Leita í fréttum mbl.is

25 júlí

Vöknuðum og eftir morgunmat var haldið í verslunarleiðangur. Um leið og við stigum út af hótelinu birtist hinn uppáþrengjandi Samúel (Örn?). Það er erfitt að segja til um hvort þeirra, flugurnar, hórurnar eða Samúel, sækir mest í okkur en úr þessum hópi veldi ég hórurnar á hverjum degi. Með hann í eftirdragi þræddum við búðir í gamla bænum og birgdum okkur upp af góssi. Eftir að hálfur bærinn hafði lofað okkur "special price" fyrir að kíkja inn í búð sína héldum við heim klyfjaðir. Eins gott að við versluðum okkur hvor sína risa ferðatösku til að troða varningnum góða í. Séðir! Að kaupum loknum var skellt sér í mat. Magnús vildi ólmur ráða staðarvalinu og ég fylgdi honum á Casablanca. Merkilegt nokk var þessi matsölustaður troðinn gleðikonum. Þarna snæddum við slæman mat undir daðri hóps vændiskvenna. Fórum við þaðan ófullnægðir og ófulnærðir og skelltum okkur á staðinn okkar, Bella vista. Þjónninn okkar hann Jón spurðu hvort við vildum ekki það sama og vanalega og við játtum því. Skömmu síðar birtist okkur kjúklingavængir og samósa í forrétt, piparsteikur, franskar, sósa og salat í aðalrétt og ávaxtasalat í eftirrétt. Með þessu voru drukknar tær fanta og tvær spræt. Þetta var etið í flest mál þann tíma er við vörðum í Mombasa. Eftir dýrindis snæðing var tekinn kúr á hótelinu til að vera ferskir fyrir kvöldið. Stefnan var tekin á fínan kínverskan veitingastað og síðan á diskó. Sá kínverski var dásamlegur en að sama skapi dýr. Á diskóinu voru þær trylltari í henni en á Vegamótum og undi Magnús því áreiti illa enda maður eigi einsamall. Ég fór hinsvegar ósáttur heim. Sváfum eins og börn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 1198

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband