Leita í fréttum mbl.is

og hvað svo?

Jæja, þá er maður búinn að koma sér fyrir í koti sínu. Flest allt komið í góðar skorður og ég sæll og glaður með árangurinn. Bara byrjaður að búa, hva og ekki nema rétt rúmlega 26 ára. Íbúðin er ykkur að segja stakasta prýði enda bý ég að því að hafa tvo innanhúsarkitekta í hýbýlapælingum fyrir mig allan sólarhringinn. Annað séníið er hún móðir mín sem stendur sig með sóma enda hennar hagur að koma ungviðinu úr hreiðrinu til að geta leigt fyrri búsetu þess út fyrir fúlgur fjár. Móðir mín er nefnilega ekki aðeins með afar góðan smekk að eigin og annarra sögn heldur fékk hún líka tíu í litafræði í mynd- og handiðnaðarskólanum, aðeins að eigin sögn reyndar. Hitt séníið er ekki af óæðri enda en hér er um að ræða Báru Hólmgeirsdóttur konu bróður míns. Bára er starfandi fatahönnuður en svo virðist vera að hönnunargáfa hennar sé ekki einungis saumuð við föt því hönnunarorð hennar eru mér lög og stendur hún fullkomlega undir því hve henni finnst hún vera klár í þessum málum. Eins og má glögglega lesa úr skrifum mínum er ég einstaklega montinn af nýjum húsakynnum mínum. En á meðan ég býð símtalsins óumflýjanlega frá Völu Matt reyni ég að finna mér eitthvað til dundurs. En það er einmitt málið, hvað skal svo gera? Eftir að maður hefur komið sér svona líka fyrir, hvað svo? Á ég svo bara að hanga í þessum glæsihýbýlum og horfa á sjónvarpið eða hanga á Facebook? Er ekki eitthvað sem svona fólk í svona íbúðum gerir? Endilega gaukið að mér heilræðum því ég er nýr í þessum efnum.

Virðingarfyllst, Sigurður Óðalseigandi

IMG_3452

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður. Mundu spakmæli móðurbróður þíns: Byggt og svo búið.

hkt (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Gleðigjafinn

Sigurður Eggertsson
Sigurður Eggertsson
Ég er ungur og bjartsýnn og það blessast allt hjá þessháttar gæja, nema hvað.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband