19.8.2008 | 12:18
26 júlí
Sváfum út og skelltum okkur síðan á Bella vista og báðum um það sama og vanalega. Fátt eðlilegra en að fá sér piparsteik í morgunmat. Eftir matinn fór Magnús í sólarbað en ég röti um gamla bæinn og markaði hans. Þar hitti ég gamlan mann sem tók mig upp á sína arma og gerðist leiðsögumaður minn. Með honum rölti ég um allt og hann fræddi mig um staðarhætti. Flottar búðir með arabísku ívafi voru á hverju strái og fékk ég græðgisglampa í augað, það hægra. Ég hélt heim og tældi Magnús með mér í búðarráp. Við versluðum klæði eins og enginn væri morgundagurinn og földum síðan fenginn upp á hótelherbergi. Að því loknu píndum við okkur á Bela vista og pöntuðum skammtinn okkar. Að áti loknu fórum við upp á hótelherbergi og fórum í slag undir moskítónetum. Eftir að hafa tekist hraustlega á og rifið bæði netin rotuðumst við. Ég með glóðarauga og sprungna vör, Magnús með auman úlnlið og tár á kinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.