15.8.2008 | 19:04
24 júlí
Þessi dagur var hálfgerð spegilmynd fyrsta dagsins í Malindi. Hófum daginn á morgunmat, héldum svo í labbitúr í gegnum þorpið, öll börn hlupu út, veifuðu og æptu "ciao" og aðra vel valda ítalska frasa. Eftir að hafa gengið í gegnum þorpið fagra og síðan framhjá mafíósavillunum komum við niður á strönd. Magnús breytti ekki út af vananum heldur stökk útí en ég hélt hinsvegar kúlinu, óblautur á bakkanum. Við gengum ströndina á enda og tókum túktúk frá strandarenda beinustu leið á ítalskan veitingastað. Sami matur en nýjir mafíósar með nýjar fylgdarmeyjar. Um fjögur , eftir að Magnús hafði sótt sérsniðna ítalska leðurskó gerða úr fórnarlambi mafíósana, héldum við sem leið lá aftur til Mombasa. Kvöddum Katana með seðlum og þökkum og tékkuðum okkur inn á sama hótel og áður. Fórum fínt út að éta um kvöldið á Bella vista og það ekki í síðasta sinn. Fórum snemma aftur upp á hótel og Magnús flutti húslestur. Sofnaði um leið og lestur Magnúsar hófst.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.