reiknisdæmi. Í fyrsta sinn í veraldarsögunni fengu hans líkar þau völd sem þeim bar, enda einu mennirnir sem gátu komið einhverri smáskikk á þennan glundroða sem lífið var. Þeim var falið að búa til forritin sem mannkynið skyldi vinna eftir liðlangan daginn. ,,Við hönnum á tilfinningarverunum hausinn og þar með veröldina.”, sögðu nirðirnir eins glaðir og þeim var unnt. Í þessum yfirskyggða dal voru hans líkar og fann hann sér brátt prýðiskonu sem kvaldi hann ekki með tilfinningarugli og gat hann við henni börn.
Miðbróðirinn Eiríkur fór Aðalstræti. Sá hann í svip öll þau tækifæri sem ónotuð lágu fyrir fótum hans í fjármálaheiminum. Fyrst reyndi hann sig við eyturlyfjasölu ákaflega ábatasama en fikraði sig síðan inn á löglegar brautir féfléttingar. Virtist honum auðsýnt hvernig auðurinn sogaðist linnulaust frá hinum lægstsettu til hinna efnameiri eftir lögskipuðum brautum og því óþarfi að stunda áhættuhegðun þegar aldurinn færðist yfir og ofvirknin dvínaði. Varð hann brátt mikill maður í mannheimum, gekk að eiga fegurðardís og hélt auk þess margar hjákonur sem hann sá vel fyrir og klæddi í dýrustu merki. Eignaðist hann mýgrút afkomenda sem fengu sitt fyrirtækið hvert.
Víkur nú sögu að yngsta bróðurnum Helga (sem var allra hugljúfi).
Hann var fagur á að líta, augun stór og hrekklaus, húðin silkimjúk og varirnar bólgnar af æsku. Hann hreyfði fagra limi sína eins og foli. Þokkafullur og markviss gekk hann glapstigu og reyndi fyrir sér sem launþegi. En hvernig sem hann vann áskotnaðist honum þó ekki nægt fé til þess að reisa sér þak yfir höfuðið, heldur nægðu verklaun hans aðeins fyrir fæðu og herbergisleigu. Ljúfmennska og persónutöfrar drógu skammt í makaleit því konur misstu jafn skyndilega áhugann og hann hafði kviknað, er þær fylgdu honum inn í forstofuherbergin sem hann hafði til afnota. Sáu þær sem var, að svo lélegur skaffari mundi lítt fallinn til undaneldis. Tekur hann það til ráðs að leita í hjónabandsmiðlun og finnur sér þar konu sem þýðist hann til að slá á mesta einmanaleikann og kvíðann. Reynist ráðahagurinn auka á eymd þeirra beggja og hrepptu þau skötuhjúin margan byl.
Fyrir þrábeiðni konu sinnar brýtur Helgi odd af oflæti sínu og bankar þrjú högg á hús Eiríks hins auðga og biður bróður sinn um aðstoð í kröggum sínum. Tekur hann þeim ljúflega og býður þeim bæði bíla- og húsnæðislán með okurvöxtum. Skyldu þau vinna fyrir þeim í fjörutíu ár. Una þau skötuhjúin vel við sitt um stund. En er lánabirgðin er að sliga þau, segir kerling þetta ekki duga mundu og ,,þurfum við að fá afkastahvetjandi forrit til að vinna við til þess að mæta vöxtunum". Fara þau nú til Njarðar og nauða í honum um aðstoð. Hannar hann fyrir þau afkastahvetjandi heildarlausn til að efla iðju. Taka þau viðbótarlán hjá Eiríki og borga Nirði forritin. Sitja þau nú öllum stundum fyrir framan skjáinn Njarðarnaut til þess að borga Eiríki lánin og afla fjár til að uppfæra forritin.
Hrósa hjónakornin happi yfir batnandi gengi og hola niður tveimur afkvæmum og tekst með ráðvendni að halda íbúðinni og leggja fyrir auralús. Finna þau skýrt við hvert fótmál hversu þau eiga bræðrunum allt að gjalda. Njörður og Eiríkur hneigðust hins vegar til æ glæfralegri spákaupmennsku á verðbréfamarkaði og þar kom að þeir töpuðu talsverðu fé vegna óskynsamlegra fjárfestinga. Komu þeir hágrátandi til Helga og kerlingar, röktu raunir sínar og segjast þurfa að hækka verð og vexti. Hjónakornin tóku vel í hugmyndina og fannst sjálfsagt að hlaupa undir bagga því bæði var, að þau vildu sýna þakklæti sitt í verki og ekki vildu þau láta hjól atvinnulífsins stöðvast sín vegna. Varð nú aftur kátt í koti og höllu og undu bræðurnir glaðir við sitt, þar til dauðinn leysti þá frá eigum sínum og máði út allan aðstöðumun. Eru þeir jarðaðir í grafreiti nærri vegamótum þeim sem þeir lögðu upp frá ungir menn. Gróið er yfir leiði þeirra og segja kunnugir að sömu grös vaxi frá þeim öllum jafnt; vallarfox, háliða, puntur, sveif, vingull og súra í jöfnum hlutföllum á leiðunum þremur. Lýkur svo þessari frásögn.

(siggi:
Mér finnst því miður ég bera þess merkis að vera næstur honum Helga að náttúru, ekki veit það á gott.)
þar til næst, fokk off
siggilitligleðigjafi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1310

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband